Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Jakob Pálsson er fæddur og
uppalinn á Hamri og tók við rekstri
sauðfjárbúsins 1997 af foreldrum
sínum, Páli Jakobssyni og Guðrúnu
Jónu Jónsdóttur, sem voru þá einnig
með kúabú.
Býli: Hamar.
Staðsett í sveit: Barðaströnd á
sunnanverðum Vestfjörðum.
Ábúendur: Jakob Pálsson og Guðný
Matthíasdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á
bænum búa sjö manns, 3 kynslóðir.
Páll Jakobsson og Guðrún Jóna
Jónsdóttir, Jakob Pálsson, aðalbóndinn
og Guðný Matthíasdóttir ásamt
þremur börnum, Páli Kristni, 19 ára,
er í skóla í Reykjavík, Ólafi Sölva, 17
ára, og Steinunni Rún, 14 ára.
Gæludýr eru kötturinn Styrmir,
tíkin Fífa og fjórar kanínur.
Stærð jarðar? Ræktað land 15
hektarar og nógur úthagi og beitiland.
Gerð bús? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir? 210
kindur, 7 hrútar, 16 hænur og 3
hanar. Auglýsi hér með tvo hana sem
annars verða étnir.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hluti af deginum fer í að keyra
yngsta barnið í og úr skóla á
Patreksfjörð og síðan farið í
fjárhúsin og deginum eytt í
hefðbundin störf á bænum.
Tvisvar í viku vinnur bóndinn í
fiskeldi hjá Svenna í Vatnsfirði.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Sauðburður er alltaf
skemmtilegastur og leiðinlegast er
þegar vélarnar bila í miðjum hey-
skap.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ef
staða sauðfjárbænda lagast þá verður
áframhald á búskap og jafnvel aukið
við.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Mikið er rætt
og sett fram sem er gott en það þarf
mikla vinnu til að laga kjör bænda.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Landbúnaðarafurðir frá Íslandi munu
verða mjög eftirsóttar vegna hrein-
leikans í framtíðinni. Við þurfum að
gera út á það.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Hreinlega í öllu sem hægt er að rækta
og framleiða.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólkurvörur, egg og pylsur.
Hver er vinsælasti maturinn
á heimilinu? Hefðbundin
sunnudagssteik, lambalæri
með brúnuðum kartöflum og
rabarbarasultu.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar gelmingur bar
þremur lömbum var sérstakt og svo
þegar bóndinn stakk sig á nagla í
stíuhlera og fékk slæma blóðeitrun
og lá í viku á sjúkrahúsi yfir
háannatímann í fjárragi.
Hér er uppskrift að bökuðum fiski
með stökkri og kryddaðri áferð –
með muldum fræjum. Hægt er að
nota þorsk eða löngu til dæmis.
Avócadosósan fullkomnar réttinn.
Avókadó- og tartarsósa
› 1 þroskaður avókadó
› ¼ bolli (60 ml) majónes
› 2 msk. (30 ml) saxað kóríander
› 1 tsk. (5 ml) rifinn hvítlaukur
› 2 msk. (30 ml) ferskur limesafi
› 1 til 2 msk. (15 til 30 ml) fínt saxað
jalapeño eða chili
› Salt
Bakaður fiskur
› 1 msk. (25 g) graskersfræ
› 1/8 tsk. (1 g) chiliduft
› 4 tsk. (2 g) salt
› 1/8 tsk. (1 g) pipar
› 2 msk. (30 ml), um ólífuolía
› 4 hvít fiskflök eða stykki, hver
skammtur um 175 g
Aðferð
1. Taktu avókadókjötið úr með
skeið, setjið í skál og blandið
með gaffli þar til það hefur
fengið rjómalagaða áferð
með smáum bitum. Hrærið
majónesinu saman við,
kóríander, lime-berkinum,
lime-safanum og einni matskeið
jalapeño eða chili. Smakkaðu
til og kryddaðu með salti og
meira chili eftir smekk eða eins
og þú vilt (en hafðu í huga að
bragðið verður sterkara þegar
sósan fær að standa í kæli).
Setjið plastfilmu yfir og kælið
í að minnsta kosti 30 mínútur,
eða í allt að einn dag.
2. Hitið ofninn í 230 gráður. Hitið
ofnhelda pönnu.
3. Blandið graskersfræjum, chili-
dufti, salti og pipar saman í litlu
mortéli eða matvinnsluvél – og
hakkið saman, þó ekki það
mikið að það verði að dufti.
Bætið við einni matskeið (15
ml) af olíu og hrærið saman.
Bættu meiri olíu við ef þess
þarf.
4. Skolið fiskinn og þerrið.
Setjið roðhliðina niður á
pönnu. Kryddið með fræ- og
kryddblöndunni.
5. Bakaðu í 7 til 10 mínútur, eða
þar til flakið er fallega brúnt og
fiskurinn eldaður.
6. Framreiðið með bökuðu
graskeri eða meðlæti að eigin
vali.
Caprese-salat með Parmaskinku
Þegar sumarið er á leiðinni kemur
Caprese-salat með Parmaskinku
manni í sumarskapið.
› 500 g mozzarella-ostur
› 3 stórir tómatar (má nota litla
kokteiltómata)
› 50 g Parmaskinka (skorið)
› 3 msk. ólífuolía
› 1 búnt ferskt basil
› 1/4 tsk. flögusalt
› 1/8 tsk. svartur pipar
1. Þvoið tómatana og sneiðið í
þykkar sneiðar. Þeir eru bestir
skornir í að minnsta kosti
0,5 cm ca þykkar sneiðar. Þú
getur fjarlægt kjarnann úr til
að koma í veg fyrir að salatið
verði með of mikinn vökva.
2. Losið vatnið af mozzarella-
ostinum. Skerið mozzarella-
-ostinn í sneiðar með um það
bil sömu þykkt og tómatarnir.
3. Raðið lagskipt tómötum og
mozzarellaosti í sneiðar. Ef
þú vilt getur þú einnig bætt við
sneiðum af Parmaskinku. Það
getur þó verið góð hugmynd að
halda Parmaskinkunni aðskildri
ef einhverjir gestir vilja ekki
borða hráskinku.
4. Stráið ólífuolíu yfir tómatana,
mozzarellaostinn og Parma-
skinkuna. Rífið hluta af ferskum
basilblöðum ofan á fatið. Saltið
og piprið eftir smekk.
5. Látið fatið eða diskinn standa í
um það bil 15 mínútur áður en
þið framreiðið.
MATARKRÓKURINN
Bjarni Gunnar Kristinsson
Matreiðslumeistari
Hamar
Bakaður fiskur með avókadó- og tartarsósu