Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 16

Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Laxveiðin hefur víða byrjað vel, laxinn er mættur en næstu göngur mættu vera stærri og jafnvel fleiri. Smálaxinn þarf að mæta á svæðið í næstu flóðum, það skiptir miklu máli fyrir alla. Einnig fyrir veiðitölur sumarsins. „Veiðin gekk bara vel. Hollið veiddi 15 laxa og ég fékk 6 laxa. Laxá í Leirársveit er skemmtileg veiðiá,“ segir Axel Óskarsson. Hann var á veiðum í vikunni. Laxveiðin er allt í lagi þessa dagana, en smálaxinn mætti láta sjá sig aðeins meira en verið hefur. Það var frekar rólegt yfir veið- inni en þetta var jú kringum 15 laxar, allt fyrir neðan Laxfossinn. Jú það var fiskur að ganga og eitthvað komið up peftir fyrir nokkru síðan. Kvöldvökurnar í veiðihúsinu bættu upp veiðileysið og maturinn var frá- bær. Vonandi fara göngurnar að skila sér svo næstu veiðimenn fái fiska,“ sagði Axel enn fremur. ,,Þannig er nú það að ég var úti í Ameríku og kíkti í flotta stóra veiðibúð að nafni Cabelas og ég sá þessa flottu fluguveiðistöng,“ sagði veiðimaðurinn Ómar Smári Óttarsson. „Ég hugsaði til kærustu minnar, hennar Ástu Lilju, því hún var margoft búin að segja við mig að hana langaði að byrja að veiða á flugu. Svo mér fannst þessi bleika stöng vera tilvalin fyrir hana til að byrja að veiða. Náði stórum urriða í Litlu Laxá Við vorum svo á ættarmóti á Hellu og vorum á leið í náttúrulaug á Flúðum og Ásta var búin að segja við mig að hana langaði að fara að veiða og prufa nýju stöngina, Þá mundi ég eftir því að það væri veiðiá á Flúðum að nafni Litla Laxá sem í væru einhverjir urriðatittir. Við ákváðum að kíkja til þess að hún fengi að æfa sig á stöngina og vonandi ná að krækja í urriða. Það var byrjað að kasta og gekk frekar erfiðlega í byrjun, en síðan náði hún einu góðu kasti og lét fluguna reka með straumnum og þá var tekið. Ég hélt fyrst að þetta væri einhver tittur en síðan byrjaði langur bardagi og rauk fiskurinn fram og til baka í hylnum. Þangað til að hann fór niður með straumnum og ég náði að háfa fiskinn í grynningunum. Þá kom þessi fiskur á land, fallegur 53 cm urriði, sem tók á flugu sem kölluð er Aldan. Það má segja að hún Ásta mín hafi algjörlega smitast af veiðidellunni eftir að hafa veitt þennan flotta urriða í Litlu Laxá,“ sagði Ómar Smári Óttarsson. Það er með ólíkindum hvað mörgum er illa við pöddur, hvaða nafni sem þær nefnast. Köngulær, geitungar, blaðlýs, ranabjöllur, humlur og svo ég tali nú ekki um snigla. Öll þessi dýr virðast í huga marga vera hræðileg óarga- kvikindi sem ekki mega sjást í görðum og hvað þá inni í húsum. Pöddunum skal útrýmt hvað sem það kostar. Á hverju einasta sumri leggst annars nokkuð rétthugsandi og heilbrigt fólk í hernað sem hefur að markmiði að drepa sem allra mest af pöddum hvar sem til þeirra næst, hvort sem það er innan eða utandyra. Öllum brögðum er beitt og ekkert eitur er svo eitrað að ekki megi nota það í baráttunni við þessa óværu. Þetta gerist þrátt fyrir að flestir viti að öll þessi dýr þjóni tilgangi í náttúrunni, hvort sem það er að frjóvga blóm eða vera fæða fyrir önnur dýr. Smádýrin sem spretta upp á sumrin laðast flest að plöntum og eru fylgidýr aukins áhuga á garð- rækt og hækkandi lofthita. Blóm og pöddur eru óaðskiljanleg og annað fæst ekki þrifist án hins. Pöddurnar frjóvga blómin og blómin eru fæða fyrir plönturnar. Einsleitt plöntuval í ræktun veldur því að ákveðnar tegundir padda fjölga sér mikið á skömm- um tíma enda framboð á fæðu mikið. Yfirleitt ganga þessi blómaskeið paddanna yfir á nokkrum vikum og plönturnar jafna sig í flestum tilfellum aftur. Humlur og ánamaðkar eru líklega allra gagnlegustu smádýrin sem finnast í garðinum. Ánamaðkar flýta rotnun og grafa göng í jarðveginum sem vatn og næringarefni streyma um. Fæstum er illa við ánamaðka enda fer lítið fyrir þeim og þeir sjást sjaldan nema í rigningu þegar þeir koma upp á yfirborðið til að drukkna ekki. Annað mál gildir um humlur og margir hreinlega hræddir við þær þótt sárasaklausar séu. Á Íslandi finnast fjórar eða fimm tegundir af humlum og ættum við að fagna hverri tegund. Víða um heim hefur býflugum fækkað gríðarlega og það mikið að til vandræða horfir í ávaxta- ræktun. Býflugur finnast ekki villtar á Íslandi og margir rugla þeim saman við humlur enda skyldar tegundir og sinna báðar frjóvgun blóma. Haldi býflugum áfram að fækka vegna notkunar á skordýraeitri er raunveruleg hætta á að