Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Nú hafa kynbótasýningar verið víða um land og margur glæsigripurinn hlotið dóm fyrir kosti og sköpulag. Ræktuninni fleygir hratt fram frá ári til árs og margir kostagripir koma fram á hverju ári. Þetta umstang ræktanda er mikil vinna og kostnaður sem fylgir því að keyra með hryssurnar sínar um allar koppa grundir á hverju vori undir þá stóðhesta sem heilla hverju sinni með vonina eina að leiðarljósi. Í örfáum tilfellum skilar þetta frábærum árangri og stjörnur fæðast sem gleðja hjörtu okkar sem njóta þess að horfa á íslenskan gæðing sem fer um fagurlega skapaður með fimi og fótaburði að unun er á að horfa. Þá er markmiðinu náð og stoltur ræktandinn er kóngur um stund. Og er þá minningin ljúf um það erfiði sem í var lagt. Ég er einn af þeim sem hef fylgst með kynbótadómum í áratugi. Eitt og annað við framkvæmdina hefur verið að trufla mig í gegnum árin. T.d. það að allar upplýsingar hvað varðar ættir hestsins eiganda og fyrri dómar liggja fyrir og eru sýnilegir dómurum á dómsdegi. Ég hefði viljað sjá þá breytingu að þegar hross mætir til dóms þá ætti það að vera með þeim hætti eins og ég vil orða það að hrossið mæti „óþekkt“ til dóms. Ef ég útskýri það aðeins nánar. Þá mundu engar upplýsingar liggja fyrir um hrossið hvorki ættir, fyrri dómar eða eigendasaga. Sem mundi betur tryggja það að hrossið fengi hlutlausari og réttlátari niðurstöðu. Ég hef horft upp á að hross sem mætir í dóm hlýtur jafnvel flestar tölur eins og síðasti dómur kvað á um. Þarna er verið að nota þann þægilega máta að brúka „copy paste“ aðferðina sem er ekki það sem er verið að óska eftir. Heldur er verið að biðja dómara um að dæma það sem þeir sjá þegar hrossið mætir til dóms á „dómsdegi“. En ekki það sem einhverjir aðrir sáu einhverjum árum áður. Það hlýtur að vera krafa ræktunarmanna að dómarar séu starfi sínu vaxnir og dæmi eftir eigin sannfæringu og þekkingu, sem hlýtur að þurfa að vera til staðar. Fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi. Dómari á að dæma það sem hann sér þegar hrossi er stillt upp í byggingardóm. Og þegar hestur er í braut fyrir dómi. Það er heldur klént að fara í þá þægilegu aðferðafræði að nota gamla dóma sem fyrirmynd sem einhverjir aðrir höfðu dæmt og metið, jafnvel einhverjum árum áður. Ég hef stöku sinnum fengið þá tilfinningu að það skipti máli hver sé ræktandinn og hverjar ættir hestsins eru. Þess vegna tel ég mikilvægt að hestur sem kemur til dóms hafi enga sögu skráða sem dómarar geti flett upp og farið eftir. Heldur hljóti það að vera krafa ræktanda að allir sitji við sama borð hvað þetta varðar og menn dæmi eftir eigin sannfæringu hverju sinni og dæmi augnablikið sem þeir sjá án þess að hafa forskrift til þess að fara eftir. Jafnvel væri hugsanlegur kostur að Bændasamtökin hefðu launað starfsfólk til þess að sinna því að stilla upp hrossum í byggingardóm. Sem hefur fram að þessu verið alfarið á hendi eigenda hrossanna og aðstandenda. Sem mundi þá útleggjast sem partur af greiðslu hesteigandans við sýningu hestsins. Mundi það enn frekar verða til þess að forða hagsmunaárekstrum sem hugsanlega geta átt sér stað við sýningu hestsins. Undirritaður er ekki með þessum skrifum að ætla neinum hlutdrægni í þessum efnum. En til þess að forðast megi það af fremsta megni að menn verði fyrir utanaðkomandi áhrifum með niðurstöðu, þá tel ég að ef unnið er með forskrift af þessu tagi mundu líkur til þess minnka til muna. Menn hafa klárlega misjafnar skoðanir á þessum málum eins og gengur. En hlutleysi hlýtur að skipta miklu máli þegar um svo mikið hagsmunamál er að ræða hjá þeim sem hlut eiga að máli. Þegar vel hefur legið á dómurum og stemning hefur verið góð höfum við í gegnum tíðina séð einkunnir sem hljóða upp á 10,0 fyrir ákveðna kosti hestsins. Að gefa 10,0 fyrir einhverja ákveðna kosti þýðir í mínum huga fullkomin frammistaða hests og knapa í gangtegundinni. Þá spyr ég. Hvenær er eitthvað fullkomið? Allt er þetta huglægt mat þessara manna sem á þetta horfa. Ég hefði viljað sjá að við breyttum einkunnaskalanum og gæfum (9,6 9,7 9,8 og 9,9) Einnig er hægt að hafa þetta litlu einfaldara og hafa skalann með tveimur einkunnum og gefa þessum afburðahrossum (9,7 eða 9,9 ) og þætti þá eftirsóknarvert að ná hrossum upp í þann skala. Og þá á sama tíma að spara 10,0 einkunnina og gefa