Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 frá hafnarbænum Peel. Þaðan sést yfir til Norður-Írlands í góðu skyggni. Land jarðarinnar, allt vel gróið, um 100 hektarar og að hluta einnig nýtt til heyskapar, er allt í hlíðum fjallsins Slieau Whallian, ofan við ána Neb. Mjög fallegt bæj- arstæði. Vitað er að fyrir rúmri öld var þar á bæ eitt stærsta bú eyjar- innar með Manx Loaghtan fé og nú er hjörðin aftur orðin stór eða um 800 fjár að meðtöldum sauðum, flest ferhyrnt. Að auki er verið að byggja upp ferðaþjónustu í tengsl- um við búskapinn. Þótt sauðakjöt sé aðalafurðin hafa þau Jenny og Rawdon lagt mikla áherslu á að auka verðmæti ullarinnar á seinni árum. Reynt er að selja afurðir sem mest sérmerkt- ar beint frá býli og einnig er tölu- verð sala á líffé. Fylgt er lífrænum búskaparháttum en ekki hefur verið leitað eftir vottun. Þess má geta að samkvæmt efnagreiningum sem búvísindastofnun í Skotlandi hefur gert er kjötið af þessu fé ekki eins feitt, er með hagstæðari samsetn- ingu fitusýra og hefur lægra hlutfall kólesteróls en kjöt af bresku holda- fé. Sauðakjötið þeirra bragðaðist vel. Jenny hefur verið formað- ur ræktunarfélagsins, the Manx Loaghtan Breeders Society, undan- farin fimm ár og til að vinna gegn skyldleikarækt hefur hún sýnt gott fordæmi með því að lána öðrum félögum hrúta gegn vægu gjaldi, einni vínflösku fyrir hvern hrút á fengitíma. Heimsóknin reyndist hin ánægjulegasta, og ég naut mikill- ar gestrisni. Fór meira að segja í svolítið fjárrag með þeim Jenny og Rawdon því að þau voru að velja kindur til útflutnings til Spánar. Bættist þá dýralæknir í hópinn til að taka blóðsýni vegna rann- sókna til þess að hægt væri að ganga frá vottorðum að kröfum Evrópusambandsins. Mön er þó ekki í ESB, engin áform eru um að sækja um aðild að sambandinu og sterlingspundið er gjaldmiðill eyjarinnar. Norræn áhrif á Mön Það er áhugavert fyrir Íslendinga að heimsækja Mön, m.a. vegna augljósra, norrænna tengsla. Þar heitir hæsta fjallið Snaefell (621 m) og þingið, sem enn starfar, heitir Tyndwald, stofnað árið 978 þegar norrænir víkingar réðu þar ríkjum. Nú á dögum er eyjan í kon- ungssambandi við Bretland en telst samt ekki vera hluti af því og nýtur sjálfsstjórnar um flest mál. Bretar fara þó með utanríkis- og varnar- mál eyjarinnar sem er 572 ferkíló- metrar að flatarmáli. Manverjar eru um 85.000 að tölu, enska er tungumálið og bærinn Douglas á austurströndinni er höfuðstaður eyjarinnar. Þegar ferðaþjónustunni hnign- aði sem undirstöðuatvinnugrein um síðustu aldamót breytti þingið í Tyndwald eyjunni í skattaparadís. Nú er aflandsbankaþjónusta orðin aðalatvinnuvegurinn, mikilvægari en iðnaður og ferðaþjónusta, en fiskveiðar og landbúnaður fylgja þar á eftir. Til dæmis er lagður 10% skattur á hagnað banka og á leig- utekjur af eignum á eyjunni en að öðru leyti munu fyrirtækjaskatt- ar vera engir í flestum tilvikum. Mest er verslun við Bretland og er Mön í tollabandalagi við það. Þess má geta að kvikmyndagerð nýtur mikils opinbers stuðnings á Mön, margar kvikmyndir hafa verið teknar á eyjunni síðan um alda- mót en samt er talið að þessi fjár- festing hafi ekki verið ábatasöm. Þá er athyglisvert að Mön hefur orðið miðstöð fyrir geimferðir einkaaðila og árið 2010 var talið að eyjan væri komin í fimmta sæti þeirra þjóða sem gætu næst lent á tunglinu. Frá mínum sjónarhóli séð er þó full ástæða til að heimsækja Mön af jarðbundnari ástæðum en áhættufjárfestingum og geim- ferðakapphlaupi. Þótt ekki væri til annars en að skoða hið sérstæða ferhyrnda fé, sem ég kynntist mér til mikillar ánægju, og hugsanlega líka til þess að sjá þótt ekki væri nema einn þeirra rófulausu katta (Manx Cat) sem þar munu vera til en ég sá því miður ekki. Höfundurinn, dr. Ólafur R. Dýrmundsson, er félagi í Rare Breeds International, Slow Food og Evrópuhópi lífrænna landbún- aðarhreyfinga (oldyrm@gmail. com). ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ÝMSAR GERÐIR & ÚTFÆRSLUR YFIR 20 ÁRA REYNSLA Í HURÐUM Á ÍSLANDI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, SMÍÐI OG SAMSETNING ALLAR HURÐIR SMÍÐAÐAR SAMKVÆMT MÁLI MARGAR ÚTFÆRSLUR OG LITAMÖGULEIKAR ÁRATUGA REYNSLA STARFSMANNA Í HURÐUM HÁGÆÐA HRÁEFNI ÞOLA VEL ÍSLENSKT VEÐURFAR STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI F Y R I R I Ð N A Ð I N N IÐNAÐARHURÐIR F R A M L E I Ð S L A F Y R I R B Í L S K Ú R I N N BÍLSKÚRSHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR | IÐNAÐARHURÐIR FÁÐU HEIMSÓKN SÖLURÁÐGJAFI OKKAR KEMUR Á STAÐINN, VEITIR FAGLEGA RÁÐGJÖF OG GERIR ÞÉR VERÐTILBOÐ. VINSAMLEGAST ÓSKIÐ EFTIR HEIMSÓKN Í SÍMA 865-1237 EÐA Á logi@ishurdir.is www.ishurdir.is IS Hurðir ehf. Reykjalundi, 270 Mosfellsbæ Sími: 564 0013 logi@ishurdir.is / 865 1237 www.ishurdir.is HAFÐU SAMBAND Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími 552-2002 ÓDÝR Gleraugu með glampa- og rispuvörn Verð 19.900 kr Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 5.0 með cyl. til 2,0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.