Bændablaðið - 26.04.2018, Page 45

Bændablaðið - 26.04.2018, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 NBÍ ehf, nautastöðin á Hesti í Borgarfirði auglýsir laust til umsóknar starf fjósameistara - nautahirðis. Laust er til umsóknar starf nautahirðis við NBÍ efh., nautastöðina á Hesti í Borgarfirði. Starfið felst í fóðrun og daglegri umhirðu ungkálfa og nauta, vinnu við sæðistöku, dagleg þrif, viðhald, umsjón með sæðisbirgðum, afgreiðslu á sæði, rekstrarvörum og köfnunarefni, sækja kálfa til bænda, umsjón og þrif á lóð stöðvarinnar svo og ýmsum fleiri verkþáttum. Vinnuskylda er á helgum og hátíðum, á móti öðrum starfsmönnum stöðvarinnar. Við leitum að áhugasömum og drífandi starfsmanni, konu eða karli, sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. Reynsla í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsækjendur skulu hafa lokið búfræðiprófi og hafa auk þess reynslu í búfjárrækt og búfjárhirðingu. Vinnuvélaréttindi eru kostur. Skriflegum umsóknum, ásamt ferilskrá og meðmælum, skal skila til: NBÍ ehf, Hesti, 311 Borgarnes eða á tölvupóstinn: bull@emax.is. Hægt er að senda fyrirspurn á sama netfang en upplýsingar eru ekki veittar í gegnum síma. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf ekki síðar en 1. ágúst. FJÓSAMEISTARI  NAUTAHIRÐIR Um er að ræða jörð á afar fallegum stað í Breiðdal ásamt góðu íbúðarhúsi, sumarhúsi, hesthúsi og hlöðu. Eign sem býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verið starfrækt ferðaþjónusta þar sem boðið er upp á hestaferðir með leiðsögn við afar góðan orðstír og gistingu í sumarhúsi. Eigninni geta fylgt u.þ.b. 45 hross, öll reiðtygi og tilheyrandi klæðnaður ásamt lítið notaðri dráttarvél. Einnig getur allt innbú í sumarhúsi fylgt. Jörðin er talin vera nærri 900 hektarar og ræktað land er skráð 21,4 hektarar. Mögulegt er að rækta töluvert meira. Eigninni fylgir veiðiréttur í Breiðdalsá og arður af hreindýraveiði. Stefnt er að lagningu ljósleiðara á næstu misserum. Eignin stendur í 26 km fjarlægð frá Breiðdalsvík og 54 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500/615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is Eignatorg kynnir: Lögbýlið Höskuldsstaði, Breiðdalshreppi, landnr. 158968 Eigum enn þá nokkur hús úr síðustu sendingu af þessum frábæru stálgrindarhúsum á hagstæðum verðum. Það sem til er: √ 1 stk. 60 fm á 2,98 millj. kr. + vsk. √ 1 stk. 84 fm á 3,5 millj. kr. + vsk. √ 1 stk. 112 fm á 4,3millj. kr. + vsk. Verðin innifela aðaluppdrætti, sökkul- og burðarþolsteikningar. Einnig eru nokkur af þessum vönduðu grill húsum (47 mm nótað og alheflað) til á lager. Þau eru eru sexhyrnd og tæpir 12 fm. Verð: 718 þús. kr. + vsk. Nánari upplýsingar í síma 862-8810 eða hjá grs@sparenergihus.dk STÁLGRINDAR- OG GRILLHÚS TIL SÖLU

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.