Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 27

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 27 ekkert annað breytist. Ef það verða aftur á móti breytingar á ræktunarmynstrinu aukast möguleikarnir til muna, eins og til dæmis með lífrænni ræktun.“ Aðskilnaður eldisdýra og lands „Annað sem á sér stað í Bandarík­ junum er aðskilnaður eldisgripa frá landinu. Með auknum verksmiðjubúskap færist sífellt í aukana að kjúklingar, svín og nautgripir hafa ekki aðgang að landi og dýrin alin upp í lokuðum húsum eða við fóðurstöðvar (feedlots). Eldið á sér því stað í takmörkuðu rými og ræktun fóðurjurta er á öðrum stað. Fóðrinu er oft ekið langar leiðir til dýranna og oftar en ekki úrgangurinn frá dýrunum ekki nýttur sem áburður og hann settur í opnar rotþrær og svo skolað út í ár og vötn. Á sama tíma kaupa bændur sem rækta fóðurjurtir tilbúinn áburð þar sem það er ódýrara en að nýta húsdýra áburðinn og það hefur myndast vítahringur sem erfitt er að vinna sig úr.“ Bændur í fjárkröggum þrátt fyrir styrki Magdoff segir að fjölskyldubú séu á hröðu undanhaldi í Bandaríkjunum og sama þróun eigi sér stað víðar um heim. „Stór hluti bænda í Banda­ ríkjunum á við talsverð fjárhagsleg vandræði að stríða þrátt fyrir að yfirvöld veiti þeim ýmiss konar stuðning og fjárhagslega fyrirgreiðslu. Við þessar aðstæður er aðeins tvennt í boði, hætta búskap eða að stækka við sig til að auka hagkvæmni og afleiðingin er að minni býlum fækkar og stóru búin verða ennþá stærri. Stór fyrirtæki sjá einnig hag sinn í að kaupa upp víðáttumikil landsvæði og í dag eru um einn þriðji bænda í Mið­vesturríkjunum leigu liðar eða verktakar í fæðuframleiðslu fyrir matvælafyrirtæki eða annars konar fjárfesta. Auk þess sem þessi þróun er þess valdandi að býlin eru að verða stærri gerir hún líka ungu fólki sem vill hefja búskap það erfiðara. Þessi þróun veikir sveitirnar sem samfélagslega heild og í Bandaríkjunum eru fjölmörg dæmi um að heilu borgirnar hafi hreinlega dáið vegna þessa þrátt fyrir að þar búi enn fólk. Þar er aftur á móti engin þjónusta og allar stofnanir eru horfnar þar sem ekki er hægt að reiða sig á vinnu sem tengist landbúnaði og þjónustu við hann,“ segir Magdoff. Baráttan um brauð „Árið 2008 hækkaði verð á maís, korni, hrísgrjónum og soja mikið í kjölfar þess að framleiðsla á etanóli sem orkugjafa úr korni og soja jókst. Verð á hrísgrjónum margfaldaðist og í framhaldinu brutust út átök víða í Asíu, Norður­Afríku og á eyjum í Karíbahafinu vegna verðhækkananna og uppskerubrests í Ástralíu og í Rússlandi. Það sem gerðist í raun var að spákaupmenn sáu sér hag í því að kaupa upp birgðir af korni og halda að sér höndum með að selja það aftur þar til að verðið fór upp. Útkoman var sú að fólk í fátækari löndum heims hafði ekki efni á að kaupa kornið þrátt fyrir að birgðir væru nógar. Í framhaldi af þessu fóru bæði rík lönd og ríkir einstaklingar að kaup upp stór landsvæði í Afríku og víða um heim til að tryggja eigið fæðuöryggi og er það stundum kallað landhremm­ ing eða jarðasöfnun. Reyndar skilst mér að þetta sé að gerast á Íslandi í einhverjum mæli og að auðmenn kaupi jafnvel jarðir í stórum stíl.“ Landbúnaður á Íslandi þarf að standa styrkum fótum Magdoff segist ekki vita nógu mikið um Ísland og landbúnaðarmál til að geta tjáð sig um hann að einhverju ráði. „Að mínu viti er þróunin í landbúnaði sú sama víða um heim og ég geri ráð fyrir að Ísland sé þar engin undantekning. Til þess að landbúnaður, matvælafram­ leiðsla og matvælaöryggi í heiminum sé rekin á skynsam­ legum og umhverfisvænum grunni þarf einhvers konar kerfi sem verndar hann frá óheftum markaðslögmálum kapítalism­ ans. Með þessu á ég ekki við að það þurfi að framleiða allan mat sem þjóðin þarf hér á landi en aftur á móti er nauðsynlegt að matvælaframleiðslugrunnur inn sé góður og til að svo sé þarf land­ búnaður í landinu að vera öflugur og standa styrkum fótum,“ segir Fred Magdoff að lokum. Jarðvegseyðing og útskolun næringarefna er fylgifiskur einhæfðrar ræktunar. Mynd / Fred Magdoff. Opin rotþró við fóðrunarstöð. Gervihnattamynd sem sýnir útskolun næringarefna í Mexíkóflóa. Mynd / https://serc.carleton.edu Vörur fyrir sauðfé 255X190 prent.pdf 1 2.12.2019 14:46:12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.