Bændablaðið - 05.12.2019, Side 26

Bændablaðið - 05.12.2019, Side 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201926 UMHVERFISMÁL&KAPÍTALISMI fara ekki saman Fyrr á þessu ári kom út í íslenskri þýðingu Þorvalds Þor valds sonar bókin What Every Enviromentalist Needs to Know About Capitalism eftir þá Fred Magdoff og John Bellamy Foster. Bókin, sem kall- ast Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma á íslensku, fjallar um tengslin milli umhverfisvanda samtímans og eðli kapítalisma. Fred Magdoff var staddur á Íslandi fyrir skömmu þar sem hann hélt meðal annars fyrirlestur um efni bókarinnar. Magdoff er prófessor emeritus í plöntu- og jarðvegsvís- indum við Háskólann í Vermont í Bandaríkjunum og hefur á ferli sínum lagt áherslu á að rannsaka heilbrigði jarðvegs og vistvænan landbúnað. Vandi landbúnaðarins er kerfið Magdoff segir að á ferli sínum hafi hann lagt megin- áherslu á að rannsaka jarð- veg og heilbrigði jarðvegs í tengslum við landbúnað og að hann hafi verið yfir- maður plöntu- og jarðvís- indadeildar háskólans sem hann starfaði við í átta ár. Auk þess sem hann starfaði fyrir landbúnaðarráðuneyti og var verkefnastjóri rann- sókna í tólf ríkjum í norð- austurhluta Bandaríkjanna. Rannsóknirnar beindust að- allega að frjósemi jarðvegs. „Eftir að ég fór á eftir- laun hef ég skrifað talsvert og haldið fyrirlestra víða um heim sem tengjast rann- sóknasviði mínu. Ástæðan fyrir komu minni til Íslands er að bók sem ég skrifaði ásamt John Bellamy Foster og heitir á frummálinu What Every Enviromentalist Needs to Know About Capitalism hefur verið þýdd á íslensku og ég var fenginn til að segja frá henni og hugmynda- fræðinni á bak við hana. Tilgangurinn með bókinni er meðal annars að reyna að dýpka umræðuna og hvað eigi sér stað í landbúnaði í dag og hvað valdi þeim vanda sem við eigum við að etja. Okkar niðurstaða er sú að vandinn liggi í kerfinu sjálfu og hvernig kerf- ið virkar. Landbúnaðarkerfið hvet- ur bændur til að hugsa á ákveðinn hátt og stefna að því að græða sem mest af peningum innan þess ramma sem þeir starfa. Við slíkar aðstæður hafa hvorki bændur né aðrir sem að landbúnaði koma möguleika á að hugsa um umhverfið eða hvers konar mengun, ræktun eða dýraeldi leiðir af sér. Hugsun af þessu tagi leiðir síðan til alls konar vandamála, hvort sem þau tengjast vistkerfinu eða eru félagsleg. Reyndar lít ég svo á að vandinn tengist ekki bara landbúnaði sem slíkum heldur að hann nái til alls hagkerfisins og í bókinni er fjallað um hagkerfið sem heild en ekki bara landbúnað,“ segir Magdoff. Kapítalismi og landbúnaður fara ekki saman „Niðurstaða okkar eftir að hafa skrifað bókina er að það sé kapítal- ismi og kapítalísk hugsun sem er rót umhverfisvandans í dag. Kapítalísk hugmyndakerfi eins og við búum við í dag beinir fólki í þá átt að græða sem mest af peningum án tillits til annarra þátta.“ Í grein Magdoff, A Rational Agriculture is Incompatible with Capitalism, bendir hann á að skyn- samlegur landbúnaður og kapítal- ismi fari ekki saman. Þar segir hann meðal annars að bændur í miðríkj- um Bandaríkjanna rækti aðallega maís og soja. Allt þjónustukerfið og menningin á svæðinu er byggt í kringum þá ræktun og 98% stunda hana og aðeins lítill hluti bænda er í annars konar framleiðslu. „Þegar bændur eru á annað borð orðnir hluti af þessu kerfi leiðir ein ákvörðun til þeirrar næstu og niður- staðan er alltaf sú sama. Það er að segja að ef menn ætla að hagnast á ræktuninni verða þeir að stækka við sig til að ná aukinni hagkvæmni á hvern