Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Íslenski geitastofninn er enn í útrýmingarhættu, en hann telur 1.123 vetrarfóðraðar skepnur í dag. Til að koma geitinni úr hættu þarf fjöldin að ná 4.700 dýrum. Myndir / ghp „Tilvera geitarinnar verður tryggð með því að skapa eftir- spurn eftir afurðum hennar,“ segir Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands. Hún rekur, ásamt Jörundi Svavarssyni, eiginmanni sínum, geitabú að Hrísakoti í Helgafellssveit undir Ljósufjöllum. Geitfjárræktendur horfa fram á spennandi tíma. Samstarf við Matís og fleiri getur skapað athyglisverða möguleika varðandi nýsköpun í afurða- framleiðslu og um leið stuðlað að breyttum hugsunarhætti varðandi landbúnað. Íslenski geitastofninn er enn í útrýmingarhættu, en hann telur 1.123 vetrarfóðraðar skepnur í dag, samkvæmt Heiðrúnu, skýrsluhalds- kerfi fyrir geitur. Geitaeigendur eru, samkvæmt sömu skýrslu, 823 talsins og því er ljóst að margir eiga fáar skepnur. Til að koma geitinni úr útrým- ingarhættu þarf fjöldinn að ná 4.700 dýrum, samkvæmt reglum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Til þess að nálgast þá tölu og viðhalda stofninum þarf að skapa grundvöll fyrir afurðasölu og nýta geitina meira og betur, að mati Sifjar Matthíasdóttur, formanns Geitfjárræktarfélags Íslands. Í dag er framleitt kjöt, mjólk- urvörur, snyrtivörur og ull í afar smáum stíl en sú staðreynd að allar þessar vörur seljast upp gefur vís- bendingar um að bæta megi verulega í vöruframboð. Til þess þarf hins vegar fleiri geitur, fleiri og stærri geitabændur, ásamt góðum stuðningi og fræðslu. Kveða niður gamla drauga Sif telur þó allra brýnasta verkefni geitfjárbúskaparins í dag að koma upp sæðisbanka. „Við stöndum frammi fyrir því vandamáli að geitastofninn er lítill og innan hvers varnarhólfs eru enn minni hjarðir. Allt ræktunarstarf reynist því afar erfitt. Samkvæmt búfjársamningum BÍ og ríkisins mun 15% af fé til geitfjárræktar fara í vinnu við að koma upp sæðis- banka. Við gerðum samning við Nautastöðina á Hesti í Borgarfirði um töku, geymslu og frystingu sæðis, en aðalmálið er að fá aðstöðu fyrir sæðistöku,“ segir Sif og legg- ur áherslu á þýðingu þess að slík aðstaða sé tryggð. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum ofboðslega tæp á að missa þessa tegund af landinu. Ef við lítum til ferðamannastraums- ins og allan mögulegan innflutning er fræðilegur möguleiki að smit í stofninn geti leitt af sér ófyrirsjáan- legan skaða. Það þarf ekki nema eina „hestapest“ og stofninn gæti horfið.“ Merkum áfanga var náð í sögu geitfjárræktar þegar Geitfjárræktarfélag Íslands fékk aðild að Bændasamtökum Íslands árið 2015. „Með því breyttist viðhorfið til geitarinnar, úr gæludýri í nytjadýr. Reyndar virðast margir íslenskir bændur enn neikvæðir gagnvart geitinni, telja hana óalandi og óferj- andi skepnu. Margir setja samasem- merki milli sauðfjár og geitar. Þetta eru hins vegar ólíkar skepnur, sem haga sér á ólíkan máta. Þú smalar til dæmis ekki geitum, þær elta þig,“ segir Sif og bætir við að kveða þurfi niður fordóma. „Það er algjör mýta að engar girðingar haldi þeim. Ef við hugsum um þá milljónir kílómetra af girðingum sem settar eru upp til að halda sauðfénu frá, en samt komast alltaf einhverjar kindur inn á tún. Það sama er að segja um geitur. Góðar girðingar halda þeim og fullorðin geit hoppar ekki einu sinni yfir skurð ef þeim líst svo á. Kiðin hoppa, klifra og troða sér alls staðar sem þau komast. En það gera lömb líka,“ segir Sif. Vinnustofur um nýtingu og framleiðslu geitaafurða Viljayfirlýsing um samstarf milli Geitfjárræktarfélags Íslands og Matís