Bændablaðið - 06.07.2017, Page 40

Bændablaðið - 06.07.2017, Page 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Matís og Landssamband smábátaeigenda í sameiginlegu átaki: Bætt aflameðferð á smábátum Hér áður fyrr þótti það merki um mikla aflakló og góð aflabrögð að koma að landi með svo mikinn afla að menn komust ekki sjálfir um dekkið nema að vaða fisk upp að mitti. Í dag þykir slíkt ekki vitnisburður um góða meðferð á matvælum. Sem betur fer hefur þetta breyst töluvert undanfarin ár enda sjómenn meðvitaðri um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á okkar dýrmæta sjávarfangi, segir í frétt á vefsíðu Matís. Landssamband smábáta- eigenda (LS) og Matís hafa undan- farin ár staðið fyrir átaki þar sem smábátasjómenn eru hvattir til dáða til að fara vel með allan afla. Sérstakt verkefni, Fallegur fiskur, var sniðið utan um þetta átak en á Facebook-síðu verkefnisins deila menn myndum sín á milli sem sýna mismunandi meðferð á afla. Óhætt er að segja að Fallegi fiskurinn hafi vakið athygli. 1.000 sjómenn fengu hitamæli Nú síðast fengu allir smábáta- sjómenn hitamæli að gjöf ásamt bæklingi frá LS og Matís. Góður pakki rataði því til um 1.000 smá- bátasjómanna, allt í kringum landið. Með gjöfinni er því beint til smá- bátaeigenda, að þeir óski eftir því að fiskmarkaðir sem landað er hjá, skrái hitastig aflans við uppboð. Tilgangur verkefnisins – mikilvægi góðrar meðhöndlunar Smábátaeigendur hafa af fjölmörgum ástæðum einstök tækifæri til að afla sér sérstöðu á mörkuðum með afurðir sínar. Með því að vekja athygli á bættri meðferð afla, er sérstaklega verið að vinna með þann möguleika að auka gæði með kælingu, ekki síst vegna hins stutta tíma frá veiðum til vinnslu, sem er eitt af einkennum smábátaútgerðarinnar. Í sívaxandi samkeppni á mörkuðum og aukinni neytendavitund eru tækifæri smábátaútgerðarinnar augljós. Fe r sk le ik i h ráe fn i s ins , umhverfisáhrif veiðanna og sú ímynd sem smábátaveiðar hafa hjá neytendum bera þar hæst, en til að nýta þessi samkeppnisforskot sem skyldi þarf að tryggja hámarks vörugæði, segir í frétt Matís. /HKr. HLUNNINDI&VEIÐI Myndir / Matís Heilnæmi íslensks sjávarfangs: Matís hefur á ný vöktun á efnum í sjávarfangi Íslenskt sjávarfang hefur lengi verið markaðssett þannig að áhersla hefur verið lögð á hrein- leika og heilnæmi þess. Ekki nægir þó að fullyrða að vara sé heilnæm. Vönduð og vel skilgreind vís- indaleg gögn um óæskileg efni í íslensku sjávarfangi eru lykilatriði til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heil- næmis. Fylgjast þarf með óæskilegum efnum í sjávarfangi Útflutningur íslenskra matvæla er einnig háður því að unnt sé að sýna fram á að öryggi þeirra, með hliðsjón af lögum, reglugerðum og kröfum markaða. Á tímabilinu 2003–2012 sá Matís um að safna gögnum vegna kerfisbundinnar vöktunar á óæski- legum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni og voru niðurstöður þessarar vöktunar fyrir hvert ár teknar saman og gefnar út í skýrslu á ensku. Þessar skýrslur eru öllum opnar og aðgengilegar á heimasíðu Matís. Lítið um vöktun vegna fjárskorts Litið var á þessa sívirku vöktun á aðskotaefnum í sjávarfangi sem mikilvægan lið í því að tryggja hagsmuni Íslands vegna útflutn- ings sjávarafurða og tekjur sem leiðir af honum. Undanfarin ár hefur Matís ekki fengið fjármagn til að halda áfram að vinnu við þetta vöktunarverk- efni og því hefur verið hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013–2016. Matís hefur kerfisbundna vöktun á nýjan leik Nú hefur verið gengið frá þjón- ustu samningi milli atvinnu- og nýsköpunar