Bændablaðið - 06.07.2017, Page 21

Bændablaðið - 06.07.2017, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 á Íslandi afskráð upprunaábyrgðir fyrir allri sölu á raforku og er því uppruni raforku hjá því sölufyrirtæki 100% endurnýjanleg raforka. Íslendingar sagðir skila geislavirkum úrgangi! Í þessari yfirlýsingu kom einnig fram að í stað þess að endurnýjanleg orka á Íslandi á árinu 2015 væri sem næst 100%, þá var hún 71%, raforka framleidd með jarðefnaeldsneyti var þá sögð vera 17% og raforka framleidd með kjarnorku 12%. Vegna þessarar raforkuframleiðslu var nú líka reiknaður koldíoxíðútblástur á Íslendinga vegna raforkuframleiðslu á 157,73 gígawattstundum (g/kWh). Það sem meira er, Íslendingar voru nú að skila frá sér geislavirkum úrgangi sem nam 0,29 milligrömmum á hverja framleidda kílówattstund. Ekki sérlega fallegt fyrir hreinleikaímynd Íslands í raforkumálum. Ósannindi innleidd Þetta er í raun stórmerkilegur „sannleikur“ sem búið er að innleiða á Íslandi vegna upptöku á tilskipunum ESB. Matreiddur sannleikur sem er afurð hugmyndasmiða í alþjóðlegum viðskiptum sem keppast við að selja fólki ímyndun og loft. Eitthvað sem allir Íslendingar vita í hjarta sínu að er hrein lygi svo talað sé á mannamáli. Orkufyrirtækin fara í feluleik Orka náttúrunnar ákvað að upprunavottorð fylgdu allri raforkusölu fyrirtækisins á almennum markaði frá síðustu áramótum. Jafnframt mun fyrirtækið verja öllum tekjum af sölu upprunaábyrgða vegna raforkusölu til stórnotenda til verkefna fyrirtækisins sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofts. Með ákvörðun ON hverfur jarðefnaeldsneyti og kjarnorka af rafmagnsreikningum almennra viðskiptavina. Uppruni raforku á reikningum ON, sem birtast viðskiptavinum á næsta ári, verður því alfarið endurnýjanleg orka. Þær upplýsingar sem birtust á raforkureikningum ON nú um síðustu mánaðamót (júní/júlí) miðast við sölu ON og annarra á upprunaábyrgðum árið 2016 og taka ekki mið af fyrrnefndri ákvörðun. Svarti bletturinn verður áfram á ímynd Íslands Þrátt fyrir þessa ákvörðun ON, þá verður framleiðsla raforku með kjarnorku, kolum, olíu og gasi áfram svartur blettur á framleiðsluskýrslum þjóðarinnar á raforku. Íslensku orkufyrirtækjunum finnst það greinilega til vinnandi að hafa það svo. Enda fái þau einhverja aura fyrir að selja hreinleikavottanir til stórfyrirtækja gegn því að smyrja ímynd óhreinnar orkuframleiðslu í útlöndum á ímynd Íslands. Þetta er síðan greinilega álitið full boðlegt þar sem almenningur kemur ekki til með að sjá afleiðingu þessara viðskipta á sínum orkureikningum í framtíðinni. Orkusalan gefur 100% grænt ljós Orkusalan, sem er orkusölufyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er við sama heygarðshorn og ON. Þar hefur verið gefinn út dreifimiði um að Orkusalan geri nú öllum viðskiptavinum sínum mögulegt að fá svokallað Grænt ljós, þar sem öll raforkusala er vottuð 100% endurnýjanleg. Meira að segja með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Þar segir einnig: „Við höfum gert samkomulag við Landsvirkjun sem gerir okkur kleift að staðfesta að öll raforka sem seld er til viðskiptavina sé 100% endurnýjanleg. Það felur í sér tækifæri fyrir viðskiptavini til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun getur skipt máli. Tilgangur upprunavottunarkerfisins er að auka hlut endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Ábyrgðirnar eru notaðar til að uppfylla skilyrði fjölda alþjóðlegra umhverfismerkja og geta opnað tækifæri fyrir fyrirtæki í markaðssetningu á vörum og þjónustu. Orkusalan vill þannig hjálpa viðskipta- vinum sínum að styðja við vinnslu endurnýjanlegrar orku ásamt því að auka samkeppnishæfni þeirra.