margar ávaxtategundir hverfi af markaði. Af öllum smádýrum sem heimsækja garðinn eru stórir sniglar að öllu jöfnu óvinsælastir. Sniglar eru hægfara, draumleit og værukær dýr sem halda sig í skugganum og líður best í röku loftslagi. Þeim líkt og börnunum finnst jarðarber og ferskt salat gott og kunna sér ekki magamál kom- ist þeir í slíkt sælgæti. Þeir eru einnig sólgnir í bjór og hefur það orðið mörgum sniglum og mönn- um að falli. Séu sniglar skoðaðir nánar sést að þeir eru ótrúlegir og fal- legir þegar þeir líða áfram á kvið- lægum fætinum og teygja augn- fálmarana rannsakandi út í loftið. Ólíkar tegundir lifa á landi, í sjó og ferskvatni og þeir eru til með og án kuðungs. Sumar tegundir eru tvíkynja sem þýðir að hittist tveir sniglar undir salatinu geta þeir frjóvgað hvor annan eða sjálfan sig séu þeir einir á ferð. Pöddur eru æði. /VH Hræðslan við pöddur STEKKUR Allir veiðimenn eiga sér uppáhaldsveiðistað og Ómar Smári Óttarsson segir okkur frá sínum stað. „Já, Hraunsfjörðurinn er minn uppáhalds veiðistaður og ástæð- an er að ég hef lent í svo miklum ævintýrum þarna en hef líka farið fisklaus á erfiðum og leiðinlegum dögum. Það má eiginlega segja að ég hafi fengið fluguveiðiáhugann þarna þegar ég var í útilegu með mömmu og pabba, tja, svona 11 ára. Var þá byrjaður að hnýta flug- ur en átti ekki flugustöng. Ég man eftir því þegar ég var að horfa á fimm karla vera að veiða þarna og allir með fisk á í einu, fallegar sjóbleikjur sem voru að taka fluguna á krókinn. Hver veiðimaður var með 20 til 30 bleikjur en ég var ekki að ná neinu út af því að ég var ekki með flugustöng og átti ekki vöðlur heldur. En ég vildi fá allar græjur og bað um allt í jólagjöf, afmælisgjöf og sumargjöf og viti menn, ég fékk allar græjur sem ég þurfti. Svo kom loksins sumarið og ég var orðinn vel spenntur og græjaður upp og hlakkaði mikið til í að fara í Hraunsfjörðinn, það var í byrjun júlí. Síðan ég fór út í fjörðinn með fullt box af flugum og þurrflugur sem ég hafði hannað sjálfur. Hún var sett undir og tekin nokkur köst og búmm, það var á og fiskinum landað. Aftur var kastað og aftur og aftur var fiskur á, þetta var geggjað. Það var bleikja úti um allt og ég var nú ekki góður kastari en vá, ég hafði aldrei upplifað annað eins. Ég endaði með 50–60 bleikj- ur í þessum túr og allt var tekið á fluguna sem ég hannaði. Svo fékk pabbi flottan 9 punda lax í túrnum, þetta var bara æði. Þetta byrjaði allt þarna í Hraunsfirðinum á þessum fallega stað. Þetta er ástæðan fyrir því að Hraunsfjörðurinn er uppáhalds staðurinn minn og ég mæli með að allir ættu að prufa og sjá þennan fallega fjörð,“ sagði Ómar Smári um Hraunfjörðinn. Hraunsfjörðurinn er flottur staður Fékk stóran urriða á bleika veiðistöng Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Mynd / G.Bender Mynd / Ómar Þetta gekk bara vel í Leirársveitinni Axel Óskarsson með lax fyrir neðan Mynd / G.Bender Með tvær sleppitjarnir „Það gengur bara vel með seiðin en við erum með tvær sleppitjarnir, eina við Hvolsána og hina við Staðarhólsána,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson, formaður veiðifélags Hvolsár og Staðarhólsár í Dölum. Við hittum Þórarin fyrir fáum dögum við tjörnina við Hvolsána. „Það er gott að gera þetta bara sjálfir, en við erum að selja í ána og á veiða.is. Það gengur bara vel, mjög vel, þetta hefur verið svona fyrir- komulag í tvö ár hérna hjá okkur,“ sagði Þórarinn og hélt áfram að gefa seiðunum sem tóku vel fóðrið. Bændur við Miðá og Hörðudalsá í Dölum selja líka veiðileyfin sjálfir og gengur vel. Þórarinn Birgir Þórarinsson að gefa Mynd / G.Bender Í nógu að snúast „Já, við erum að opna Laxá í Dölum og það er gaman með fleiri veiðimönnum,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir. Það er í nógu að snúast hjá henni við að leigja hvert veiðisvæðið af öðru með eiginmanni sínum, Stefáni Sigurðssyni. „Það er alltaf eitthvað að gerast. Við vorum að leigja Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi fyrir fáum dögum, síðan hefur verið frábær gangur á Urriðafossinum. Frábær veiði dag eftir dag. Síðan tókum við Leirá og Skjálfandafljótið í vor, það er alltaf eitthvað,“ sagði Harpa. Hún var þá nýbúin að landa einum af fyrstu löxunum í Laxá í Dölum sem byrjar vel eins og fleiri veiðiár þetta sumarið. Harpa Hlín Þórðardóttir með einn af fyrstu löxunum í Laxá í Dölum þetta Mynd / G.Bender HLUNNINDI&VEIÐI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.