Bændablaðið - 06.07.2017, Side 41

Bændablaðið - 06.07.2017, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Norðurheimskautið hlýnar hratt sem veldur því að sífreri þiðnar. Sífreri (e. permafrost) er skilgreindur sem varanlega frosinn jarðvegur. Sífrera er að finna í jarðvegi út frá pólunum tveim og í fjallagörðum. Á norðurheimskautinu þekur sífreri um 23 milljón ferkílómetra eða um fjórðungur af norðurhveli jarðar en búist er við að syðri mörk hans færist mörg hundruð kílómetra til norðurs á þessari öld. Þegar sífrerajörð þiðnar losnar kolefni úr jarðveginum út í and- rúmsloftið. Nú er talið að allt að 67 milljarðar tonna af köfnunarefni sem hefur verið bundið í sífrera í þúsund- ir ára geti losnað sökum hlýnandi loftslags. Veldur það vísindamönn- um verulegum áhyggjum enda gæti það haft í för með sér keðjuverkandi stigvaxandi áhrif á losun gróðurhúsa- lofttegunda sem leiðir aftur til enn frekari hlýnunar jarðar. Samkvæmt nýútkominni grein í tímaritinu PNAS bætist áhrif frá losun hláturgass (N20) úr sífrera- jarðvegi ofan á aðra ógn vegna þiðnunarinnar. Þar sem sífrera- jarðvegur geymir gríðarlegt magn kolefnis sem áður hefur ekki verið aðgengilegt, getur niðurbrot lífrænna efna í þessum jarðvegi leitt til los- unar mikils magns af hláturgasi. Hláturgas mun hafa um 300 sinn- um skaðlegri áhrif á hlýnun jarðar en koltvísýringur (CO2) og því eru viðbrögð við þiðnandi sífrera afar aðkallandi. Áhrif sífrera er byrjað að gæta víða á Norðurslóðum, ekki aðeins vistfræðilega með breyttum umhverfisskilyrðum sökum hlýn- unar. Mannvirki og vegir á norður- hveli hafa orðið fyrir skemmdum og jafnvel hrunið vegna þiðnunar jarðvegsins. Þá hefur þiðnunin leyst miltisbrand úr læðingi sem hefur orðið mönnum að aldurtila. /ghp ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is FJÓRHJÓL ERU EKKI LEIKTÆKI BARNA Á síðustu árum hafa orðið mörg slys af völdum fjórhjó- la. Í flestum tilvikum eru þessi tæki án veltigrindar. Gæta skal varúðar við notkun fjórhjóla og ætíð nota tilskilinn hlífðarbúnað. Fjórhjól eru ekki leiktæki barna. UTAN ÚR HEIMI Ógnin eykst sem stafar af þiðnandi sífrera Norðurheimskautið geymir gífurlegt magn kolefnis sem gæti losnað út í andrúmsloftið vegna hlýnandi loftlags. Kortið sýnir umfang sífrera á norðurhveli jarðar og lífrænt kolefnisinnihald jarðvegsins í allt að 1 metra dýpi sam- kvæmt áætlun Northern Circumpolar Soil Carbon Database. og jarðvegur gefur sig. Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag. ...frá heilbrigði til hollustu Ákvörðun varðandi úthlutun á greiðslumarki staðfest Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru varðandi úthlutun á greiðslumarki í mjólk í febrúar sl. Í 10. gr. reglugerðar nr. 1150/2016 um stuðning í nautgriparækt segir að greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki sé 20. febrúar. Kærendur óskuðu eftir greiðslufresti sem Matvælastofnun hafnaði og upplýsti að ekki væri hægt að skrá kaupin. Þann 21. febrúar var gengið frá uppfærslu á greiðslumarki skv. reglugerðinni. Þann 23. febrúar kröfðust kærendur þess að fá afhent það greiðslumark sem til stóð að úthluta gegn greiðslu. Matvælastofnun hafnaði viðtöku greiðslunnar og vísað til þess að ekki hefði verið heimild til að veita greiðslufrest. Í kjölfarið var málið kært til ráðuneytisins. Í niðurstöðu ráðuneytisins segir að kærendur hafi ekki uppfyllt lögbundin skilyrði fyrir kaupum á innleystu greiðslumarki, sbr. 10. gr. reglugerðarinnar. Ráðuneytið taldi sjónarmið um meðalhóf ekki eiga við enda hefði Matvælastofnun ekkert svigrúm til að veita greiðslufrest skv. reglugerðinni. Þá taldi ráðuneytið að jafnræði aðila hefði verið gætt. Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna greiðslu frá kæranda fyrir greiðslumark mjólkur var því staðfest. Kæling matvæla eftir eldun Árlega standa Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laganna fyrir sameiginlegum eftirlits verkefnum. Verkefnin standa yfir í afmarkaðan tíma og er þá lögð áhersla á ákveðið, afmarkað málefni. Að þessu sinni var sjónum beint að kælingu mat- væla eftir eldun en ónóg og/eða of hæg kæling matvæla eftir eldun er ein meginorsök matarborinna sjúkdóma. Sjö heilbrigðiseftirlitssvæði auk Matvælastofnunar tóku þátt í eftirlitsverkefninu. Verkefnið skiptist í tvennt: 1. Eftirlitsmenn heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvæla- stofnunar heimsóttu 26 fyrirtæki og öfluðu upplýsinga um hvernig matvælaframleiðendur, full- eða hálf eldaðra rétta, standa að kælingunni. 2. Matvælastofnun og heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaganna gerðu könnun á því hve meðvitaðir matvælaframleiðendur eru um þær hættur, sem leynst geta í framleiðsluvörunum og hvern- ig þeir tryggi öryggi matvæl- anna, en veigamikill þáttur í því að tryggja öryggi matvæla er að standa rétt að kælingu eftir eldun. Könnunin var gerð meðal 40 fyrirtækja, þ.m.t. fyr- irtækin 26 sem heimsótt voru sbr. tölulið 1. Niðurstöður úr heimsóknum voru þær að í 25 fyrirtækjum af 26, sem heimsótt voru, var það mat eftirlitsmanns að rétt væri staðið að kælingu matvæla. Niðurstöður könnunar sýna að framleiðendur eru nokkuð meðvitaðir um nauðsyn kælingar og hvernig tryggja megi öryggi matvælanna. Flestir þátttakendur töldu helstu hættu vegna framleiðsluferilsins, þar sem matvæli eru kæld eftir eldun, vera sjúkdómsvaldandi örverur. Rúmur fjórðungur svarenda taldi enga hættu fylgja framleiðsluferlinu, mögulega vegna þeirra öryggisráðstafana sem gerðar eru. Flestir framleiðendur sögðust hafa skilgreint verklag við kælinguna en aðeins tæpur helmingur var með verklagið skriflegt. Flestir gerðu sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja framleiðsluferlinu og telja öryggi matvælanna tryggt með þeirri kæliaðferð sem notuð er.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.