Bændablaðið - 26.04.2018, Side 46

Bændablaðið - 26.04.2018, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Nýlega komst upp um danskan kjötsala sem hefur selt framleiðslu sína sem afurðir af grísum sem velferðargrís þrátt fyrir að um hefðbundið grísaeldi væri að ræða. Á skömmum tíma hefur komist upp um tvö kjötmisferli í Danmörku. Í febrúar síðastliðinn komst upp að kjötsalinn Genz Kød hafi selt mikið magn af suður-amerísku nautakjöti sem innlenda framleiðslu. Nú hefur komið í ljós að sami kjötsali hefur verið að selja veitingahúsum í Kaupmannahöfn mörg tonn af grísakjöti sem kjöt af svokölluðum velferðargrísum, þrátt fyrir að um hefðbundið eldi hafi verið að ræða. Velferðargrís eru þeir grísir sem sagðir eru njóta betri umönnunar en grís í hefðbundnu eldi og margir eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir í nafni dýravelferðar. Matvælaeftirlit Danmerkur hefur farið fram á að Genz Kød viðurkenni svindlið og að málið verði rannsakað sem sakamál. /VH Hið árlega fagþing nautgripa- ræktarinnar í Danmörku var haldið um þarsíðustu mánaðamót og fer hér þriðji hluti umfjöllunar um „Kvægkongres“ eins og fagþingið heitir á dönsku. Líkt og undanfarin ár var haldin tveggja daga ráðstefna samhliða aðalfundi kúabænda og var ráðstefnan með 11 ólíkar málstofur. Heldur hér áfram umfjöllun um þessar málstofur. 4. Kjötkálfaeldi Í Danmörku er eldi á nautkálfum frá kúabúum í mjólkurframleiðslu stór búgrein og undantekningarlítið eru kúabændur í mjólkurframleiðslu ekki með naut í eldi heldur selja kálfana á þar til gerð bú sem eru sérhæfð í nautaeldi. Í málstofnunni voru haldin 6 erindi og þar sem þessi búgrein er með sitt eigið búgreinafélag var aðalfundur félagsins einnig haldinn í málstofunni og fjölluðu þrjú erindanna um stefnumörkun og innri málefni greinarinnar. Eitt erindið snéri að smitvörnum enda töluverð hætta á smiti á svona búum, þar sem þau kaupa oftast kálfa frá mörgum kúabúum. Þá fjallaði eitt erindi um sölu beint frá býli. Kúabændurnir Gert og Pia ala árlega 1.400 nautkálfa til slátrunar og selja hluta þeirra beint og hafa þau komið á fót sérstöku vörumerki sem þau kalla „Langelandskalven“ með tilvísun til þess staðar sem bú þeirra er á. Í stuttu máli sagt þá sögðu þau að kostirnir við þessa litlu hliðarbúgrein með nautaeldinu vera að hún skapar góða ímynd og gefur góða tengingu við neytendur, en ókostirnir væru að erfitt væri að selja allt fallið og að danskir bændur yrðu seint efnaðir á því að selja kjötið með þessum hætti. Þá fjallaði annað erindi um áhugaverða tilraun sem gerð var á Holstein kálfum eftir mjólkurfóðrunartímabilið, en hún gekk út á að bera saman vöxt og rekstrarafkomu við mismunandi fóðrun: eingöngu orkumikið heilfóður, eingöngu kjarnfóður eða blöndu af kjarnfóðri og orkuminna heilfóðri. Í ljós kom að varðandi vöxtinn skipti það ekki máli hvaða fóðurtegund nautin fengu, en afkomulega séð skilaði blanda af kjarnfóðri og orkuminna heilfóðri lægstum heildarkostnaði á hvert kíló í vexti. 5. Holdanautarækt Holdanautabúskapur er stór búgrein í Danmörku og var í þessari málstofu haldin fimm erindi og jafnframt, þar sem búgreinin er með sitt eigið búgreinafélag, var aðalfundur þess haldinn samhliða. Flest erindin snéru fyrst og fremst að dönskum aðstæðum en eitt þeirra á þó einnig vel við hér á landi en það flutti ráðunauturinn Finn Strudsholm frá SEGES en hann fjallaði um alþjóðlegar rannsóknir á holdanautum og kom hann víða við í erindi sínu. Víða lúta áherslur að því að draga úr kolefnisfótspori framleiðslunnar en sem kunnugt er hefur búgreinin