Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 21

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 21 þeirri mengun. Í þessu tilfelli eru það Íslendingar. Með tali um að það skipti engu máli er í raun verið að segja að það sé í góðu lagi að ljúga svo lengi sem menn fá greitt fyrir það í beinhörðum peningum. Ekki síst ef hægt er að tengja það bar­ áttunni gegn hlýnun loftslags. Þar virðist tilgangurinn vera að helga meðalið. Hreina íslenska orkan úr 89% í 11% á 8 árum Íslensk orkufyrirtæki hófu sölu á upprunavottorðum raforku árið 2011. Í gögnum Orkustofnunar kemur fram að það ár hafi 89% raforkunnar á Íslandi verð endur­ nýjanleg orka. Hins vegar var 5% hlutdeild orkunnar framleidd með kjarnorku og 6% með jarðefnaelds­ neyti. Árið 2012 var endurnýjanlegi hlutinn kominn í 63%, kjarnorku­ hlutinn í 16% og jarðefnaeldsneytið í 21%. Árið 2013 var hreina orkan 39% af heildarorkusölunni. Kjarnorka var þá á bak við 24% og jarðefnaeldsneyti stóð fyrir 37% raforkusölunnar í landinu. Árið 2014 var endurnýjanlega orkan 45%, kjarnorka 23% og jarðefnaeldsneytið var þá komið í 37% af raforkunni hér á landi. Í tölum fyrir árið 2015 sem birtar voru 2016, hoppaði endurnýjanlega orkan allt í einu upp í 71%. Þá var hlutfall kjarnorku sagt vera 12% og hlutur jarðefnaeldsneytis 17%. Þessar breytingar urðu í kjölfar umfjöllunar Bændablaðsins í júní 2014 um menguðu hreinu orkuna á Íslandi. Olli sú umfjöllun miklu uppnámi þar sem ráðherrar lýstu hneykslun sinni og hver um annan þveran ætlaði að sjá til þess að þessu yrði kippt í liðinn. Nú fimm árum síðar hefur ekkert gerst nema það að hlutfall hreinu orkunnar í íslensku raforkuframleiðslunni hefur minnk­ að niður í 11%. Kraftur settur í sölu hreinleikavottorða 2016 Árið 2016 var greinilega búið að setja mikinn kraft í sölu hrein­ leikavottorða að nýju og endurnýj­ anlega orkan komin niður í 21%. Þá var kjarnorkan sögð standa fyrir 20% íslensku raforkunnar og jarð­ efnaeldsneyti stóð fyrir 59%. Árið 2017 var endurnýjanlega orkan komin niður í 13% og kjarn­ orkan var komin upp í 29%. Þá var jarðefnaeldsneytið á bak við 58% íslensku raforkuframleiðslunnar. Hreina raforka Íslendinga aðeins 11% af heildinni Árið 2018 var hreina íslenska orkan aðeins orðin 11% af heildar­ sölu raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þá voru 34% orkunnar framleidd með geislavirku úrani og 55% raforkunnar var sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti, eða kolum olíu og gasi. Svona er nú komið fyrir hreinorkulandinu Íslandi. Líklegt er að hlutfall raforku sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum verði komið niður fyrir 10% á næsta ári ef marka má eftir­ spurn eftir syndaaflausnum í orku­ málum vegna mikillar umræðu um hlýnun jarðar. Allir vilja jú geta sýnt fram á það á pappírunum að þeir séu að framleiða vörur með „grænni“ raforku þótt veruleikinn sé sá að stærsti hluti fyrirtækja heimsins eru að framleiða vörur sem byggja á raf­ orku sem framleidd er með kolum, olíu og gasi. Tæp 19 tonn af geislavirkum úrgangi Í staðinn fyrir sölu á hreinleika­ vottorðum frá íslenskum raforku­ fyrirtækjum verða Íslendingar að taka á sig á pappírunum losunartölur frá erlendum fyrirtækjum sem kaupa vottorðin. Í tölum Orkustofnunar kemur fram að vegna þess að íslensk raforka er að 34% hluta sögð fram­ leidd með kjarnorku þá tökum við á okkur 0,94 milligrömm, eða 0,00094 grömm af geislavirkum úrgangi á hverja kílówattstund. Það skilur eftir sig tæp 19 tonn af geislavirkum úr­ gangi miðað við raforkuframleiðsl­ una á Íslandi 2018. Berum ábyrgð á losun 8,8 milljón tonna af CO2 út í andrúmsloftið Vegna þess að íslensk raforka er að 55% hluta sögð framleidd