Bændablaðið - 05.12.2019, Page 14

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201914 Þeir sem fara til Evrópu eða annarra heimshluta á villisvína- veiðar þurfa að gæta ýtrustu smitvarna til að koma í veg fyrir að bera afríska svínapest milli landa. Pestin er í hraðri útbreiðslu og mikil ógn stafar af henni fyrir svínarækt í heimin- um. Smit getur borist með mat- vælum, fatnaði og ýmsum tækj- um og tólum. Veiran sem veldur afrískri svína- pest getur m.a. borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýkt- um dýrum, farartækjum, búnaði, fatnaði o.fl. Veiðimenn eru meðal þeirra sem þurfa sérstaklega að gæta sín á að dreifa ekki veirunni. Afrísk svínapest er bráðsmitandi drepsótt í svínum og hefur dreifst með villtum svínum um Asíu, Afríku og Evrópu. Ekki er til nein með- höndlun við sjúkdómnum og ekki er hægt að verjast honum með bólusetn- ingum. Veiran sem veld- ur sjúkdómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr en veldur svín- um þjáningum og dauða. Tjón fyrir landbúnað þar sem sjúkdómurinn kemur upp er gífurlegt. Tilmæli til þeirra sem fara á villisvínaveiðar eru: • Kynnið ykkur vel þær smitvarnareglur sem gilda í veiðilandinu. • Þrífið og sótthreinsið tæki og skó áður en veiðilandið er yfirgefið. • Þvoið notaðan fatnað í veiðilandinu. Sé það ekki mögulegt skal setja hann í poka og þvo í þvottavél án tafar þegar heim er komið eða fara með í hreinsun. • Farið ekki á svínabú að nauðsynjalausu, hvorki innanlands né erlendis. • Kynnið ykkur vel þær reglur sem gilda um innflutning á kjöti og veiðiminjar. Þær má finna á heimasíðu Matvælastofnunar, www.mast.is. Tilmæli til svínabænda eru: • Hafið stranga stjórn á aðgangi og umgangi gesta og starfsfólks á búinu. • Fóðrið ekki svín með matarúr- gangi. • Þrífið og sótthreinsið öll tæki og tól sem farið er með inn á búið. Thelma Dögg Róbertsdóttir, dýralæknir svínasjúkdóma hjá Matvælastofnun HLUNNINDI&VEIÐI Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is klefar Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. hillur fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. Kæli- & frysti- búnaður hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Skortur að verða á svínakjöti vegna afrísku svínapestarinnar: Kínverjar reyna að tryggja sér svínakjöt um allan heim – Verð á svínakjöti er farið að hækka á mörkuðum víða um heim Kínverjar hafa aflétt banni á innflutningi á svínakjöti frá Kanada og Brasilíu. Kemur þetta í kjölfar þess að forseti Alþjóðadýraheilbrigðis stofn- unarinnar (OIE) varaði við því í lok október að u.þ.b. fjórðungur svínastofna heimsins muni drep- ast af völdum afrísku svínapest- arinnar. Dr. Mark Schipp, forseti OIE, greindi frá skelfilegri spá sinni á fréttamannafundi í Sydney í Ástralíu fimmtudaginn 31. október. Þar kom fram að hann teldi að um 25% af svínum heimsbyggðarinnar muni drepast af völdum svínapestarinn- ar. Á heimsvísu voru framleidd um 121 milljón tonna af svínakjöti árið 2018. Fjórðungur af því er tæplega 30,3 milljónir tonna. Ef fjórðungur svínastofnsins í heiminum ferst úr þessari veiki, gæti það hins vegar leitt til enn meiri framleiðslusam- dráttar þannig að heildarframleiðslan fari jafnvel talsvert undir 90 milljón tonn á ári. Fækkað hefur um 45% í svínastofni Kínverja Ljóst er að þetta verður mjög þungt högg fyrir svínaræktina og sér í lagi fyrir Kínverja sem eru langstærstu framleiðendur á svínakjöti í heim- inum. Financial Times hefur það eftir greinanda hjá fjárfestinga- sjóðnum INTL FCStone að það hafi orðið um 45% fækkun í svínastofni Kínverja frá því veikin greindist þar fyrst. Verulegur samdráttur í framboði á svínakjöti Kínverjar framleiddu rúmlega 54 milljónir tonna af