Bændablaðið - 26.04.2018, Side 43

Bændablaðið - 26.04.2018, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegur 6 | 113 Reykjavík 534 6050 | merkur@merkur.is | www.merkur.is Í ALLAR STÆRÐIR OG TEGUNDIR BELTAVÉLA KEÐJUR Á BELTAVÉLAR HLIÐARDRIF BELTASTREKKJARAR FRAMHJÓL RÚLLUR TANNHJÓL GÚMMÍBELTI Grettir Ásmundarson 1018–1027 og Þórir óbyggðabóndi Grettissaga mun rituð nærri alda- mótunum 1300 og er höfundur að líkindum úr Húnavatnssýslu. Segir hún frá útlaganum Gretti, þar með ferðum hans og dvalarstöðum. Samkvæmt sögunni dvelst Grettir við Fiskivötn á Arnarvatnsheiði á árunum 1018-1021. Í þá tíð og lengi síðan var fjölfarið um Heiðina milli Húnaþings og Borgarfjarðar. Því er ólíklegt að Grettir, þótt afreksmaður væri, hefði getað haldist þar við svo lengi, því margir vildu hann feigan. Mér hefur dottið í hug að í reynd hafi Grettir leynst við önnur Fiskivötn, þ.e. Fiskivötn á Landmannaafrétti; höf- undur sögunnar hafi heyrt frásagnir um veru Grettis við Fiskivötn en þar sem höfundur var af Norðvesturlandi hafi hann einungis þekkt Fiskivötn á Arnarvatnsheiði og því ætlað þau vera dvalarstað Grettis. Í annan stað segir sagan og frá ferð Grettis í Þórisdal sem þeir Vestlendingar töldu vera í Geitlandsjökli (sem gengur til vest- urs frá Langjökli) og hafa fræðimenn ársett dvöl hans þar 1024-1025. Segir þar að fyrir dalnum hafi ráðið þurs er Þórir hét. Nú má spyrja hvort hér sé ekki kominn Þórir sá sem Þórisvatn, Þóristindur og Þóristungur eru við kenndar? Öll er lýsingin á dalnum ævintýra- og þjóðsagnakennd. Þar segir m.a. að á lítil hafi fallið eftir dalnum, sléttar eyrar báðum megin, fagrar hlíðar grasi vaxnar og smá- kjarr. Margt sauðfé átti Þórir í daln- um. Lýsing þessi á ekkert skylt við það sem seinni tíma menn hafa ætlað og nefnt Þórisdal, en gæti næstum smellpassað við Þóristungur vestan Veiðivatna. Þóristungur eru einstak- lega gott sauðfjárland, Kaldakvísl fellur eftir þeim og eru eyrar á stöku stað meðfram henni. Mislágar hæðir eru þar næstum allt um kring og hafa þær verið kjarri vaxnar á þessum tíma. Þá segir í sögu Grettis að hann hafi komið að Bræðratungu í Biskupstungum til ættarvinarins Þórhalls Ásgrímssonar. Þórhallur tók honum vel, en þar kom að hann vildi Gretti á brott. Þórhalli er vel lýst í öðrum heimildum og er næsta víst að þegar hann vildi ekki hafa Gretti lengur á heimili sínu, hafi hann reynt að vísa honum á annan stað til dvalar. Hafi einhver Þórir þá búið í Þóristungum, þá gat Þórhallur haft nægar spurnir af honum vegna tengsla sinna við- fólk í Rangárþingi. Þórhalla systir hans hafði verið tengdadóttir Njáls á Bergþórshvoli og hafði Þórhallur dval- ið þar á bæ um skeið. Fleiri tengsl átti Þórhallur við fólk austan Þjórsár því Helga Þorgeirsdóttir húsfreyja í Odda var náfrænka hans. Þótt vel félli á með Gretti og fjölskyldu Þóris þá eirði hann þar ekki nema einn vetur. Kannski var hin raunverulega ástæða fyrir brottför Grettis þaðan sú að kvisast hafði út um verustað hans (?) og þeir Þórir talið hyggilegast að hann færði sig um set vegna hugsanlegrar heimsóknar þeirra sem sátu um líf hans. Þá segir í sögunni: „Síðan fór hann suður um land og svo til Austfjarða …. Hvergi fékk hann vist né veru“ Hér er hálfgerð glompa í sögunni (á árunum 1025- 1027) og því líkast sem höfundur viti ekki hvernig hann eigi að fylla upp í þá eyðu, eiginlega varla fyrr en Grettir hefur vetursetu í Bárðardal haustið 1027. Hafi Grettir dvalið í Þóristungum, þá hefur hann örugglega kannað landið umhverfis og leitað fyrir sér um fylgsni innar í óbyggðum um. Þá hefði hann séð hversu gott var að leyn- ast í Snjóöldufjallgarði við Stórasjó og hafði afl til að hlaða veggi Hreysisins. Hann hefði séð að þarna var gott til vista; nægur fiskur í vötnum, fugl til að fanga og hvannarætur. Sauðkind gat hann fundið á afréttum og jafn séður maður og hann gat laumast til byggða og náð sér þar í taminn hest og leitt hann þangað innúr til afsláttar. Tilgátan um veru Grettis á Þóristungum og í Hreysinu er skemmtileg, hún gæti verið rétt en hafa ber í huga að hún gæti líka verið röng. Nöfnin Þórir og Fiskivötn styðja tilgátuna. Varla hefur það verið á færi annarra en garpa að búa þarna í Hreysinu í vetrarbyljum og frosthörk- um. Hafi Grettir búið þar, þá dvaldi hann þar ekki einn. Náttúrufegurð þykir mikil við vötnin. Elsa Vilmundardóttir jarðfræðingur lýsir því svo: „Náttúra Veiðivatna á sér enga hliðstæðu á jörðinni eftir því sem ég best veit, ekki einu sinni á Íslandi, sem þó er mjög auðugt af eld- gosamyndunum.“ Mynd / HKr. Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær - Sími: 480-0030 sala@burstagerdin.is - www.burstagerdin.is Hringburstar og burstakefli Burstar á lager í flestar gerðir sópa Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Réttu græjurnar! Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði. Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg! Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Fyrir börnin Í skotveiðina Bluetooth Áföst á hjálmi Hefðbundin Fyrir samskipti

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.