Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 17

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Grýtubakkahreppur hefur auglýst eftir aðilum sem áhuga hafa á að bjóða upp á heilsárs ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Til að styðja við heilsárs ferðaþjónustu eru einnig auglýst samhliða takmörkuð afnot af landi sveitarfélagsins til þyrluskíðamennsku frá hausti 2021. Afnotarétturinn nær til jarðanna Þönglabakka, Láturs, Keflavíkur, Hóls í Þorgeirsfirði, Botns, Kaðalstaða, Gils, Kussungsstaða, Grenivíkur, Hvamms 1, en þó ekki ræktarlands þessara jarða. Einnig á sveitarfélagið jörðina Svínárnes að hálfu. Hinir áhugasömu skulu skila inn ítarlegum hugmyndum um áætlanir sínar um uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og áætlaðan fjölda starfa sem kunna að verða til þar vegna þeirrar uppbyggingar. Einnig upplýsingum um reynslu og þekkingu af ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri auk upplýsinga um reynslu og þekkingu af þyrluskíðamennsku. Að auki áætlanir um kynningu og markaðsstarf svæðisins í heild sem valkost í ferðaþjónustu, bæði hér á landi og erlendis. Þess er óskað að auk áðurnefndra upplýsinga verði eftir atvikum lögð fram gögn er varða fjármögnun verkefna og annað sem máli kann að skipta varðandi mat á því hvort þær hugmyndir sem fram verða settar séu raunhæfar og líklegt að þær gangi eftir. Stefnt er að því að gefa þeim aðilum sem lýsa yfir áhuga sínum, tækifæri til þess að kynna hugmyndir sínar fyrir sveitarstjórn, áður en ákvörðun verður tekin um samstarfsaðila. Frestur til þess að skila inn upplýsingum er til 4. maí 2018. /MÞÞ Grýtubakkahreppur leitar eftir samstarfsaðilum: Vill uppbyggingu heilsárs ferðaþjónustu á svæðinu FRÉTTIR Grenivík. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.