Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 12

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efna nú til hugmyndasamkeppni meðal almennings um matarrétti undir titlinum „Þjóðlegir réttir á okkar veg – ertu með?“ Tilgangurinn er að fagna margbreytileika matargerðar okkar og heiðra matarhefðir landsmanna. Keppnin stendur til 1. maí næstkomandi og mega allir taka þátt óháð aldri. Hægt er að lesa nánar um samkeppnina og skrá hugmynd eða uppskrift á www.mataraudur.is. Hugmyndin er að virkja almenning til að senda inn hugmyndir að máltíðum eða viðbiti sem þeir vilja geta keypt vítt og breitt um landið. Einnig að skapa eftirspurn eftir öðruvísi íslenskum réttum en við eigum að venjast þegar við ferðumst um landið. Erlendir ferðamenn munu að sjálfsögðu njóta góðs af. Hugmyndir og eða uppskriftir Það má senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir, í gömlum eða nýjum búningi. Það er skilningur þeirra sem að þessari hugmyndasamkeppni standa að þjóðlegir réttir spretti alltaf upp úr íslensku hráefni. Sérstaklega verður tekið tillit til þess ef saga á bak við réttinn fylgir með. Samhliða þessu átaki er fólki boðið að skrá matarminningar sínar og hægt er að gera það á mataraudur.is. Uppskriftir á að senda inn í gegnum þar til gert form á vefsíðu Matarauðs Íslands. Valdir verða 15 réttir úr innsendum uppskriftum sem nemendur og kennarar við Hótel- og matvælaskólann útfæra og elda fyrir dómnefnd 3. og 4. maí. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir og fyrir þá verða veitt verðlaun. Úrval uppskrifta og hugmynda verða birtar á vef Matarauðs Íslands 11. maí og þar verður hægt að líka við hugmyndirnar og deila á samfélagsmiðlum. #þjóðlegirréttir Úrslit og vinningshafar verða kynnt 25. maí og þar mun sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra afhenda verðlaun. Á matseðlum veitingahúsa víða um land Veitingahús í kringum landið eru í samstarfi við Matarauð Íslands og munu velja einn af þeim 15 réttum, sem komast í undanúrslit, á matseðilinn sinn í sumar. Verður sigurréttunum fylgt eftir af Sigurði Daða Friðrikssyni, fagstjóra matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum sem heimsækir veitingastaði sem ætla að bjóða upp á einhvern af réttunum. Hluti af ímynd lands og þjóðar „Matarhefð er stór hluti af ímynd lands og þjóðar enda speglar hún menningu okkar og sögu. En þjóðlegir réttir eru ekki síður hluti af nútímanum, bragðbættir og innblásnir af samtímanum. Við erum því að leita að þjóðlegum réttum í nýjum og gömlum búningi. Aðaluppistaðan í réttunum verður að vera íslenskt,“ segir Brynja Laxdal, verkefnisstjóri hjá Matarauði Íslands. Draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar Megintilgangur Matarauðs Íslands er annars vegar að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar til að auka þá hlutdeild í heildarímynd Íslands og auka með því þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Hins vegar að styrkja matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun. Að leiðarljósi er stefna stjórnvalda, matvælastefna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samvinna atvinnugreina. Sjávarútvegs- og landbúnaðar ráðherra er ábyrgur gagnvart fjárhagsramma verkefnisins og tekur endanlegar ákvarðanir um fjárhagsáætlun og aðrar fjárveitingar út frá tillögum verkefnastjórnar. Í verkefnastjórn sitja Þórir Hrafnsson, settur formaður og Baldvin Jónsson fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins, Hanna Dóra Hólm Másdóttir fyrir samgöngu- og sveita- stjórnar ráðuneytið og Ásborg Ósk Arnþórsdóttir fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Verkefna- stjóri er Brynja Laxdal. sem ákveður starfs- og fjárhagsáætlun með samþykki verkefnastjórnar. Horft til góðrar reynslu Svía Hjá Matarauði Íslands er horft til reynslu annarra þjóða sem sýnir að hægt er að ná verulegum ávinningi þegar stjórnvöld styðja uppbyggingu ákveðinna atvinnugreina. Sem dæmi má nefna að verkefnin í Svíþjóð, sem hófust árið 2009 undir