hana í einstökum undantekningatilfellum þar sem um mjög einstök yfirburðahross er að ræða. (Þó svo að skoðun mín sé sú að ekki eigi að gefa einkunnina 10,0). Með því að auka rými skalans eftir einkunnina 9,5 er verið að skapa farveg í einkunnum fyrir afkastahross. Auðvitað er og verða einkunnir í hrossadómum alltaf huglægar og jafnvel stemning, veðurfar og ástand brautar á dómsdegi geta haft áhrif á lokaniðurstöðu dómara. Virðingafyllst, Einar Hjaltason Höfundur hefur stundað hrossarækt í litlum mæli að Gottorp í Vestur-Húnavatnssýslu um árabil. Skórnir sem hafa slegið í gegn! og fengið frábæra dóma. Baldvin og Þorvaldur, Selfossi Fjalli.is, netverslun Fóðurblandan, Egilsstöðum, Hvolsvelli, Hellu & Selfossi Kaupfélag Vestur Húnvetninga K.M. Þjónustan Búðardal KS verslunin Eyri, Sauðárkróki Hvolsvelli, Blönduósi & Borgarnesi Varahlutaverslun Björns, Hellu Verslunin Tákn, Húsavík Grubs Cityline reiðskórnir eru vatnsheldir, hlýjir og með harðri tá. Opið er víðara en á öðrum gerðum og er því auðvelt að smeygja sér í og úr. Grubs eru framleiddir úr mjúku náttúru- gúmmíi og klæddir með neopreni. VATNSHELDIR MJÚKIR OG ÞÆGILEGIR Cityline 12.900 Woodline 8.900 Midline 14.900 Um framtíðarstörf er að ræða Á búinu eru að jafnaði 240 mjólkandi kýr en heildarfjöldi gripa með kvígum og geldum kúm eru að jafnaði um 500. Flatey Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Húsnæði í boði. Umsóknum skal skilað til Birgis Freys Ragnarssonar, bússtjóra, á netfangið selbakki@sth.is. LESENDABÁS Hugleiðing hestamannsins Frá Landsmóti hestamanna á Hellu 2014. Mynd / HKr. Hætta á að heilsársbyggð leggist af í Árneshreppi Ef ekki verður gripið til rót- tækra aðgerða, er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af. Þetta eru skilaboð tveggja daga íbúaþings sem Árneshreppur, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun stóðu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi í júní síðastliðnum. Á þinginu ræddu íbúar og full- trúar þessara stofnana saman um framtíðina, möguleika og tæki- færi. Fyrirkomulag þingins var þannig að þátttakendur stungu upp á umræðuefnum og þannig endurspeglar þingið það sem helst brennur á íbúum. Brýnast að bæta samgöngur Brýnast er að bæta samgöngur, sérstaklega þjónustu yfir vetrar- tímann. Byggja þarf upp veginn yfir Veiðileysuháls og tiltölulega stutt jarðgöng milli Árnesdals og Reykjarfjarðar myndu gjörbreyta lífsskilyrðum íbúa og rjúfa ein- angrun yfir veturinn. Talsverðar vonir eru bundnar við tækifæri sem virkjun Hvalár gæti skapað, ekki aðeins til skemmri tíma heldur einnig að hún kynni að opna á nýja möguleika í atvinnuuppbyggingu. Lögðu þátttakendur mikla áherslu á framgang þessa máls þó svo að um það séu skiptar skoðanir meðal heimamanna, eins og fram kom á þinginu. Í orkumálum var einnig rætt um smávirkjanir og hitaveitu frá Krossnesi í Norðurfjörð, en með henni myndu opnast möguleikar á sjóbaðsaðstöðu þar, auk húshitun- ar. Þátttakendur veltu fyrir sér ýmsum leiðum til að efla þá atvinnustarfsemi sem þegar er til staðar. Festa þarf kvóta í byggð- inni, bæði í fiskveiðum og sauð- fjárrækt. Fram kom að búfjársamn- ingur er óhagstæður sauðfjárrækt í Árneshreppi, en hún er grunnurinn í landbúnaðinum og afar mikilvæg fyrir heilsársbyggð. Auðvelda þarf nýliðun. Rætt var um lífrænt vottað fé, en heimamenn hafa þó fyrst og fremst áhuga á aukinni vinnslu afurða í heimabyggð og upprunavottun. Tækifæri til frek- ari þróunar í ferðaþjónustu, felast meðal annars í sögu svæðisins og vetrarferðamennsku, en ekki síst í markaðssókn, með áherslu á kyrrð og tíma. Nefnd voru ný atvinnu- tækifæri, eins og vatnsútflutningur og fiskeldi og áhugi er á að kanna möguleika á hreindýrabúskap. Ákall til stjórnvalda Íbúaþingið í Árneshreppi er ákall til stjórnvalda, því stað- an er grafalvarleg. Íbúar kalla einnig eftir virkum stuðningi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Byggðastofnunar og lýstu áhuga á að sveitarstjórn staðfesti vilja til þátttöku í verkefni stofnunarinnar „Brothættar byggðir“. Árneshreppur hefur löngum verið markaðssettur undir slag- orðinu „Þar sem vegurinn endar“. Á íbúaþinginu ríkti von í hjörtum viðstaddra sem vilja sjá fyrir sér betri tíma og að í raun sé vegurinn að byrja, á vegferð til heillavæn- legrar framtíðar í Árneshreppi. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.