Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 42

Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Margir kúabændur hér á landi og annað áhugafólk um nautgriparækt skoða gjarnan margs konar áhugaverðan fróðleik um kynbætur og kynbótastarf erlendis og eitt af því sem vekur oft eftirtekt er hve gljáfægðir gripirnir eru á myndunum. Þess utan eru gripirnir gjarnan myndaðir í fallegri náttúru og næstum undantekningarlaust eru myndirnar teknar þannig að halda mætti að gripirnir hafi stillt sér sérstaklega upp fyrir myndatökuna. Þegar rýnt er í þessar myndatökur kemur margt áhugavert í ljós og eru gripamyndatökur sérgrein út af fyrir sig en að myndatökunum koma oft 3–4 aðilar sem sjá um að gera viðkomandi grip tilbúinn fyrir myndatöku. Nýverið gáfu myndasmiðirnir hjá kynbótafyrirtækinu VikingGenetics kynningu á því hvernig þeir standa að myndatökunum og var greint frá þeirri vinnu í máli og myndum í blaðinu VikingNyt og fer hér á eftir endursögn þeirrar greinar ásamt áhugaverðum myndum sem voru í greininni. Átta sinnum á ári fer myndateymi Viking í ferð um Danmörku í þeim tilgangi að taka myndir af fallegum nautum og kúm. Kýrnar eru oftast nautsmæður eða einstaklega góðar kýr og ástæða myndatökunnar er fyrst og fremst að safna efnivið í blöð og bæklinga sem eru svo sendir til bænda en VikingGenetics er sérhæft í sölu á sæði og fósturvísum og er umsvifamest á Norðurlöndunum. Að sögn Jan Andersen, markaðsstjóra fyrirtækisins, þá er tilgangurinn að sýna bændum þá góðu gripi sem fyrirtækið hefur erfðaefni til sölu úr og þó svo að kynbótadómurinn segi mest þá skipti útlit gripanna einnig máli. „Í mörgum löndum er aðgengi að kynbótagögnum mun verra en hér í Danmörku og því skiptir útlit nautanna verulegu máli á slíkum mörkuðum. Þá er oft beðið um myndir af fleiri kúm undan nautinu áður en ákvörðun um notkun er tekin og því er ánægjulegt að geta t.d. sýnt glæsilega nautsmóður.“ Uppstilling gripa Það er misjafnt eftir því hvar Viking er að selja hvernig myndatökunum er háttað. Þannig selja myndir af kúm á beit sæðið mun betur í Írlandi eða Nýja-Sjálandi en t.d. í Póllandi eða Þýskalandi þar sem bændurnir eru vanir því að skoða uppstilltar myndir af gripum þegar þeir kaupa erfðaefni. Hvort sem gripunum er stillt sérstaklega upp eða teknar myndir af þeim á beit, þá er nánast undantekningarlaust búið að eiga við gripina og undirbúa þá sérstaklega undir myndatökuna. Sólarorka hagkvæmari en kolaiðnaður Stærsta kolavinnslufyrirtæki heims hefur tilkynnt að það muni loka 37 námum vegna þess að þau eru ekki lengur hagkvæm. Coal India tilkynnti að námunum yrði lokað fyrir mars 2018. Á meðan stækkar sólar- raforkugeiri landsins, sem hefur fengið byr undir báða vængi í formi alþjóðlegra fjárfestinga. Lækkandi verð á sólarraforku hefur því neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu. Sólarraforkugeirinn í Indlandi nýtur mikilla alþjóðlegra fjárfestinga og lækkandi verð á sólarorku hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki sem vinna jarðefnaeldsneyti í landinu. Ríkisstjórn Indlands hefur gefið það út að þeir muni ekki opna fleiri kolanámur eftir árið 2022 og stefnir auk þess á að 57% af heildarraforku landsins árið 2027 muni vera framleidd með endurnýjanlegri orku árið 2027. Þetta markmið er langt umfram skuldbindingar Indlands í Parísarsamkomulaginu. Fallið var frá áætlunum um 14 GW kolanámu og orkuveri í maí. Mun það benda til straumhvarfa í orkumarkaði Indlands, samkvæmt frétt breska blaðsins Independent. Þar er vitnað í sérfræðing sem segir að metnaðarfullar ráðstafanir indverskra stjórnvalda ásamt inn- spýtingu frá alþjóðlegum fjárfest- um sé að verða til þess að verð á sólarraforku sé í frjálsu falli. Slík þróun muni hafa áhrif á alþjóðlegan orkumarkað. Ef fram fer sem horfir og kostn- aður við sólarorkuvinnslu heldur áfram að lækka er búist við að Indland geti verið kolanámulaust árið 2050. /ghp Ný páfagaukategund finnst í Mexíkó Ný tegund Amason páfagauks hefur verið staðfest af vísindamönnum. Nýlega birtist grein í tímaritinu PeerJ um tegundina Amazona gomezgarzai sem fuglaáhugamaðurinn Miguel A. Gómez Garza fann á Yugatán skaga í Mexíkó árið 2014. Fuglinn er um 25 cm hár og um 200 g að þyngd. Hann er grænn að lit með bláar vængfjaðrir og einkennandi rauðan blett á andliti. Hljóð fuglsins mun einnig vera sértækt, hátt, stutt og endurtekningarsamt. Þar að auki hermir hann eftir einum af sínum verstu óvinum, haukinum. Vísindamennirnir leiða að því líkum að þessi háttur páfagaukanna sé aðferð þeirra við að hræða aðra fugla frá nærliggjandi trjám og afla sér þar með fæðu. DNA prófanir á páfagaukunum leiddi í ljós að tegundin þróast út frá hvítum Amason páfagauki (Amazona albifrons) sem voru innfæddir á svæðinu fyrir um 120.000 árum síðan. Aðeins er talið að stofnstærð páfagauksins sé um 100 einstaklingar og er hann því þegar skilgreindur sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. Flestallar villtar tegundir Amason fugla teljast í útrýmingarhættu en þeim stendur gríðarleg ógn af eyðingu regnskóga. /ghp UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM Mynd / REUTERS/Ajay Verma Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai. Mynd / Tony Silva Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300 Fyrirsæta í einn dag – Skyggnst á bak við myndavélina Myndirnar eru teknar á kúabúinu Østrup Søndergård i Juelsminde í Danmörku. Þegar teknar eru myndir af kynbótagripum nota ljósmyndateymin ýmiss konar hjálpartæki og tól. Litun, klipping og hárblástur!

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.