svínakjöti á árinu 2018 samkvæmt tölum Statista. Ef framleiðslan dregst saman um 45%, gæti það þýtt að rúmlega 24 milljónir tonna af svínakjöti hverfa af mark- aðnum. Næstmesta framleiðslan var í ríkjum Evrópusambandsins sem framleiddu þá samanlagt um 24,3 milljónir tonna og Bandaríkin voru með 11,9 milljóna tonna fram- leiðslu. Það virðist þó vera fleira en svínakjötsframleiðslan sem er að dragast saman. Samkvæmt spá land- búnaðarráðuneytis Bandaríkjanna þá er áætlað að samdráttur í fram- leiðslu á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti muni dragast saman um 6,4 milljónir tonna á árinu 2020. Margir sérfræðingar á markaði telja þetta mjög vanáætlað. Leitað að svínakjöti víða um heim Þegar er farið að gæta verðhækkana á svæðum þar sem svínapestin hefur náð sér á strik, eins og í Evrópu. Því er ekki óeðlilegt að þau lönd reyni að tryggja sér svínakjöt fyrir heimamarkað og það þýðir að draga mun úr sölu út fyrir heimamarkaði. Brasilía, þar sem Kínverjar hafa nú sóst eftir kaupum á svínakjöti, framleiddi í fyrra tæpar 3,8 milljónir tonna. Kanada, sem Kínverjar hafa einnig verið að bera víurnar í, fram- leiddi á síðasta ári rúmlega 1,9 millj- ónir tonna af svínakjöti. Fimmtu stærstu framleiðendur á markaðnum eru svo Rússar sem framleiddu nær 3,2 milljónir tonna á síðasta ári, en þeir hafa náð því að vera sjálfum sér nógir eftir að Evrópusambandið setti viðskiptabann á matvælasölu til landsins 2015. Þá tóku rússnesk yfirvöld þá stefnu að tryggja fæðu- öryggi landsmanna fyrir árið 2020 og virðist það hafa gengið nokkuð vel eftir. Hafði þetta viðskiptabann alvarlegar afleiðingar fyrir nokkuð stóra svínakjötsframleiðsluþjóð eins og Danmörku sem varð að leita sér annarra markaða. Áköf leit Kínverja að svínakjöti víða um heim bar á góma í vefriti Global Meat 2. desember. Þar kom fram að útflutningur á svínakjöti frá Evrópu til Kína hafi tvöfaldast á milli ára og hafi verið komin í 138.400 tonn í september síðast- liðinn. Var met slegið í útflutningi svínakjöts frá Evrópu í september og hafði útflutningurinn þá aukist um 37% á milli ára og var 236.600 tonn. Þessi aukni útflutningur sem stafar af aukinni eftirspurn frá Kína vegna svínapestarinnar hefur leitt til ört hækkandi verðs á svínakjöti. „Held að tegundin muni ekki alveg glatast“ „Ég held að tegundin sem slík muni ekki alveg glatast,“ sagði Schipp, „en það er alvarlegasta ógnin við svína- eldi sem við höfum nokkurn tíma séð. Þetta er mesta ógnin við búfjárrækt á okkar tímum,“ sagði Mark Schipp í samtali við AP. /HKr. FRÉTTIR ...frá heilbrigði til hollustu Smithætta fylgir veiðiferðum erlendis AFRÍSK SVÍNA- PEST Afrísk svínapest (ASF) er bráðsmitandi svínasjúkdómur. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fyrir fólk en veldur gífurlegu fjárhagslegu tjóni fyrir landbúnað. Bóluefni gegn sjúkdómnum eru ekki til. Sem veiðimaður hefur þú möguleika á að uppgötva einkenni hjá svínum snemma og skyldur til bregðast rétt við. Ekki dreifa sjúkdómnum. Þrífið og sótthreinsið búnað á staðnum Farið ekki á svínabú að nauðsynjalausu Þrífið og sótthreinsið veiðiminjar á staðnum Deilið ekki matvælum úr kjöti af veiddum dýrum með öðrum né fóðrið dýr með þeim Skiljið veiðiúrgang eftir á staðnum Skiljið ekki eftir mat fyrir villisvín Veiðimenn Ekki vera smitberar svínadrepsóttar Fyrir frekari upplýsingar: www.oie.int/asf VIRÐIÐ ALMENNAR VARÚÐARREGLUR • Tilkynnið dauð eða veik villisvín til dýraheilbrigðisyfirvalda • Virðið veiðibönn sem yfirvöld hafa sett • Ef þú ferð reglulega inn á svínabú, ekki fara á villisvínaveiðar ALÞJÓÐADÝRAHEILBRIGÐISSTOFNUNIN Verndum dýrin, varðveitum okkar framtíð drepur svín

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.