Bændablaðið - 05.12.2019, Page 15

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 15 Lambadagatal Ragnars Þorsteins­ sonar, sauðfjárbónda og ljós­ myndara með meiru í Sýrnesi í Aðaldal, er nú komið út í sjötta sinn. Ragnar hefur veg og vanda að útgáfunni líkt og verið hefur, hann tekur flestar myndanna á búi sínu í Sýrnesi og vinnur að auki við uppsetningu og hönnun dagatalsins, sér um fjármögnun þess og dreifingu. Samkvæmt venju eru ljósmyndirnar teknar á sauðburði frá árinu áður, þ.e.a.s. á Lambadagatali 2020 eru allar myndirnar teknar á sauðburði 2019 og endurspegla því líka veð­ urfarið á þeim árstíma. Fallegt með þjóðlegum fróðleik Að venju prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marg- litum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Dagatalið er í A4 stærð og er hver mánuður á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar, einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðarheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því bæði fal- legt og gagnlegt með sínum þjóðlega fróðleik. Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahóp- ur Facebook-síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Að sögn Ragnars þá er; „megintilgangur útgáfunnar að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. Það er líka mjög svo skemmtilegt og gefandi að standa í þessu og finna þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur jú fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir hann. Krefjandi en skemmtilegt að mynda lömb „Það er bæði krefjandi og tíma- frekt að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði. Þau eru líka mjög sjálfstæð með sterka og fjölbreytta persónueiginleika eins og við mannfólkið og fylgj- ast vel með því sem er í gangi og eru ekki alltaf til í að standa kyrr og brosa á meðan myndatökunni stendur. Eins og gefur að skilja er sauðburður í fullum gangi á þess- um tíma og því oft ekki mikill tími aflögu til annarra verka. Myndatakan er þó mjög skemmti- leg og það er endurnærandi á sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbunum. Lömbin eru ýmist mynduð með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna traust þeirra svo þau verði ekki skelkuð og hlaupi í burtu,“ segir Ragnar. Gylfafl öt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is Frostagötu 2a • 603 Akureyri • velfang@velfang.is - VERKIN TALA KUHN áramótatilboð gildir til 5. janúar 2020 Lambadagatal Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.