Bændablaðið - 05.12.2019, Síða 6

Bændablaðið - 05.12.2019, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 20196 Þjóðmálaumræða dagsins er stundum ofsafengin. Eitt mál verður ráðandi og það eru „allir“ að tala um það og hafa á því skoðanir, þrátt fyrir að hafa ekkert kynnt sér það nema kannski með lestri fyrirsagna eða stöðuuppfærslna á samfélagsmiðlum. Sú umræða verður alltaf grunn og stend- ur stutt yfir því að á morgun kemur nýtt hneyksli og hitt gleymist. Öfgarnar eru líka meiri. Einhvern tíma var sagt að „kurteisi kostar ekkert“ og það er enn staðreynd í huga þess sem þetta ritar, en stundum er upplifunin sú að ekki sé hlustað á neitt nema öfgakenndan og svarthvítan málflutning, kryddaðan uppnefn- um eða ásökunum. Það er sannarlega miður, því þannig leysum við engin mál. Við stöndum bara í endalausri störu- eða öskurkeppni, án þess að takast nokkurn tíma að ræða málin af yfirvegun. Til dæmis er oft sagt frá slæmu ástandi í heilbrigðisþjónustunni; fjársvelti, biðlistum, hallarekstri, uppsögnum og ýmsum öðrum vandkvæðum. Við gætum líka rætt að við gerum sífellt kröfu um dýrari og betri þjón- ustu auk tilsvarandi lyfja. Við fáum hingað sífellt fleiri ferðamenn sem þurfa líka heil- brigðisþjónustu. Auk þess hefur legið fyrir í áratugi að eldri borgurum, sem eðli málsins samkvæmt þurfa meiri þjónustu, er að fjölga hlutfallslega á meðan að fjöldi þeirra sem er á vinnualdri stendur í stað. Það fæst ekki mikil umræða hvernig við ætlum að leysa það. Þurfa notendur að borga meira eða ætlum við að gera það saman með hærri sköttum? Þarna vantar samhengi í umræðuna. Ábyrg neysla og minni sóun Það er vaxandi umræða um loftslagsvána. Það er risavaxið verkefni sem verður ekki leyst nema með því að við leggjum öll eitthvað fram til lausnar, stundum ábyrgari neyslu og sóum minna. Við þurfum líka að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að réttlæta það fyrir hratt vaxandi fjölda samborgara okkar í veröldinni að þeir fái ekki aðgang að sömu lífskjörum og við höfum notið í áratugi, vegna þess að plánetan okkar ræður ekki við það. Á sama tíma einblína aðrir á að lausnin felist í að moka ofan í skurði í gömlum framræstum mýrum, henda svo skóflunni aftur fyrir sig og halda áfram óbreyttri hegðun. Við gætum líka rætt hvað það var sem raunverulega breyttist við iðnbyltinguna. Að við fundum leiðir til að dæla og grafa upp milljóna ára gamalt kolefni og sleppa því út í andrúmsloftið á brotabrotabroti af myndunartíma þess. Það gjörbylti lífskjörum okkar og breytti heiminum svo sannarlega, en nú höfum við ekki lengur svigrúm til að halda áfram á þeirri braut. Hvernig ætlum við að leysa úr því og hvernig á að fæða sífellt fleiri munna á sama tíma? Á aðeins einum og hálfum sólarhring fjölgar íbúum heimsins um alla íbúatölu Íslands – allt árið um kring. Þarna vantar lausnir og það hratt, en það vantar líka samhengi í umræðuna. Á matur að vera sem ódýrastur? Við getum líka spurt okkur hvernig við viljum hafa okkar eigin matvælaframleiðslu. Sjávarútvegurinn okkar er sterkur alþjóðlega og flytur út matvæli í miklu magni á hverjum einasta degi. Í landbúnaðinum eigum við mörg sóknarfæri en aukinn innflutningur á búvörum hefur letjandi áhrif á ýmsar greinar hans. Ætlum við að reyna að nýta alla okkar möguleika eins og við getum eða eigum við að horfa eingöngu á verð hlutanna og treysta á aðra? Það er ríkt viðhorf í okkar menningu og víðar að matur eigi að vera sem ódýrastur. Fyrir því eru vissulega sterk rök. Það þurfa allir að borða og ekki svo langt síðan að við þurftum að verja miklu hærra hlutfalli af ráð- stöfunartekjum til að kaupa í matinn en þeim 13–15 prósentum sem við nýtum til þess í dag. Framleiðniaukning og hagræðing hafa keyrt niður verð um allan hinn vestræna heim – líka hér á Íslandi. Jafnvel má spyrja hvort að matur sé orðinn of ódýr ef okkur finnst í lagi að sóa þriðjungi af honum. Gerum við áfram þá kröfu að við fáum alla hluti sem við viljum allan ársins hring og skeytum engu um árstíðir, fram- leiðslu í nærumhverfinu eða hina náttúrulegu hringrás? Er það ekki eitt af því sem við þurfum að ræða í samhengi? Allt eru þetta mál sem lesendur hafa örugg- lega mismunandi skoðanir á. Þannig á það líka að vera. Við þurfum að geta rætt mál, verið ósammála og tekist á. En það sem við megum ekki tapa er eiginleikinn til að geta rætt saman og komist að niðurstöðu með yfirveguðum hætti. Ef við gerum það þá endar það með upplausn og átökum sem aldrei mun skila sam- félaginu fram á veg. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Íslenska þjóðin glímir nú við alvarlegan siðferðisvanda gagnvart um heiminum sem allur almenningur á samt enga sök á. Það er eigi að síður vandi sem getur haft alvarlegar afleiðingar til mjög langs tíma. Ef marka má fréttir fjölmiðla hér á landi og víðar um heim að undanförnu, eru tvær meginorsakir fyrir þessum vanda. Í fyrsta lagi er það siðferðisbrestur vegna þess að sumir töldu allt í lagi að nota Ísland og Noreg sem þvottastöðvar fyrir misjafnlega fengið fé. Í öðru lagi stafar vandinn af því að sumum virðist hafa fundist eðlilegt að taka þátt í að múta fólki úti í heimi til að ná fram sínum markmiðum við að auka eigin hagnað og sinna fyrirtækja. Af fréttum að dæma virðast ansi alvar- legar vísbendingar gefa sterkt til kynna sekt fjölmargra einstaklinga í mútumálinu sem kennt er við Samherja. Við verðum svo bara að vona að lögformlegir dómstól- ar landsins séu þess megnugir að komast að sannleikanum í málinu og kveða síðan upp úr um sekt eða sakleysi. Peningaþvottur blandast líka inn í þetta mútumál, þannig að það hriktir í norska bankanum DNB þar sem Samherji var með hluta af sínum viðskiptum. Peningaþvottur var þó ekki fundinn upp af Samherjamönnum, heldur hefur beinlínis verið kynt undir slíkum hreingerningum af íslenskum stjórnvöldum með aðstoð Seðlabanka Íslands. Dæmi um það er svonefnd fyrningarleið sem búin var til í kjölfar efnahagshrunsins 2008 til að laða gjaldeyri til landsins og keyra upp hag- kerfið. Þetta var greinilega örþrifaráð þar sem siðferðisleg hugsun virðist hafa verið læst ofan í skúffu. Þar var innlendum og erlendum peningamönnum boðið að koma með gjaldeyri úr aflandshirslum sínum og í staðinn skyldu þeir fá íslenskar krón- ur á útsöluverði til að fjárfesta á Íslandi. Ekkert virðist hafa verið spurt um uppruna peninganna, né hvort þar væri mögulega á ferðinni illa fengið fé frá Íslandi eða öðrum löndum. Alls komu um 1.100 milljónir evra, eða um 206 milljarðar króna á þávirði, til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina á meðan að hún var í boði á árunum 2012 til 2015. Þeir sem nýttu sér leiðina gátu skipt evrum í íslenskar krónur á hagstæðara gengi en almennt var í boði gegn því að þeir nýttu krónurnar til að fjárfesta á Íslandi. Seðlabankinn var milligönguaðili í viðskiptunum og sá um alla hönnun á þessu kerfi. Beinn gróði af þessum hreingerningum færði eigendum gjaldeyrisins 31 milljarð króna í aðra hönd. Það var þó sett það skilyrði að þeir yrðu að binda féð sem fært var inn í landið með þessum hætti í fasteignum, verðbréfum, fyrirtækjum eða öðrum fjárfestingakostum. Þannig fengu þessir lánsömu gjaldeyriseigendur í raun um 15 prósent afslátt af öllum þeim eignum sem þeir keyptu. Þetta ofan á lágt gengi krónunnar skapaði þeim óheyri- legan gróða. Í þessu fólst líka grófleg mismunun gagnvart öðrum þegnum landsins. Aldrei var samt spurt um siðferðið á bak við þessi viðskipti. Svo eru menn hissa á að Ísland sé nú á gráum lista hvað peningaþvætti varðar. Nær væri að þakka fyrir að hafa ekki lent á kolsvörtum lista í þeim efnum sem við áttum þó sannarlega skilið. Hvaða siðferðislega glóra er svo í því að stærsta orkufyrirtæki landsins, sem er í eigu ríkissjóðs, taki nú þátt í að blekkja neytendur í öðrum löndum í gegnum sölu á upprunavottorðum sem svo eru nefnd? Hvert í veröldinni erum við Íslendingar komnir sem þjóð þegar siðferðinu er þannig sturtað niður í skólpræsið? /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun:Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Ólafsvík er bær á utanverðu Snæfellsnesi sem tilheyrir nú sveitarfélaginu Snæfellsbæ. Ólafsvík var upphaflega í Neshreppi, síðan í Neshreppi innan Ennis eftir að Neshreppi var skipt í tvennt. Þeim hreppi var svo aftur skipt í tvennt árið 1911 og varð þá Ólafsvíkurhreppur til, sem og Fróðárhreppur þar austur af. Þann 1. apríl 1990 sameinaðist Fróðárhreppur Ólafsvík á ný, að þessu sinni undir merkjum kaupstaðarins. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Ólafsvíkurkaupstaður Neshreppi utan Ennis, Breiðuvíkurhreppi og Staðarsveit undir nafninu Snæfellsbær. Mynd / HKr. Siðferðisbrestur Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands – sigey@bondi.is Samhengi hlutanna

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.