heitinu „Matlandet Sverige og Try Swedish“, hafa falið í sér margþættan ávinning. Þar má nefna fjölgun starfa í veitingageiranum, aukna verslun með sænska matvöru, styrkingu byggða í héruðum sem byggja á hefðbundinni sænskri matvælaframleiðslu, aukinn útflutning og bætt viðhorf umheimsins til Svíþjóðar sem framleiðsluland hreinna og góðra matvæla. Var þetta fyrirbæri m.a. kynnt af Anne-Marie (Ami) Hovstadius á ráðstefnu Matarlandsins Ísland í Bændahöllinni 2014. Þjóðlegir réttir á okkar veg – ertu með? Hugmyndasamkeppni meðal almennings um þjóðlega rétti FRÉTTIR Karlakór Hveragerðis ásamt stjórnanda sínum, Örlygi Atla Guðmundssyni. Mynd / Guðmundur Erlingsson Fyrstu vortónleikar Karlakórs Hveragerðis Laugardaginn 28. apríl kl. 16.00 fara fram fyrstu vortón- leikar Karlakórs Hveragerðis í Hveragerðiskirkju. Kórinn sem er rétt að verða tveggja ára var stofnaður haustið 2016. Stjórnandi og undirleikari er Örlygur Atli Guðmundsson. Um 30 karlar úr Hveragerði, Ölfusi og Selfossi æfa að jafnaði með kórn- um þar sem léttleikinn er í fyrir- rúmi enda öll lög kórsins létt og skemmtileg. Á vortónleikunum koma Bassadætur fram með kórnum en það eru systurnar Dagný Halla og Unnur Birna Björnsdætur, búsett- ar í Hveragerði. Gleðimennirnir Jón Magnús Jónsson og Ólafur M. Magnússon mun einnig koma fram og syngja nokkur lög með undirleikara sínum, Arnhildi Valgarðsdóttur. Jón og Ólafur munu líka syngja nokkur lög með kórn- um sem gestasöngvarar. Pétur Nói Stefánsson, 14 ára stórefnilegur tón- listarmaður í Hveragerði, mun leika undir á píanó í laginu Hraustir menn með kórnum. Einsöngvarar úr röðum kórsins verða þeir Arnar Gísli Sæmundsson og Erlendur Eiríksson. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 krónur, frítt er fyrir 12 ára og yngri. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur með bréfi frá 10. apríl síðastliðnum samþykkt endurskoðaða verðskrá fyrir dóma á kynbótahrossum. Sýningargjöld verða fyrir fullan dóm 24.600 kr. m/vsk og að auki er innheimt WorldFengs gjald og er því heildarverð 26.000 kr. Fyrir sköpulags/reiðdóm er verðið 19.100 kr. m/vsk en heildarverð með WorldFeng gjaldi 20.500 kr. Verðskráin tekur þegar gildi. Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framleiðslu: Framreiðslunemarnir fengu gull og matreiðslunemarnir silfur Um síðustu helgi var Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu haldin í Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn. Íslensku keppendurnir náðu frábærum árangri; framreiðslunemarnir unnu og fengu gullverðlaun og matreiðslunemarnir silfur. Íslensku framreiðslunemarnir eru Sigurður Borgar Ólafsson á Radisson Blu Hótel Sögu og Axel Árni Herbertsson á LAVA, Bláa Lóninu. Þjálfari þeirra var Tinna Óðinsdóttir. Í matreiðslukeppninni tóku þátt fyrir Íslands hönd þeir Steinbjörn Björnsson, frá Hörpu, og Hinrik Lárusson á Radisson Blu Hótel Sögu. Þjálfari þeirra var Georg Arnar Halldórsson. Keppni nema 23 ára og yngri Keppendur í Norrænu nema- keppninni eru 23 ára og yngri og koma frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Stóð keppnin yfir báða dagana og þurftu nemarnir að leysa fjölbreytt verkefni og þreyta fagpróf. Látið var reyna á vínþekkingu framreiðslunemanna, keppt var í fyrirskurði, að uppdekka borð og borðskreytingar, að para vín við matseðla, blanda hanastél auk mismunandi framreiðsluaðferða og faglegri framreiðslu. Matreiðslunemarnir elduðu sígilda aspassúpu, lystauka, réttinn Amuse-bouches úr nautaskanka og Jerúsalem-ætiþistlum og heitan grænmetisrétt. Framleiðslu- og matreiðslu- nemarnir unnu saman á laugar- deginum; teymin fengu svokallaða leyndarkörfu, þar sem ekki er vitað um hráefnið, og áttu svo að útbúa fimm rétta máltíð úr því í sameiningu. Hráefnið var kjúklingur, kjúklingalifur, bleikja, humar, möndlur, hvítt súkkulaði og rabarbari. /smh Axel Árni Herbertsson. Sigurður Borgar Ólafsson. Steinbjörn Björnsson og Hinrik Lárusson. Myndir / MOTIV, Jón Svavarsson

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.