Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Helena Hólm hárgreiðslumeistari fluttist ásamt eiginmanni sínum, Stefáni Þór Rögnvaldssyni, smið og múrara, úr Reykjavík að Skálatjörn austur í Flóa fyrir þremur árum. Þar gerðust þau geita- og ferðaþjónustubændur. Helena segist engin tengsl hafa haft við sveitina áður en þau ákváðu að söðla um en þau sjái alls ekki eftir því. Helena stofnaði og rak Hárgreiðslustofu Helenu og Stubbalubba frá 2002 til 2015, en Stubbalubbar var hárgreiðslustofa fyrir börn og er enn í rekstri undir heitinu Stubbalubbar ehf. Helena segir að slitgigt hafi verið farið að angra sig þannig að hún gat ekki lengur unnið við hárgreiðslustörfin. Stefán hafði þá nóg að gera í sínu fagi sem smiður og múrari. Bæði segja þau að vinirnir hafi litið á þau stórum augum þegar þau ákváðu að söðla algjörlega um, selja eignir sínar, rífa sig upp úr borgarmenn- ingunni og flytja út í sveit. Stefán segist nú hvergi annars staðar vilja búa og hann fari helst ekki til Reykjavíkur lengur nema brýna nauðsyn beri til. Áttu engin tengsl við sveitina þegar þau fluttu „Við fluttum frá Reykjavík í sveitina haustið 2014. Ég er hár- greiðslumeistari og sagði skilið við starfið í borginni og gerðist geita- og ferðaþjónustubóndi. Ég á engar rætur í sveitinni, en ég og maðurinn minn ákváðum bara að skipta um gír og flytja. Við höfum alls ekki séð eftir því og mér finnst alveg meiri háttar að vera hér. Þar að auki er geitin alveg frábært dýr að vinna með og hægt að nýta hana til margs,“ segir Helena. Keyptu fyrrum hestabúgarð Þau hjón keyptu Skálatjörn sem rekin hafði verið sem hestabúgarð- ur. Þar eru hesthús sem nú eru notuð undir geiturnar. Þá er stór reiðhöll á bænum og vélageymsla, en þau Helena og Stefán hafa ekki ákveðið hvað þau gera með reiðhöllina sjálfa. Áfastri vélageymslu eru þau búin að breyta í gistiaðstöðu með 6 litlum stúdíóíbúðum og í hluta reiðhallar er líka komin íbúð. Þá eru þau með gistiaðstöðu í íbúðar- húsinu líka og geta í heild tekið við 22 gestum í einu. Blaðamaður Bændablaðsins hitti Helenu fyrst á fjölskylduhá- tíðinni Fjör í Flóa sem haldin var við félagsheimilið Þingborg í Flóa í maí. Þar var hún með sölubás að kynna sína eigin framleiðslu sem unnin er úr geitaafurðum og var auðvitað tekin tali. „Ég er að þróa geitaafurð- ir á Suðurlandi,“ sagði Helena. Hún segist hafa fengið styrk frá Nýsköpunarsjóði Suðurlands til að þróa geitapylsur og geitapaté (geitakæfu). Hún fékk mjög góðar móttökur á hátíðinni með sínar afurðir og sagðist svolítið hissa á þessum góðu viðbrögðum. Fólk hafi verið ófeimið við að smakka og bragðið hafi komið mörgum á óvart og enginn hafi verið ósáttur. Kynnir möguleikana í framleiðslu geitaafurða „Ég er að vinna í þessu núna og hef verið að kynna þessar afurð- ir. Ég er líka í samvinnu við Geitfjárræktarfélagið og hef hug á að koma geitinni betur á framfæri. Þannig vil ég kynna geitakjötið og hjálpa til við að nýta geitina eins og við getum.“ 22 geitur og fer fjölgandi -Hvað eruð þið með margar geitur? „Við vorum nú síðast með 22 vetrarfóðraðar geitur og fer trúlega í 30 næsta vetur. Þá stefni ég alla- vega á að vera ekki með færri en 50 geitur. Ég stefni líka á að mjólka þær og framleiða geitaost fyrir heimil- ið til að byrja með og selja aðrar afurðirnar beint frá býli. Ég hef aðeins prófað að mjólka og búa til osta sem er mjög gaman. Ég fer að færa kiðin frá geitunum þegar líður á sumarið og þau verða stærri. Þá get ég farið að mjólka og prófa mig áfram í ostagerð. Annars mun ég reyna að nýta geitina eins og hægt er og m.a. kemba þær og hirða fiðuna til að spinna úr henni band.“ Verið að setja upp litla spunaverksmiðju Helena segir að geitabændur hafi lengi haft hug á að kaupa vélar til gerast geita- og ferðaþjónustubændur. Nú vilja þau hvergi annars staðar vera. Myndir / Hörður Kristjánsson Helena Hólm kynnti afurðir geitarinnar sem fram- – Vinnur að þróun margvíslegra geitaafurða auk þess að reka ferðaþjónustu með manni sínum, sem er bæði smiður og múrari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.