með jarð­ efnaeldsneyti, þá tökum við á okkur samkvæmt pappírunum 443,13 grömm af koltvísýringi á hverja kílówattstund af raforku. Það jafn­ gildir því að við höfum verið að losa og berum ábyrgð á um 8,8 milljón tonnum af CO2 út í andrúmsloftið á síðasta ári. Opinberar blekkingar Þessar opinberu tölur sem hér eru birtar virðast samt varla geta talist annað en sérkennilegur leikur. Í sömu gögnum Orkustofnunar er líka sagt að raforkuframleiðslan á Íslandi árið 2018 hafi að 99,99% hluta verið framleidd með vatnsorku, jarðhita og vindorku. Aðeins 0,01% raforkunnar hafi verið framleidd með jarðefna­ eldsneyti. Tilgangurinn virðist þá væntanlega vera að blekkja grun­ lausa neytendur til að borga meira fyrir vöru sem í raun er framleidd með óhreinum orkugjöfum. Má í raun segja að Landsvirkjun staðfesti það í sínum útlistunum á sölu upp­ runavottorða. Græn upprunavottorð fyrir 600 milljónir króna Í svari við ítrekuðum fyrirspurnum Bændablaðsins á síðasta ári til Landsvirkjunar um tekjur af upp­ runaorkuvottorðum barst loks svar í nóvember í fyrra. Þar kom fram að þá stefndi í að tekjur fyrirtækisins af sölu skírteinanna á árinu 2018 næmi um 600 milljónum króna. Vel rekin Landsvirkjun dansar á línu viðskiptasiðferðis Stærsta raforkufyrirtæki Íslendinga, Landsvirkjun, hefur sannarlega á að skipa afar hæfum stjórnendum sem hafa fjárhagslega hagsmuni fyrirtæk­ isins ávallt í fyrirrúmi. Um það deilir vart nokkur maður. Staðan er afar góð og því vekur undrun að fyrir­ tækið telji sig þurfa að selja uppruna­ vottorð sem orka jafn mikils tvímælis í siðferðilegu tilliti og raun ber vitni. Rekstur Landsvirkjunar gekk vel á árinu 2018. Orkusala hefur aldrei verið meiri, eða 14,8 TWst. Einnig voru tekjur þær hæstu í sögu fyrirtækisins, eða 534 milljónir dollara, eða sem svarar nærri 66 milljörðum króna. Ytri aðstæður voru fyrirtækinu einnig hagstæð­ ar. Má þar nefna hækkun álverðs um 7% milli ára. Fyrirtækið er því orðið afar sterkt og eigið fé í árslok 2018 nam 2.163,1 milljón Bandaríkjadala og með eigin­ fjárhlutfall upp á 48,6%. Hafði hlutfallið þá hækk­ að milli ára um 2,8%. Skilaði Landsvirkjun í fyrra einnig mesta hagnaði í sögu fyrirtækisins, fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam hann 184 milljónum dollara, eða sem svarar á genginu í dag rúmum 18 milljörðum króna. EBITA nam 390 milljónum dollara og EBITA hlutfall var 73%. Hefur fyrirtækið verið að greiða niður lán af framkvæmdum jafnt og þétt. Þessi góði árangur stjórnenda Landsvirkjunar sýnir svo ekki er um villst að það er algjör óþarfi að leggja siðferðisímynd íslenskr­ ar raforkuframleiðslu að veði með sölu syndaaflausnarbréfa til erlendra fyrirtækja. Viðskiptavöndlar með kolefniskvóta búnir til í nafni loftslagshlýnunar Allur þessi skrípaleikur er gerður í samræmi við viðskiptakerfi ESB (EU ETS) sem er stærsta við­ skiptakerfi með losunarheimildir í veröldinni. Það nær yfir 11.000 virkjanir og iðjuver í ESB og þar af eru um 1.000 slíkar í Bretlandi. Inni í þessu kerfi eru virkjanir, olíu­ hreinsunarstöðvar, aflandsolíubor­ pallar, atvinnugreinar sem framleiða járn og stál, sement og kalk, pappír, gler, keramik og ýmis kemísk efni. Aðrar stofnanir, þar á meðal háskólar og sjúkrahús, geta einnig fallið undir ETS ESB, allt eftir brennslugetu orkuframleiðslubúnað­ ar á þeirra svæði. Flug­ rekendur sem fljúga til eða frá evrópskum flug­ velli falla einnig undir ETS ESB. S a m k v æ m t útlistun yfir­ valda í Bretlandi virkar þetta kerfi í grunninn þannig að fyrirtæki A og fyrirtæki B sem áætluðu að losa kannski 210 tonn hvert af CO2 á ári, fengu úthlutað í úthlutunarferli ESB heimild til að losa 200 tonn hvert að hámarki sam­ kvæmt