Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Aspas, eða spergill, er stundum
kallað grænmeti aristókratans
enda var það í miklu uppáhaldi hjá
háaðlinum í Evrópu á fimmtándu
og sextándu öld. Plantan þótti
allt í senn bragðgóð, læknandi og
lostavekjandi.
Samkvæmt áætlun FAOSTAD
var heimsframleiðsla á aspas árið
2016 rétt rúm 8,7 milljón tonn og að
hann sé ræktaður á um 170 þúsund
hekturum lands.
Tíu lönd sem framleiddu mest
af aspas árið 2016: Kína tæp 7,7
milljón tonn, Perú, um 380 þúsund
tonn, Mexíkó, tæp 217 þúsund
tonn, Þýskaland, 120 þúsund tonn,
Spánn, tæp 60 þúsund tonn, Ítalía,
44 þúsund tonn, Bandaríki Norður-
Ameríku, 32 þúsund tonn, Japan,
29 þúsund tonn, Taíland, 25 tonn
og Frakkland, tæp 21 þúsund tonn.
Ræktun á aspas hefur aukist jafnt
og þétt og er áætlað að hún verði
rúmlega 10 milljón tonn á heimsvísu
fyrir árið 2030.
Bandaríki Norður-Ameríku
eru stærsti innflytjandi aspas í
heiminum og fluttu inn tæp 190
þúsund tonn árið 2016. Í öðru sæti
er Evrópusambandið sem heild sem
flutti inn um 100 þúsund tonn sama
ár og síðan Kanada í því þriðja sem
flutti inn rétt rúm 20 þúsund tonn
2016.
Samkvæmt tölum á vef Hagstofu
Íslands voru flutt inn rúm 733 tonn
af ferskum aspas til Íslands árið
2017 og þar af rúm 445 tonn frá
Perú. Auk þess er talsvert flutt inn
af niðursoðnum aspas í dósum og
glerkrukkum eða þá frystur.
Ættkvíslin aspas
Hátt í 300 tegundir plantna
tilheyra ættkvíslinni Asparagus.
Flestar eru fjölærar, sígrænar og
vaxa sem undirgróður, smárunnar
eða klifurjurtir. Útbreiðslusvæði
ættkvíslarinnar er stórt, allt frá
hitabeltinu upp í Himalajafjöll og
til eyðimarka og sjá fuglar að mestu
um dreifingu fræjanna.
Þekktustu plönturnar innan
ættkvíslarinnar eru skógarháar, A.
densilorus og A. setaceus, sem eru
blaðfalleg stofustáss hér á landi og
A. offisinalis sem við þekkjum sem
aspas eða spergil.
Gömul nytjajurt
Sá aspas sem við þekkjum best sem
matjurt kallast stundum garðaaspas
og er skipt í tvær undirtegundir,
A, officinalis sp. officinalis og A.
officinalis sp. prostratus.
Óvissa ríkir um upprunaleg
heimkynni garðaaspas en í dag
finnst hann víða sem villiplanta í
Evrópu, norðanverðri Afríku og
vestanverðri Asíu. Undirtegundin
A. officinalis sp. prostratus sem
er smágerðari og lágvaxnari en A,
officinalis sp. officinalis er að mestu
bundin við Evrópu vestanverða frá
Spáni til Írlands, Bretlandseyja og
norðurhéraða Þýskalands.
Garðaspergill er fjölær planta
sem getur við bestu skilyrðin náð
eins til eins og hálfs metra hæð.
Stönglarnir, sem nýttir eru til matar,
vaxa upp af forðarót og geta margir
HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Heimsframleiðsla á aspas árið 2016 er rétt rúm 8,7 milljón tonn og hann er ræktaður á um 170 þúsund hekturum lands.
Fjólublár 'Violetto d' Albenga', hvítur og grænn aspas.
Madame de Pompadour, uppáhaldsástkona Loðvíks 15., kallaði efsta hluta
spergla ástartoppa.