var undirrituð 14. febrúar sl. um samstarf um auknar rannsóknir í tengslum við ræktum geitarinnar, verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitinni og afurðum að markmiði. Sif segir viljayfirlýsinguna strax hafa haft jákvæð áhrif, því nokkrum spennandi verkefnum verði ýtt úr vör á næstunni. Meðal annars sé verið að vinna að heimasíðu og hönnun vörumerkis fyrir íslenskar geitaafurðir. Þar með verði allar íslenskar geitaafurðir merktar einu vörumerki. Verkefnið Matarauður Íslands, sem atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið kom á fót árið 2015, hjálpar til við það. Tilgangur þess er m.a. að hefja mat- armenningu og matarframleiðslu til vegs og virðingar gegnum samstarf Geitaafurðir tryggja tilveru stofnsins – Brýnt að koma upp sæðisbanka fyrir íslenska geitféð, að mati formanns Geitfjárræktarfélags Íslands Íslenska geitféð (Capra hircus) er talið vera af norskum eða norrænum uppruna sem hafi komið hingað með landnámsmönnum. Í fræðsluritinu Geitfjárrækt eftir Birnu K. Baldursdóttur er talið að engin innblöndun hafi átt sér stað frá landnámi og því er stofninn einstakur á heimsmælikvarða. „Elstu heimildir um fjölda geita í landinu eru frá 1703 en þá voru þær 818. Í harðindunum á seinni hluta 19. aldar lá við að geitastofninn yrði aldauða og fór niður í 62 dýr á árunum 1881-1890 (meðaltal). Á fyrri hluta 20. aldar fór geitum að fjölga á ný og stærstur hefur geitfjárstofninn orðið tæplega 3.000 dýr árið 1930. Geit um fækk aði aftur sam- fara breytingum á búskaparháttum og niðurskurðar vegna fjárskipta og upp úr miðri síðustu öld var geitfjárstofninn af- tur kominn í útrýmingar hættu og taldi 87 dýr árið 1962. Upp úr því fóru menn að hafa verulegar áhyggjur af því að stofninn yrði útdauður og 1965 var farið að greiða stofnverndarframlag fyrir vetrarfóðraðar, skýrslufærðar geitur til að reyna að sporna við frekari fækkun í stofn inum og til að stuðla að verndun hans,” segir í Geitfjár- rækt. Íslenski geitastofninn telur 1.123 vetrar fóðraðar skepnur í dag samkvæmt Heiðrúnu, skýrsluhaldskerfi fyrir geitur. Flestir halda 1–20 geitur en stærsti geit- fjárbóndi á landinu er Jóhanna B. Þor- valdsdóttir á Háafelli í Hvítársíðu. Afurðir geitarinnar eru helst þrjár, mjólkin, ullin og kjötið. Mjaltaskeið getur verið um 300 dagar og dagsnyt á bilinu 1–2 lítrar að sumri en nytin minnkar í 0,5–1 lítra þegar haustar. Geitamjólk mun vera auðmeltari en kúa- mjólk og minni hætta mun vera á óþoli af völdum hennar, en fyrirhuguð er rannsókn á eðli og áhrifum geitamjólkur. Úr geita- mjólk hafa einnig verið framleiddir ostar hér á landi. Íslenskar geitur hafa bæði strý og fiðu og er töluvert meira af fiðu en hjá erlend- um geitum. Fínleiki þess er mikill og flokk- ast undir kasmírull. Geitkjöt er afar magurt, en pró- teininnihald þess svipar til nautakjöts. Bragðgæði ákvarðast meðal annars af fóðurvali geitarinnar og aldur við slátrun. Kjötafurðir hafa verið framleiddar hér í litlu magni en eftirspurn mun vera mikil. Tólgin hefur einnig verið notuð í matargerð, til sápugerðar og í húðkrem. Gömul húsráð segja hana góða fyrir þurra húð og útbrot, samkvæmt upplýsingum úr Geitfjárrækt. Íslenska geitin og afurðir hennarJörundur og Sif gera að höltu kiði í Hrísakoti sem staðsett er í einu af hreinustu hólfum landsins í Helgafellssveit. Geitahjörðin þeirra stækkaði umtalsvert í vor og eiga þau nú um 60 skepnur. Brýnasta verkefni geitfjárbúskaparins er að koma upp sæðisbanka, að mati Sifjar. Það myndi auðvelda ræktunarstarf og viðhalda stofninum ef illa færi. Hér eru hafrarnir Kolur og Snær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.