töluverð umhverfisáhrif og vinna vísindamenn að því að leita lausna og hefur náðst góður árangur, með kynbótum, að draga úr þessum áhrifum gripanna. Þá hafa kynbótafræðingar lagt aukna áherslu á mjólkurframleiðslu kúnna, svo kálfarnir vaxi hraðar og leggja fræðingarnir töluverða áherslu á að bændur endurnýi örar nú en áður. Yngri kýr eru betur fallnar til mjólkurframleiðslu en eldri kýr, vegna kynbótanna, og munar hjá mörgum kynjum 1 kílói mjólkur á dag að jafnaði á milli ungra kúa og gamalla en reikna má með því að hvert auka kíló mjólkur hjá kúnum skili 60 gramma vaxtarauka hjá kálfunum! Þannig nefndi Finn að ef kýrin mjólkar t.d. fjórum kílóum meira á dag skilar það sér sem 48 kílóa þyngri kálfi þegar hann er 200 daga gamall! 6. Fóðrið Fóðurkostnaður er langstærsti útgjaldaliður kúabúa og því skiptir gríðarlega miklu máli að horfa á alla þætti í tengslum við fóðrun kúnna svo ná megi aukinni hagkvæmni í reksturinn. Þess má geta að í stefnumörkun dönsku bændasamtakanna fyrir nautgriparæktina hefur stefnan verið sett á að árið 2020 eigi árleg aukning heimaaflaðs fóðurs að vera 2%, að næringarefnatap gróffóðurs frá geymslustað til fóðrunar. Það verði að hámarki 5% og að árið 2020 eigi 75% allra kúabænda landsins að þekkja af nákvæmni framleiðslukostnað mjólkurinnar á búi sínu! Metnaðarfullt og verður áhugavert að fylgjast með því hvort þessi markmið í stefnunni nái fram að ganga. Í þessari málstofu danska fag- þingsins voru annars haldin átta erindi og snéru sum þeirra að sérhæfðum dönskum aðstæðum og eiga því ekki við hér á landi. Nokkur eiga þó beint erindi til íslenskra kúabænda. Þar á meðal erindi landsráðunautarins Niels Kongó: Sex landverðir drepnir Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er stærsta og jafnframt eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn, sem er sá elsti í Afríku, er einnig sá hættulegasti í heimi. Fyrr í þessum mánuði voru sex landverðir drepnir við vörslu í garðinum en alls hafa 170 landverðir verið drepnir þar af veiðiþjófum á síðustu 20 árum. Verndun fjallagórillunnar í Virunga-þjóðgarðinum er sagt vera eitt hættulegasta umhverfis- verndarverkefni í heimi um þess- ar mundir. Þjóðgarðurinn er um 7.800 ferkílómertar að stærð og gæsla í honum vandasöm og erfið. Landverðir sem fara um svæðið geta verið sambandslausir við umheiminn svo dögum skiptir og veiðiþjófar, ólöglegir skógarhöggsmenn og upp- reisnarhópar þar víða að verki. Þrátt fyrir mannfall í Virunga- þjóðgarðinum hefur tekist þokkalega upp með verndun fjallagórillunnar og henni fjölgað úr 300 í 1000 frá árinu 1997. /VH Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Fjallagórillur drepnar af veiðiþjófum í Virunga-þjóðgarðinum í Kongó. Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær 480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is Cleanfix HS770 sópurinn hentar bæði inni og úti. Fyrir bílaplön, bílageymslur, íþróttasvæði, o.fl. Vinnslubreidd 77 cm Stillanlegur hliðarbursti 32L tankur Verð: 83.824 kr. Sumartilboð* 71.250 kr Handknúinn sópur *Tilboðsverð gildir úr apríl 2018 og á meðan birgðir endast Kúabændurnir Gert og Pia, sem ala árlega 1.400 nautkálfa til slátrunar, töluðu á fagþinginu um reynslu sína af sölu hluta framleiðslunnar beint frá býli. Myndir / SAGES Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2018 – þriðji hluti: Moðið á að vera svo til eins og upphaflega heilfóðrið! Svínakjötsskandall í Danmörku Sala á grísakjöti undir fölskum formerkjum skekur danskan svínakjötsmarkað.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.