Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 14

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 FRÉTTIR Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is KLEFAR Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. HILLUR fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! HLUNNINDI&VEIÐI „Það hefur verið þannig að mestu laxveiðiár Íslandssögunnar eru þau er enda á tölunni átta,“ segir Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. „Þannig má nefna árin 1978, 1988 og 2008. Þannig við skulum vona að þessi tíu ára hringur haldi áfram og við fáum fantagott sumar. Mér finnst við eiga það inni. En eins og segir er ég hóflega bjartsýnn, en ég bíð eftir því að norðausturhornið taki við sér, og ár líkt og Hofsá, Selá og Hafralónsá skili góðum afla. Það er kominn tími á Austurlandið að mér finnst. Það verður þó ákaflega spennandi að fylgjast með Vesturlandinu. Seiðasleppingar í flestar árnar heyra nú sögunni til, og nú þarf að sjá hver raunveruleg framleiðslugeta ánna er. Ég er ákaflega ánægður með þá þróun og að árnar séu með öllu sjálfbærar. Til að svo megi vera þurfa veiðiréttarhafar og leigutakar að huga að sínum og tryggja að nægilega stór hrygningarstofn sé til staðar. Stofnar stórlaxa hafa einnig verið á uppleið, en því miður hefur það verið smálaxinn sem hefur verið að klikka undanfarin ár og það kemur niður á veiðitölunum og veiðinni síðla sumars. Eins hefur laxinn verið að mæta fyrr, sem hefur gert það að verkum að veiðitíminn hefur verið færður framar í þó nokkrum ám. Vonandi verður áframhald á því.“ Gott á Norður- og Austurlandi, í meðallagi syðra „Til að draga þetta saman þá spái ég góðri smálaxagengd á Norður- og Austurlandi og meðalveiði í ánum hér sunnan heiða sem byggist í bland á smálaxi og ágætum stórlaxagöngum snemmsumars.“ Blikur á lofti og hræsni í umræðum Haraldur er ekkert sérlega ánægður með stöðuna á veiðileyfamarkaði. „Mér finnst markaðurinn vera erfiður. Úti í heimi kvarta veiðimenn sáran yfir sterkri krónu, og það verður að segjast eins og er að þessar eilífu sveiflur á gjaldmiðlinum eru ekki beint að hjálpa okkur sem erum með stærstan hluta af veiðileyfaveltunni erlendis. Að sama skapi er innanlandsmarkaðurinn ákaflega erfiður og ekki hjálpar til hækkandi verð ofan í stöðu krónunnar.“ – Hvað veldur? „Ég tel þetta að hluta til vera ímyndarvandamál. Gott dæmi er fyrirtækjamarkaðurinn sem mjög hefur dregist saman. Nú er það orðið bannorð að fara í laxveiði og það jaðrar við atvinnuróg hvernig farið er fram í fjölmiðlum. Sem dæmi eru lífeyrissjóðir orðnir stórir eigendur í atvinnulífinu og hjá þeim er algengt að bannað sé að þiggja laxveiðiferðir. Á sama tíma er farið í golf- og fótboltaferðir erlendis án þess að nokkuð þyki fréttnæmt í þeim efnum. Þetta jaðrar við hræsni í mínum bókum. Eins hafa forsvarsmenn sjókvía- eldis hérlendis farið hart fram í að sverta orðspor íþróttarinnar. Þessi norsku fyrirtæki eru með eitt stykki fyrrverandi forseta Alþingis á spenanum sem hefur verið nokkuð duglegur í þeim efnum ásamt meðreiðarsveinum sínum í pólitíkinni á Vestfjörðum. Þá helst til að breiða yfir þann skaða sem þeir sjálfir eru að valda á náttúrunni og lífríkinu. Ég vil sjá landeigendur og þá sem þiggja arð af stangaveiði láta vel í sér heyra þegar kemur að þessum málaflokki. Yfir 50% atvinnutekna í landbúnaði á Vesturlandi koma frá stangaveiðimönnum og það að þessari mikilvægu tekjulind sé ógnað með þessum hætti er einfaldlega ekki bjóðandi.“ Varmá við Hveragerði: Fyrsti fiskurinn kominn á land – Halldór Gunnarsson í spjalli um sumarið Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com „Ég er hóflega bjartsýnn á laxveiðina“ – segir Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa um komandi sumar Það var nokkuð líflegt í opnuninni í Varmá, en Flugubúllubræður, Steinþór og Halldór, voru mættir í opnunina til að ná úr sér mesta veiðihrollinum, og það gekk eftir að fá að taka í sporð. Fyrsti fiskurinn var kominn á land rétt um klukkan 9. Sá var rúmlega 70 cm birtingur og voru það Bakkarnir sem voru að gefa vel. „Þetta var virkilega skemmtilegur dagur, fiskur um allt og allir að fá flotta fiska,“ segja Steinþór og Halldór. „Árið er að fara vel af stað,“ segir Sigurður, þriðji Flugubúllubróðirinn, íbygginn. „Ef fram heldur sem horfir verður þetta svakalega skemmtilegt í sumar. Helstu áhyggjurnar eru kannski vatnsleysi þegar kemur fram á sumarið. En við biðjum bara til æðri máttarvalda og mætum því sem koma skal með jákvæðni. Flugubúllan, sem var búin að eiga sitt aðsetur á netinu undanfarin ár, opnaði nýja verslun í desember 2017 í Kópavogi, en Flugubúlluna stofnuðu æskufélagarnir Steinþór, Halldór, og Sigurður árið 2016,“ segir Halldór um leið og hann dregur inn fluguna þegar sumarið er að rétt að byrja. Fyrsti veiðitúrinn er í fullum gangi, það skiptir öllu. Við kveðjum þá félaga, fiskurinn vakir og tekur fluguna. Það er toppurinn. Sjóbirtingsveiðin hefur gengið vel síðan hún byrjaði og margir flottir fiskar veiðst. En líklega hafa veiðst yfir 2.000 fiskar víða og margir vel vænir. Veiðisumarið lofar bara góðu. Mynd / G.Bender Úlfar ævintýranna á Sólheimum Það er hefð fyrir því að Leikfélag Sólheima frumsýni á sumardaginn fyrsta. Á því var engin breyting í ár og var frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, Úlfar ævintýranna. Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Hallbjörn V. Rúnarsson, forstöðuþroskaþjálfi á Sólheimum. Í Úlfari ævintýranna eru sett saman fjögur þekkt ævintýri, Rauðhetta, Grísirnir þrír, Sætabrauðsdrengurinn og Úlfur Úlfur. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Sýnt verður í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Næstu sýningar eru 28. apríl klukkan 16.00, 29. apríl klukkan 14.00 og lokasýning verður 1. maí klukkan 14.00 Miðasalan er í síma 847 5323 www.solheimar.is. Verslunin Vala verður opin á sýningardögum frá 14.00–17.00 Verið hjartanlega velkomin og njótið.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.