Bændablaðið - 26.04.2018, Page 20

Bændablaðið - 26.04.2018, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Loftmengun og svifryk er oft í umræðunni, sér í lagi á þurrum logndögum á höfuðborgarsvæðinu. Af umræð- unni mætti ætla að útblástur frá bílum sé höfuðorsök allrar mengunar og svifryks. Rannsóknir sýna að orsaka svifryksmengunar virðist þó miklu fremur að leita í sliti á vegum ásamt sóðaskap og litlum þrifum á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Svifryk getur samkvæmt rannsóknum verið mjög hættulegt heilsu manna og er beinlínis lífshættulegt fyrir þá sem eru veikir fyrir. Það er því afar mikilvægt að komið sé í veg fyrir að óhreinindi og ryk safnist upp í gatnakerfinu. Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um vegryk kemur t.d. skýrt fram mikilvægi hreinsunar á götum til að draga úr svifryksmengun. Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun tók þetta einmitt fyrir í M.Sc ritgerð sinni í umhverfisverkfræði við Umhverfis- og byggingaverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands 2007. Stendur ritgerðin í meginatriðum enn vel fyrir sínu þó vissulega hafi mikið vatn runnið til sjávar síðan. Vandinn vegna svifryksmengunar í höfuðborginni virðist þó lítið hafa breyst, nema kannski til hins verra, ef marka má mælingar Umhverfisstofnunar. Í ritgerð Þorsteins er vísað til fyrri rannsókna og þar segir m.a. að mælingar á loftgæðum hafi verið gerðar í Reykjavík allar götur frá 1986. Fyrst var mælt við Miklatorg, en frá 1994 hefur verið mælt við Grensásveg. Árið 2002 var svo bætt við mælistöð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Ljóst er að samspil saltnotkunar, umhleypinga í veðurfari og notkunar nagladekkja hafa mikil áhrif á slit á malbiki. Það eru engin séríslensk sannindi, því sama vandamál er m.a. þekkt hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Götur í Reykjavík geta verið blautar og í saltpækli vikum saman yfir veturinn. Stór hluti efnis sem slitnar þeytist undan hjólbörðum af því svæði sem bílarnir aka á. Það sest svo niður út í vegkanti, á umferðareyjum og sumt endar í niðurföllum. Þegar göturnar þorna þyrlast rykið svo upp. Verklag við sópun skiptir miklu máli Sjálfur segist Þorsteinn ítrekað hafa lagt að borgaryfirvöldum og Vegagerðinni að hreinsa götur meira en gert er til að draga úr svifryki. Hann segir þó ekki sama hvernig staðið sé að hreinsun. Verklag og tækjabúnaður við sópun skipti þar miklu máli Þegar sópað sé þurfi að skola fína rykið af götunum um leið. Þegar götur séu illa þrifnar og mikið af ryki safnast upp á götunum sé vissulega mögulegt að nota rykbindiefni til að koma í veg fyrir að það þyrlist upp á stilltum þurrviðrisdögum á vetrum. Það sé allavega betra en að fólk andi rykinu að sér. Hefur Þorsteinn m.a. bent á þetta í fyrirlestrum og nefnt sem dæmi að rykbinding sé mikið notuð í Noregi, Svíþjóð og í Finnlandi á þeim tímum sem erfitt er að þrífa göturnar. Veturinn 2014 til 2015 hafi t.d. verið rykbundið allt að 90 sinnum á stofnbrautum í Stokkhólmi. Þá bendir hann á að mestu svifryksgöturnar í Reykjavík séu þjóðvegir í þéttbýli, eða svokallaðir stofnvegir. Gera verði þá kröfu á Vegagerðina að lágmarka umhverfisáhrif þeirra gatna. Það ætti líka að vera hluti af vetrarviðhaldi í þéttbýli. Stofnvegir í þéttbýli á forræði Vegagerðarinnar Samkvæmt gögnum Vegagerðar- innar eru stofnvegir hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til stofnvega teljast vegir sem tengja saman byggðir landsins. Við það vegakerfi sem þannig fæst skal tengja þéttbýlisstaði með um það bil 100 íbúa eða fleiri. Til stofnvega teljast einnig umferðarmestu vegir sem tengja saman sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Einnig vegir á hálendinu sem mikilvægir eru fyrir flutninga og ferðaþjónustu. Þar sem stofnvegur endar í þéttbýli skal hann ná að fyrstu þvergötu sem tilheyrir gatnakerfi þéttbýlisins og enda þar. Þó er heimilt að láta stofnveg ná til flugvallar og hafnar sem mikilvæg eru fyrir ferðaþjónustu og flutninga. Þannig hefur Vegagerðin umsjón með allri Miklubrautinni í Reykjavík, Hringbraut og alla leið út á Seltjarnarnes. Því fylgir líka ábyrgð á gatnahreinsun og þrifum. Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir að fjárskortur hafi hamlað öllu viðhaldi vega á landinu öllu í fjölmörg ár og uppsafnaður vandi sé því mikill. Þá hafi of lítill gaumur verið gefinn að því að veita auknu fé í hreinsun gatna til að koma í veg fyrir svifryksmyndun. Þó sé reynt að þrífa stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu þrisvar til fjórum sinnum á ári. Ólíkar rannsóknir með svipaða niðurstöðu Þorsteinn vísar í ritgerð sinni í tvær rannsóknir sem gerðar voru til að kanna uppruna svifryks í Reykjavík. Sú fyrri var eftir Ylfu Thordarson og kom úr árið 2000. Þar reyndi á samanburð á ýmsum mælistöðum á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Út frá þessu setti hún upp athyglisverðar og sláandi tölur um uppruna svifryks í Reykjavík. Samkvæmt þeim var niðurstaðan þessi: Þáttur útblásturs 10–15% (12,5)* Þáttur sjávarseltu 20% Þáttur landryks 20–30% (25%)* Þáttur vegslits 35–50% (42,5%)* Þremur árum seinna kom út skýrsla nokkurra sérfræðinga á FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Salt Bremsur Malbik Aska Jarðvegur Sót Óþrifnar götur í höfuðborginni. Rykið á Miklubrautinni þyrlast upp undan bílaumferðinni og verður að svifryki sem fólk andar síðan að sér. Mynd / Glæra úr fyrirlestri ÞJ Rafeindasmásjármynd af óhreinindum af Miklubraut í Reykjavik. Öll korn á i svifryk. Orðið „ryk“ hljómar frekar sakleysislega. Sé horft a myndina koma korn sem óæskilegt er að anda að sér. Mynd / ÞJ. Ólíkar rannsóknir á liðnum árum um uppruna hættulegs svifryks á höfuðborgarsvæðinu sýna sömu niðurstöðu: Slit á götum, óþrif og sóðaskapur virðist vera meginorsök svifryks í Reykjavík – Ryk sem verður til vegna vegslits, landfoks og salts safnast upp vegna lítilla þrifa á gatnakerfinu og þyrlast á þurrum dögum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.