“ Allt falt fyrir peninga Skýrara verður það varla sagt en í dreifibréfi Orkusölunnar. Hreinleiki íslenskrar orkuframleiðslu er notaður til að erlend stórfyrirtæki geti breitt yfir sinn sóðaskap til að uppfylla skilyrði um umhverfisvæna starfsemi. Um leið og þau eru komin með íslensk hreinleikavottorð fyrir svo og svo miklum hluta af sinni orkunotkun geta þau flaggað því að þau séu afskaplega umhverfisvæn. Yfirleitt eru þessi íslensku upprunavottorð seld í gegnum erlend orkufyrirtæki. Síðan eru þau áframseld til fyrirtækja sem geta síðan verið í harðri samkeppni um hreinleikaímynd við íslensk fyrirtæki, ekki síst í sjávarútvegi. Það er sem sagt allt falt fyrir peninga, meira að segja ímynd þjóðar. Til að friða almenning og íslensk fyrirtæki sem á þurfa að halda, þá er hluti af hreinleikakvótanum tekinn frá til innanlandsbrúks, allt annað er selt. Skít blandað í rjóma sem að meðaltali á að gefa góða súpu Þetta minnir óþægilega á viðskiptaflækjur fjármálamanna í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Þá voru allir skítugu pappírarnir, sem enginn vildi snerta, faldir inni í veglegum verðbréfavöndlum sem svo voru seldir í heildarpökkum með afslætti. Sama gerðist þegar kröfur íslensku bankanna á íslenskan almenning voru seldir hrægammasjóðum fyrir slikk. Allir vita hvernig sá leikaraskapur fór. Allt sprakk það í andlit þeirra sem í einfeldni sinni trúðu því að ef skítnum yrði blandað saman við rjómann, þá yrði súpan að meðaltali fjári góð. Það voru samt flestir sammála um það fyrir hrun að vissulega væri ónotalegur óþefur af þessum verðbréfavöndlum. Sannfæringarkraftur sölumannanna fékk menn samt til að kyngja vöndlunum með brosi á vör. Svo fengu menn auðvitað í magann af öllu glundrinu. Undan rifjum ESB og Kyoto Þessi furðulegi leikur með orkusölu er tilkominn vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins númer 2009/28/EB þar sem Ísland er orðið hluti af innri markaði ESB. Nær sú tilskipun til upprunaábyrgðar á raforku. Sett voru um þetta lög nr. 30/2008 samkvæmt stjórn- ar frumvarpi frá 27. nóvember 2007. Málið var afgreitt frá iðnaðarnefnd 29. febrúar 2008 og samþykkt af 48 alþingismönnum þann 7. apríl sama ár og þar með öllum helstu sjálfskipuðu náttúruverndar for kólf- unum í íslenskri pólitík. Þar var enginn þingmaður á móti en 15 fjarstaddir. Síðan var sett reglugerð um málið nr. 757/2012. Upprunaábyrgðir eða uppruna- vottorð raforku koma til í kjölfar Kyoto-bókunarinnar og þeirrar ákvörðunar ríkja að láta loftslagsmál sig varða. Opinbert markmið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum. Stærsti hluti upprunavottorða á markaðnum kemur í dag frá norskum vatnsaflsvirkjunum, en þau geta komið frá hvaða „græna“ orkuframleiðanda sem er í Evrópu. Hrein raforka orðin drulluskítug Á Íslandi er raforka að 99,99% hluta framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðhita og vindorku. Reyndar er vindorkan hverfandi í heildartölunum þar sem vatnsorka stendur fyrir 71% framleiðslunnar og jarðhiti fyrir 29%. Einungis 0,01% raforkunnar er framleidd með dísilvélum. Samt er íslenska þjóðin sögð framleiða 79% sinnar orku með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. 156 kíló af geislavirkum úrgangi Vegna þessara viðskipta skilja Íslendingar eftir sig á pappírunum 0,72 milligrömm af geislavirkum úrgangi á hverja selda kílówattstund. Einnig 460,27 grömm af kioldíoxíði á kílówattstund. Þegar um er að ræða sölu á 1.066.584 megawattstundum (MWh) samkvæmt tölum Orkustofnunar, þá er 20% af því vegna kjarnorku 213.316 MWh, eða 213.316.000 kWh. Ef það skilar 0,72 milligrömmum af geislavirkum úrgangi á kWh, þá þýðir það að Íslendingar hafi í hreinleikabókhaldi sínu 153.588.096 milligrömm af geislavikum úrgangi, eða nærri 154 kíló. Sama gildir um meint koldíoxíð sem losað er vegna meintrar framleiðslu á raforku hér á landi með kolum, olíu og gasi. Það stendur fyrir 59% raforkusölunnar sem eru þá 629.248.000 kWh. Það skilur eftir sig í bókhaldinu 289.640.804 kg, eða um 289.641 tonn af koldíoxíði. Hafið samband í síma 892-8080 Dúnhreinsunin ehf. við Axarhöfða, 110 Reykjavík Æðarbændur Tökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Greiðum flutningskostnað til Reykjavíkur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.