Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 44

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Vaxandi þörf er á eflingu fag þekk- ing ar við uppbyggingu og náttúru- vernd á ferða manna stöðum, enda hafa margar af helstu náttúru - perlum okkar skemmst vegna ágangs ferðamanna. Land búnaðar- háskólinn og Land græðsla ríkisins hafa því ákveðið að efna til nám- skeiðaraðar um uppbyggingu og náttúruvernd á ferðamannastöðum. Ljóst er að gríðarlega miklar framkvæmdir við lagfæringar og uppbyggingu standa fyrir dyrum. Það skiptir því öllu að rétt sé staðið að verki. Þó að hér sem erlendis séu ýmiss konar námskeið og -brautir í boði sem snúa að landvörslu og ferða- mennsku, þá hefur enn sem komið er ekki verið byggt upp heildstætt nám sem getur undirbúið beint þá sem hyggjast taka að sér slík ver- kefni, hvort sem um er að ræða verktaka eða umsjónafólk ferða- mannastaða. Til að bæta úr þessu, ákvað Landgræðsla ríkisins að taka þátt í ASCENT, sem er evrópskt sam- starfs verkefni um eflingu fagþekk- ingar í náttúruvernd. ASCENT er hluti af norðurslóðaáætlun Evrópu- sam bandsins. Ein af afurðum verkefnisins er að þróa námskeiðaröð þar sem farið er yfir helstu þætti er varða upp- byggingu og náttúruvernd á ferða- mannastöðum. Var í framhaldinu ákveðið að efna til samstarfs við Endurmenntun LbhÍ sem halda mun utan um framkvæmd námskeiðanna og mögulega þróa sérstaka náms- braut í framhaldinu. Færri komust á fyrsta námskeiðið en vildu Námskeiðin verða fimm talsins og eru ætluð verktökum, ráðgjöfum, umsjónaraðilum ferðamannastaða ásamt öðrum sem áhuga hafa á. Fyrsta námskeiðið fór fram dagana 5. og 6. apríl og komust mun færri að en vildu. Á nám- skeiðinu voru kennd undirstöðu- atriði í hefðbundnu handverki í torf- og grjóthleðslum, en slíkar aðferðir gagnast í víðu samhengi á mörgum ferðamannastöðum, en í nýrri landsáætlun um upp- byggingu innviða á ferðamanna- stöðum er eindregið mælt með því að nýta náttúruleg og stað- bundin efni við mannvirkjagerð á ferðamannastöðum. Þetta er líka í fullkomnu samræmi við óskir ferðamanna sem fram komu í nýlegri viðhorfskönnun ASCENT verkefnisins. Undirstöðuatriði í göngustígagerð í haust Stefnt er að því að halda áfram með þróun námskeiðanna og strax næsta haust verður í boði námskeið þar sem undirstöðuatriði í göngustígagerð verða kynnt. Kennarar á námskeiðinu verða innlendir sérfræðingar í bland við erlenda. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á námskeið um endurheimt staðargróðurs og í lokin er fyrirhugað að halda námskeið um stefnumótun, hönnun og stjórnun ferðamannastaða í samvinnu við helstu sérfræðinga á því sviði. Örn Þór Halldórsson Landgræðsla ríkisins AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Námskeiðaröð um uppbyggingu og náttúruvernd á ferðamannastöðum Vísir að vegg. Grjótið valið. Myndir / Örn Þór Halldórsson Hér kemur torf og grjót í stað steypu. Klömbrur skornar til. Snidda stungin. Náttúrulegur bekkur.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.