Bændablaðið - 26.04.2018, Page 54

Bændablaðið - 26.04.2018, Page 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 201854 LESENDABÁS Úrgangur, sorp – vandamál eða verðmæti? Víða í heiminum eru sköpuð verðmæti úr sorpi og lífrænum úrgangi, í staðinn fyrir kostnaðarsama förgun eða eyðingu úrgangs. Hvati þessara skrifa eru frétt- ir um að urðunarstaðurinn í Stekkjavík við Blönduós sótti um undanþágu til urðunar á slátur- úrgangi og umhverfisráðherra taldi að ekki ætti að gefa frekari undanþágur til þess. Víða í heiminum eru sköpuð verðmæti úr sorpi og lífrænum úrgangi, í staðinn fyrir kostnaðar- sama förgun eða eyðingu úrgangs. Urðun aukaafurða við kjöt- framleiðslu tíðkast hvergi á Vesturlöndum og yfirleitt ekki í Asíu heldur. Til dæmis voru aukaafurðir, frá kjötframleiðslu í Sádi-Arabíu, urð- aðar fram til um 2006–2007 en þá var það endanlega bannað, þó hafa þeir landflæmi þar sem óbyggilegt er í tugi eða hundruð kílómetra. Þar að auki er vöntun á próteini í heiminum, svo valið á milli þess að gera verðmæta afurð úr kjötafurð- um og að menga jörðina með urðun þess er ekki sérstaklega erfitt. Húsasorp er víðast nú sorterað og plast skilið frá, þannig má framleiða lífgas, í tönkum, úr lífræna hlutanum, þetta er arðbær framleiðsla. Í Danmörku er keyptur lífmassi frá Noregi til lífgas- framleiðslu. Rekstrartölur þeirrar vinnslu þekkir undirritaður ekki en lífgasframleiðsla hefur verið í Danmörku frá árinu 1920. Þörf er fyrir prótín í heiminum Skortur er á sauðfjárprótín-mjöli og fitu til framleiðslu á gæludýrafóðri. Því er það sóun á góðu hráefni að urða eða gera moltu úr sláturafurðum sauðfjár. Í Stekkjavík við Blönduós voru urðuð 4.100 tonn af aukaafurðum frá kjötframleiðslu á síðasta ári. Molta á Akureyri tók á móti rúmum 8.000 tonnum af aukaafurðum kjötframleiðslu á síðasta ári til moltugerðar. Samkvæmt heimild frá sauðfjár- mjöls- og fituframleiðslu á Nýja- Sjálandi eru afurðirnar verðmætt efni í gæludýrafóðurframleiðslu. Að sögn prótínmjölskaupmanns í Hollandi er verðmæti lambamjöls 700–750 € fyrir tonn. Lambafita er heldur ódýrari eða á 500–550 € tonnið. Á Norðurlandi er slátrað á milli 300.000 og 400.000 sauðfjár á ári, óvíst er hvað mikið af hverri sauðkind getur farið til kjötmjölsframleiðslu, en hér er áætlað að það sé um 8–12 kg af hverri kind. Það þýðir að aukaafurðir eru um 2.400 til 4.800 tonn á ári. Mjölnýting hráefnisins er um 25% eða frá 600–1.200 tonn á ári. Fitunýting er um 12,5% af hráefni, eða um 300–600 tonn á ári. Afurðaverðmæti á bilinu 68–142 miljónir króna Urðunargjald á Norðurlandi er 12 kr. á kíló. Ef reiknað er með að það gjald haldist óbreytt er fram- leiðslukostnaður á mjöli og fitu (þ.e. samanlagður fastur kostnaður og breytilegur) um það bil 3.400 kr. á hráefnistonn eða á bilinu 8–10,7 milljónir á ári fyrir ofan- greint magn. Þannig er afurðaverðmæti ofan- greinds magns af sauðfjár-auka- afurðum fyrir skatt og afskriftir (EBITA á útlensku) á bilinu 68–142 miljónir króna. Þessi verðmæti eru urðuð á hverju ári á Norðurlandi. Við þetta bætist verðmæti auka- afurða frá hrossum og nautgripum, en þau eru verðminni en sauðfjár- afurðir. Ef áætlað er að af þeim rúmum 12.000 tonnum sem til falla hjá Moltu á Akureyri og í Stekkjavík séu 8.000 tonn sem uppfylla áhættuflokk 3, það er af gæludýrafóðursgæðum, eru áætluð afurðaverðmæti (EBITA) þess magns um 220–230 milljónir á ári. Birgir Karl Finnbogason sérfræðingur í kjötmjöls- og fiskimjölsframleiðslu. Palmse PT5750 vélaflutningavagn Burðargeta 16 tonn Kr. 1.990.000.- án vsk Palmse PT150 sturtuvagn Burðargeta 13 tonn Kr. 1.395.000.- án vsk Palmse rúlluvagn Burðargeta 14 tonn. Lengd 9.22 m Kr. 1.590.000.- án vsk Robus Hardox malarvagn Burðargeta 19 tonn. Kr. 3.190.000.- án vsk Palmse 190 sturtuvagn Burðargeta 15 tonn. (með lágum skjólborðum) Kr. 1.980.000.- án vsk Palmse rúlluvagn Með niðurfellanlegum hliðum. Lengd 9.22 m Kr. 1.980.000.- án vsk Palmse vagnar á Akureyri og Suðurlandi Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is 2006-2016 www.bbl.is www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI VANDAÐIR KROSSAR ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI Á ÞÍNUM BÆ? GOTT ÚRVAL AF ÖRYGGISHLÍFUM - HAGSTÆTT VERÐ HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR OG KÚPLINGAR ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? ER BARNIÐ ÖRUGGT Á ÞÍNU BÚI? Börn eiga ekki að leika sér í dráttarvélum eða í kringum þær. Það getur reynst lífs- hættulegur leikur. Landbúnaðurinn er frábrugðinn mörgum öðrum atvinnugreinum að því leyti að býlið er jafnframt heimili fjölskyldunnar. Þannig er vinnustaður bóndans oft á tíðum leikvöllur barnanna á sama tíma. Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.