hektara. Slíkt leiðir til auk- innar fjárfestingar í landi og tækjum og síðar í erfðabreyttum fræjum og auknum áburði til að auka uppsker- una enn meira. Í raun er hver og ein af þessum ákvörðunum skynsamleg út af fyrir sig og í ákveðnu samhengi. Á sama tíma valda þær því að á stórum land- svæðum er einungis verið að rækta tvær tegundir og mengunin frá þeirri ræktun er gríðarleg. Einhæfri ræktun eins og þessari fylgir jarðvegseyðing og útlosun næringarefna í gegnum framræslukerfi í ár og vötn. Að lokum skolast næringarefnin út í Mississippi-fljót og þaðan niður í Mexíkóflóa þar sem er að finna stórt svæði sem kallast „The Dead Zone“ eða Dauða svæðið, vegna súrefn- isskorts af völdum útlosunar nær- ingarefna, aðalleg niturs og fosfórs, frá landbúnaði. Súrefnisskorturinn veldur því að flestar æðri lífverur á svæðinu eru dauðar en bakteríur og þörungar lifa góðu lífi og vistkerfið raskast.“ Magdoff segir að fyrir nokkrum árum hafa hann tekið saman magn- ið af næringarefnum sem skolast í Mississippi-fljótið og áfram í Mexíkóflóa frá Iowa-ríki. Í borginni Des Moines, sem er fjölmennasta borg ríkisins, er stór vatnshreinsistöð þar sem efnainnihald vatnsins er mælt á fimmtán mínútna fresti. Ef nítrat (NO-3) innihald vatnsins sem aðallega kemur úr nituráburði fer yfir ákveðin mark (9 hlutar af milljón) er farið í sérstakar aðgerðir til að hreinsa vatnið enn frekar af heilsufarsaðgerð- um. „Út frá þessum mælingum og vatnsmagni í fljótinu er hægt að áætla hversu mikið magn af nitri er í því fyrir ofan vatnshreinsistöðina. Samkvæmt mínum útreikningum fara um það bil 453 þúsund tonn af nitri um ána við vatnshreinsistöðina á hverju ári og niður í Mexíkóflóa. Það má því ætla að magnið aukist eftir því sem neðar dregur í fljótinu og aðrir mengunarvaldar eins og nautgripa- eldi og útlosun úr rotþróm bætist við. Fyrir utan það hversu mengandi nitrið er þá er um að ræða gríðar- lega sóun á áburði og fjármunum sem hæglega mætti draga úr ef landbún- aðurinn á vatnasvæði Missisippi- fljótsins væri fjölbreyttara.“ Ræktun þekjuplantna myndi breyta miklu Magdoff hlær þegar hann er spurður hvað sé til ráða og hvernig breyta megi þessari þróun. „Auðvitað eru til leiðir en það eru ekki allir til í að láta á þær reyna. Meðal þess sem er verið er að gera er að hvetja bændur til að rækta þekju- plöntur á ökrunum eftir að búið er að uppskera maísinn og sojað. Með því er hægt að draga veruleg úr magni niturs sem skolast úr jarðveginum. Slík ræktun er einföld og passar vel inn í núverandi ræktunarmynstur maís og soja. Að mínu mati er ræktun þekjuplantna líklega besta aðferðin til að draga úr niturlosuninni ef Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Fred Magdoff er prófessor emeritus í plöntu- og jarðvegsvísindum við Háskólann í Vermont. Mynd / HKr. Með auknum verksmiðjubúskap færist sífellt í aukana að kjúklingar, svín og nautgripir hafi ekki aðgang að landi og dýrin alin upp í lokuðum húsum eða við fóðurstöðvar. Mynd / Fred Magdoff Maís er ræktaður á stórum svæðum í Mið-austurríkjum Bandaríkjanna og veldur ræktunin mikilli útskolun næring- arefna. Sérstaklega niturs og fosfórs. Mynd / Fred Magdoff. Í umsögnum um bókina hefur meðal annars komið fram að efni hennar geti verið gagnleg lesning í tengsl- um við umræður um loftslagsvand- ann. Þannig segir Naomi Klein bók- ina ómissandi, bæði vægðarlausa og sannfærandi og Ólafur R. Dýr- mundsson telur hana snilldarlega af- hjúpun í blekkingum kapítalismans í umhverfismálum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.