ráðuneytisins og Matís um að hefja á nýjan leik kerfis- bundna vöktun á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni. Verkefnið hófst í mars 2017 og stefnt er að því að taka sýni af helstu lykilútflutningstegund- um íslensks sjávarfangs og mæla styrk óæskilegra efna s.s. ýmissa díoxín efna, PCB efna, varnarefna og þungmálma í þeim. Vísindaleg gögn af þessu tagi frá óháðum rannsóknaraðila um styrk óæski- legra efna í sjávarfangi eru mjög mikilvæg í markaðskynningum á sjávarafurðum fyrir væntanlega kaupendur og styrkir allt markaðs- starf fyrir íslenskar sjávarafurðir. Gögnin nýtast enn fremur til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávar- afurða m.t.t. öryggi og heilnæmis sem og við áhættumat á matvælum. Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti nú nýverið viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvæla- gæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu miklu fjölmenni. Að sögn starfsmanna Margildis, þá þykir það nokkuð mikil list að gera lýsi (ómega-3) svo gott að 135 meistarakokkum og matgæðingum líki vel. Margildi var stofnað 2013 af Erlingi Viðari Leifssyni og Snorra Hreggviðssyni. Síldarlýsi með og án appelsínubragðs Verðlaunin voru veitt fyrir síldarlýsi Margildis bæði með og án appel- sínubragðs. Verðlaunin eru samb- ærileg Michelin-stjörnum veitinga- og hótelbransans og er Margildi sönn ánægja að vera landi og þjóð til sóma á þennan hátt. Verðlaunin eru mikil viðurkenning og mun efla markaðssetningu síldarlýsis Margildis þar sem söluaðilar á neytendamarkaði fá leyfi til að merkja síldarlýsið með viðurkenningarborða iTQi sem staðfestir bragðgæði lýsisins. Einkaleyfisvarin framleiðsluaðferð Einstök einkaleyfisvarin framleiðslu aðferð Margildis á síldarlýsi stuðlar að nærri því tvö- falt betri nýtingu á hrálýsi úr síld, loðnu og makríl með því að vinna það til manneldis í stað dýraeldis. Þetta er m.a. umhverfismál því með því að gera það mögulegt að fólk neyti lýsisins beint má sleppa milli- lið sem er meltingarvegur dýra s.s. laxfiska. Margildi vinnur því að því að beina notkun á lýsi sem mest yfir í fljótandi form sem fæðubótarefni og einnig sem íblöndunarefni í mat- væli, svokallað markfæði. Þannig er fleirum gert kleift að neyta ómega-3 á sama tíma og dregið er úr notkun umbúða. Margildi vinnur í samstarfi við nokkur íslensk fyrirtæki að þróun hollra matvæla sem innihalda ómega-3 úr lýsinu og má þar m.a. nefna ferskt pasta, viðbit úr smjöri, skyr, íslenska repjuolíublöndu, brauð o.fl. Víðtækur stuðningur Frumkvöðlafyrirtæki eins og Margildi þurfa á öflugu stuðn- ingsneti opinberra og einkaaðila að halda til að komast á legg. Án fjárstuðnings núverandi hluthafa Margildis, AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóðs Rannís, Uppbyggingarsjóðs Austurlands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Íslandsbanka og TM, hefði þetta ekki verið hægt. Það á einnig við um ómetanlegt samstarf við aðra aðila s.s. Matís, Háskólann á Akureyri, Síldarvinnsluna, HB Granda, Loðnuvinnsluna, Eskju, Skinney Þinganes, Ísfélagið, Vinnslustöðina, Eflu, Alta, Kanon, KPMG, Samhenta, Sjávarútvegsráðstefnuna, Sjávarklasann ofl. aðila. Verðlaunalýsi Margildis hefur verið selt til Evrópu og Bandaríkjanna og fer í smásöludreifingu hérlendis í lok sumars undir nýju vörumerki og líklegt að fleiri aðilar bætist í hópinn fljótlega. Margildi vinnur áfram jafnt og þétt að frekari rannsóknum, vöruþróun og markaðssetningu framleiðsluvara ásamt undirbúningi að byggingu eigin lýsisverksmiðju.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.