pólitískri ákvörðun. Í lok fyrsta árs var skráð raunlosun A ekki nema180 tonn þar sem A hafði endurbætt brunakerfið orkuframleiðslu sinn­ ar í byrjun árs sem dró úr CO2 losun þess. Þar með „átti“ A 40 tonna kolefniskvóta í afgang sem var selt öðru fyrirtæki sem var að losa meira en þau 200 tonn sem ESB hafði ákvarðað sem hámark. Fer þessi sala á afgangsheimildum fram í gegnum sérstakan kolefnis­ markað. Fyrirtæki B sendi hins vegar frá sér 220 tonn CO2 vegna þess að það þurfti að auka framleiðslugetu sína og taldi of dýrt að fjárfesta í spar­ neytnari orkubúnaði. Þetta leysti fyrirtæki B með því að kaupa þær losunarheimildir sem A hafði selt inn á markaðinn. Niðurstaðan er sú að kol­ tvísýrings losunin er nákvæmlega jafn mikil og fyrirtækin áætluðu í upphafi. En vegna þessa nýja viðskiptavafningakerfis græðir A beinharða peninga á að losa minna en B þarf að borga sérstaklega refsi­ gjald í formi losunarkvóta fyrir að hafa ekki tök á nýjum búnaði. Til að mæta þessum kostnaði þarf fyr­ irtæki B væntanlega að hækka sitt vöruverð. Það er síðan rökstutt með því að fyrirtækið sé að framleiða sína vöru með grænni orku og geti lagt fram vottorð í formi kolefnis­ kvóta sem sýni það. Út á þetta er svo væntanlega hægt að fá ýmiss konar umhverfisvottanir. Þetta segja menn að eigi að verða hvati fyrir fyrirtæki til að menga minna. Það gleymdist bara í hugmyndafræðinni að aukinn kostnaður á fyrirtækin sem ekki höfðu tök á að fara í nýjar fjár­ festingar á orkunýtnari tækjum jókst, þannig að þeim var gert enn erfiðara um vik við að fara út í slíkar fjárfestingar í framhaldinu. Þá getur þetta líka virkað þannig að það sé hreinlegra ódýrara hjá fyrirtækjum að verða sér úti um losunarkvóta eða upprunavottorð til að sýnast hreinni en þau eru, heldur en að innleiða vistvænt orkukerfi í sinni framleiðslu. Í flestum tilvik­ um er aðgengi að hreinni orku svo alls ekki mögulegt, en stefnt er að því að endurnýjanleg raforka verði 20% af heildinni í Evrópu á næsta ári. Niðurstaðan getur því hæglega verið aukin losun gróðurhúsaloft­ tegunda m.a. í skjóli aflausnarbréfa frá íslenskum orkufyrirtækjum. Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6261. Einnig má senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is Safnahúsinu | 550 Sau›árkróki | Sími 453 6261 | Netfang: saga@skagafjordur.is | http://sogufelag.skagafjordur.is N ÝP RE N T eh f. / 1 12 01 9 Tuttugu ára útgáfuafmæli Byggðasögu Skagafjarðar Afmælistilboð á Byggðasögu Skagafjarðar • I. bindi um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 7.500 • II. bindi um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 7.500 • III. bindi um Lýtingsstaðahrepp kr. 7.500 • IV. bindi um Akrahrepp kr. 7.500 • V. bindi um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kr. 7.500 • VI. bindi um Hólahrepp kr. 7.500 • VII. bindi um Hofshrepp kr. 7.500 • VIII. bindi um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 7.500 • IX. bindi um Holtshrepp kr. 16.000 Útgáfa bókarinnar var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, BYKO og Steinull. AFMÆLIS TILBOÐ kr. 60.000FYRIR ALLAR NÍUBÆKURNAR Ofangreint ver› er félagsmanna- ver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem greiða fyrir jól 2019 fá bæk- urnar sendar burðargjaldsfrítt, eftir það leggst við burðargjald. Hægt er að semja um greiðsludreifingu. Kennitala Sögufélagsins er: 640269-4649 Bankareikningur: 0310 - 26 - 11011 Af heimasíðu Orkustofnunar um mengunarþætti sem teknir eru inn vegna sölu upprunavottorða fyrir 2018 Hreinorkuvottorðin eru a f margvís­ legum toga og fara vænt anlega vel á vegg. Af heimasíðu Orkustofnunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.