Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Allt þarf að ganga upp Þegar maður sér fallega mynd af nautgrip getur verið erfitt að ímynda sér alla þá vinnu sem býr að baki einni svona mynd en til þess að ná fram þeim eiginleikum sem er verið að sækjast eftir koma að myndatökunum fjöldi fólks sem hefur mismunandi hlutverkum að gegna. Myndasmiður Viking er sérhæfður í myndatökum á nautgripum og kemur alla leið frá Hollandi í þessum eina tilgangi. Þá koma að undirbúningnum einnig sérfræðingar í kúaklippingum. Þegar búið er að velja grip til myndatöku er hann fyrst klipptur eftir kúnstarinnar reglum, en þó fyrst og fremst á þeirri hlið sem taka á mynd af. Svo er gripurinn þveginn hátt og lágt með vatni og sápu svo ekki séu óhreinindi til staðar. Eftir þetta er feldurinn þurrkaður með hárblásara og þegar gripurinn er þurr er hægt að hefja raunverulegan undirbúning myndatökunnar. Sérstök olía er borin í feldinn svo hann glansi, lakk sett á klaufirnar í sama tilgangi og stundum er meira að segja notað litasprey til þess að skerpa enn frekar á grunnlitum gripsins. Þessi vinna tekur oft í kringum 90 mínútur og þá er hægt að hefja myndatökuna sjálfa. Rétta augnablikið Myndatakan sjálf er svo sér listgrein og eigi að stilla gripnum upp er hann látinn standa á upphækkun að framan, svo hann verði reisulegri. Þá er halanum haldið strekktum, fótstaðan sett í samræmi við óskir og notaður spegill eða annað slíkt til þess að fanga athygli gripsins til þess að fá hausinn upp og eyrun fram. Svo eru stundum myndvinnsluforrit notuð til þess að fjarlægja bakgrunn gripsins og hann settur inn í annað umhverfi. Myndatakan sjálf getur stundum bara tekið augnablik, sé gripurinn samvinnufús, en stundum tekur afar langan tíma að ná hinu rétta og dýrmæta augnabliki sem getur skipt sköpum fyrir sölu erfðaefnisins. Þýtt og endursagt af Snorra Sigurðssyni með heimild VikingDanmark og Lea Fourstad Harbo greinarhöfundar, sem einnig tók allar myndirnar sem tengjast þessari umfjöllun. Stjórnvöld í Katar glíma við viðskiptabann: Flytja 4000 kýr flugleiðis – milli Ástralíu og Bandaríkjanna til Katar www.olafsson.is Monsun® 2 LED Ammoníaksþolinn og vottaður fjósabúnaður Réttu tækin fyrir verulega krefjandi aðstæður. Vottaður búnaður. OSRAM er rétta merkið. „Ljósmyndahlið“ kýrinnar er klippt og snyrt. Spegill notaður til þess að fá kúna til að horfa upp og fá rétta eyrnastöðu. Halinn togaður aftur og kýrin látin standa á palli! UTAN ÚR HEIMI Eftir að nágrannalöndin snið- gengu Qatar reynir nú þekktur kaupsýslu maður þar í landi að finna skapandi lausnir til að tryggja nóg af mjólk ofan í neytendur landsins. Fyrr í mánuðinum ákváðu Sádi- Arabía, Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, Bahrain og Egyptaland að sniðganga Katar eftir langt tímabil með spennu milli þessara þjóða. Arabísku ríkin standa í þeirri trú að Katar blandi sér um of í innri málefni þeirra, hafi of mikinn vin- skap við Íran og að ríkið styðji við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Katar hafna ásökununum meðal annars með því að benda á að Bandaríkin hafa stærstu herstöð sína í Mið-Austurlöndum í landinu, flugstöðina Al Udeid. Það virðist þó ekki koma þeim til góða því Sádi- Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa lagt blátt bann við því að skipakostur sem er í eigu fyr- irtækja eða einkaaðila frá Katar fái ekki að leggja að landi hjá þeim. Á sama tíma hefur Sádi-Arabía, sem er eina landið sem hefur landamæri að Katar, lokað landamærunum og bannað alla flugumferð til landsins. Áður fyrr kom mest öll mjólk til landsins frá Sádi-Arabíu. Katar er skagi sem er erfiðlega staðsettur í Persaflóanum með landamæri að Sádi-Arabíu, Bahrain liggur nálægt landinu og hinum megin við flóann er Íran næsti nágranni þeirra. Nú hefur kaupsýslumaðurinn og bóndinn Moutaz Al Khayyat frá Katar hrundið af stað verkefni til að koma í veg fyrir mjólkurskort í landinu. Hann er sauðfjárbóndi og hafði hug á að bæta við sig mjólkurframleiðslu og má nú engan tíma missa til að útvega löndum sínum mjólk. Nú hefur hann hug á að flytja 4000 kýr flugleiðina milli Ástralíu og Bandaríkjanna til Katar. Katar Airways er fimmta stærsta flugflutningafyrirtæki í heiminum og er ætlunin að sækja burðarkýr sem eiga að bera og framleiða mjólk í Katar. Áætlað er að búið muni framleiða sem nemur 30 prósentum af mjólkurþörf landsins í júlímánuði þar sem íbúar eru rétt rúmlega 2 milljónir. Um er að ræða kúastofninn Holstein en til að flytja 600 kílóa þung dýrin er áætlað að þurfi á bilinu 40–60 flugferðir á milli landanna. Þar sem Sádi-Arabía og nágrannalöndin hafa lokað lofthelginni þurfa flugvélarnar að fljúga hjáleið yfir lofthelgi Írans og Óman. Vegna þessa hækkar flutningskostnaðurinn verulega og er áætlað að hann verði nálægt 7 milljörðum íslenskra króna. Kaupsýslumaðurinn hefur ekki áhyggjur af kostnaðinum og segir mikilvægt að sýna nágrannalöndunum í fulla hnefana, Katar geti orðið sér úti um matvæli á annan hátt. Fluttar eru landbúnaðarvörur frá Tyrklandi til landsins og ávexti og grænmeti flytja þeir inn frá Íran. Þar að auki hafa stjórnvöld hvatt íbúa landsins til að byrja á að rækta og framleiða mat sjálf. /Bloomberg - ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.