Bændablaðið - 05.12.2019, Page 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 7
LÍF&STARF
Þ rátt fyri mikla árgæsku í tíðar-fari, þá streyma Íslendingar í stórum hópum til sólar og yls á
Kanaríeyjum eða Tenerife. Mér þykja
nokkuð stór tíðindi að meira að segja
granni minn við Eyjafjörð, Davíð
Hjálmar Haraldsson, lagði til þeirrar
reisu fyrir skömmu. Heimkominn og hug-
umkær, sendi hann mér netpóst nokkuð
mikinn að magni sem innihélt þverskurð
af allri hans dægradvöl í nýafstaðinni
Kanaríeyjaferð. Eitthvað hefur hann þó
notið sólar sennilega, en mikið orti hann
allavega, og fer „ferðadagbók“ Davíðs
hér eftir:
Túrhestar á Tenerife
tæpast miklu nenna.
Það er mikið lúxuslíf
að liggja hér og brenna.
Sunnanblær er sífellt hér,
sól og breyskjuhiti.
Nefbroddurinn orðinn er
eins og götuviti.
Davíð fylgdist vel með dýralífinu:
Dýralíf hérna er margbreytt og mikið,
maurarinir búa til slóðir í rykið,
skrautlegir fuglar í flokkum sjást víða
og flugur og iglur á sólbekkjum skríða.
Við hótelið eldgamall köttur oft kúrir,
kafloðin hlussa sem murrar og lúrir,
við dyrnar í sólbaði dormar hann latur
en dregst helst á fætur ef kallað er:
Matur!
Við sundlaugina sá ég fíl
og sautján metra krókódíl
-ættaða frá ánni Níl-
þeir eta menn í hasti.
Þeir bölvuðu af bræði tveir
-af biti þeirra maður deyr-
mér varð til lífs að voru þeir
úr viðarlíki og plasti.
„Annars var gott við sundlaugina og gaman
að fylgjast með sundleikfimi bústinna
kvenna“:
Á sundlaugarbakka ég hélt mig til hlés,
í hasarinn lítið ég þorði.
Í lauginni miðri einn búrhvalur blés
og bláhveli léku á sporði.
Mesta unun hefur greinilega veitt honum
að skoða fólk og yrkja um margbreytt útlit
þess:
Það henti loks hugljúfa Garp
með háls eins og pelíkan-sarp
og lubba sem hreiður
að hann virtist reiður
er hrafn settist á hann og varp.
Eftir tveggja vikna dvöl var þó ögn farið
að sjá á sóldýrkendum:
Svíður og kolar sólin blíð,
soðið er hold að beini.
Nú mætti koma norðanhríð
og nístingsfrost. Je minn eini!
Steini var meðal ferðafélaga Davíðs:
Heimleiðis í helkalt sker
hópurinn er snúinn.
Sólbrúnn mjög og sæll hann er
og sýnist ekki lúinn
en straumlaus héðan Steini fer
því Steini er alveg búinn.
Davíð dregur svo saman ferðalýsingar sínar
í lipurri vísu:
Sólin bætir sálar hag
og sumir verða fegri.
Ég horfi í spegil hér í dag
og held að ég sé negri.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
239MÆLT AF
MUNNI FRAM
Fjórar gimbrar og tveir hrút-
ar fengu 20 stig fyrir læri
– á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu sem haldinn var á Hellu
Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
var haldinn 12. október síðastliðinn á Hellu.
Helst bar þar til tíðinda að fjórar gimbrar
og tveir hrútar fengu fullt hús stiga fyrir
læri í lambadómum.
Að sögn Huldu Brynjólfsdóttur, frá Félagi
sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu, sem stóð
að viðburðinum, var þátttaka mjög góð og
margir gestir komu til að sjá fallegt fé, hitta
sveitungana og eiga góðan dag saman.
Bakvöðvi frá Skíðabakka 43 sentimetra
þykkur
„Hæstu lambhrútar úr heimasýningum voru
boðaðir til sýningarinnar, en auk þess mátti
koma með ódæmda hrúta á staðinn. Þá voru
gimbrar einnig velkomnar, bæði dæmdar og
ódæmdar.
Óhætt er að segja að þykkir vöðvar hafi
ráðið ríkjum á sýningunni, en hvorki meira
né minna en sex lömb fengu 20,0 fyrir læri.
Þá var þykkasti bakvöðvi sýningarinnar á
gimbur frá Skíðbakka, en hann var 43 mm,“
segir Hulda.
„Dagurinn var hefðbundinn, en byrjað var
að dæma lömb fyrir hádegi og síðan raðað í
sæti eftir hádegi. Verðlaunað var fyrir hyrnd
og kollótt lömb hvort í sínu lagi. Meiritunga
4 var útnefnt ræktunarbú ársins 2018, en þar
eru ábúendur Þórdís Ragna Guðmarsdóttir
og Tyrfingur Hafsteinsson. Besta fimm vetra
ær sýslunnar er frá Árbæjarhjáleigu, númer
14-401, en þar eru ábúendur þau Kristinn
Guðnason og Marjolyn Tiepen. Besti vet-
urgamli hrúturinn er frá Teigi í Fljótshlíð,
Þrjótur númer 17-396, en þar eru ábúendur þau
Arna Dögg Arnþórsdóttir, Guðni og Tómas
Jennssynir. Sú nýbreytni var að ekki voru
dæmdir veturgamlir hrútar, heldur fékk sá
veturgamli hrútur sem skilaði bestum afurðum
árið 2018 viðurkenningu.
Áhorfendur hafa valið litfegursta lambið að
undanförnu og það atriði var einnig núna, en
auk þess komu nokkur börn með vel skreytt
lömb sem áhorfendur kusu um hvert væri
best skreytt.“
Gimbur í happdrættisvinning
Hulda segir að margir aðilar styrki hátíðina
sem er árviss viðburður í sýslunni; sveitarfé-
lögin þrjú; Rangárþing ytra, Rangárþing eystra
og Ásahreppur sem styrkja með fjárframlagi,
Sláturfélag Suðurlands sem gefur kjötsúpu,
Rangárhöllin sem gefur afslátt af húsnæðinu og
nokkrir aðilar sem gefa vinninga í happdrætti,
en þar má meðal annars vinna efnilega gimbur.
„Við þökkum öllum þeim sem komu að sýn-
ingunni með einum eða öðrum hætti, kærlega
fyrir þeirra framlag. Styrkjendum af heilum
hug og þeim sem gáfu happdrættisvinninga
og hlökkum til næstu sýningar sem verður í
október 2020,“ segir Hulda. /smh
Besta hyrnda gimbrin kom frá Rúti Pálssyni,
Skíðbakka í Landeyjum. Hún var með 43 mm
bakvöðva og hlaut því líka verðlaun fyrir
þykkasta bakvöðva sýningarinnar. Gimbrin í 2.
sæti kom frá Sigríki Jónssyni, Syðri-Úlfsstöð-
um. Formaður nefndarinnar, Lovísa Herborg
Ragnarsdóttir, afhenti verðlaunin.
Besti hyrndi lambhrúturinn kom frá Kaldbak og eru Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson með barnabörnunum alsæl með verðlaunin.
Myndir / Hulda Brynjólfsdóttir
Besti veturgamli hrútur ársins 2018 kom frá
Félagsbúinu Teigi, en ábúendur þar eru Arna
Dögg Arnþórsdóttir, Guðni Jensson og Tómas
Jensson.
Ræktunarbú ársins 2018 var Meiritunga 4, en
ábúendur þar eru Þórdís Ragna Guðmarsdóttir
og Tyrfingur Hafsteinsson.