Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 29

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 29 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur BÆKUR&MENNING Bókhlaða Gunnars Guðmunds­ sonar frá Heiðarbrún hefur gefið út bókina Leitin að Njáluhöfundi. Gunnar þekkja margir því hann var um langt árabil veiðivörður í Veiðivötnum og árið 2017 gaf bók­ hlaðan út 2 binda verk, Veiðivötn á Landmannaafrétti, efnismiklar og fróðlegar bækur með skemmti­ legu myndefni. G u n n a r, s e m e r Njálusérfræðingur, birtist í sjón­ varpsþáttunum „Á tali hjá Hemma Gunn“ um svipað leyti og bjórinn var leyfður á Íslandi. Þar reyndi sá snjalli sjónvarpsmaður Hemmi að reka Gunnar á gat með spurningum úr Njálu. Gunnar stóðst þetta próf með sóma og svaraði öllum spurn­ ingum kórrétt. Hér er á ferðinni afar fróðleg bók, þar sem Gunnar gerir tilraun til þess að finna hvaða maður ritaði Njálu, eða a.m.k þrengja hringinn um líklegan höf­ und. Í inngangi biður Gunnar lesendur „að hafa í huga, að megin­ efni bókarinnar er byggt á athugunum hans, hugleiðingum og meginröksemda­ færslur eru hans“. Fyrri hluti bókar Gunnars segir frá Njálu, tilurð henn­ ar, um hugsanagang og þekkingarbak­ grunn höfundar og svo lífsskoðanir. Í seinni hluta eru teknar fyrir 14 kenningar og til­ gátur um Njáluhöfund, t.d. Helga Hannessonar, Benediks Gíslasonar frá Hofteigi og Árna sonar hans, Einars Ól. Sveinssonar, Tryggva Þórhallssonar, Þórðar Tómassonar og svo Matthíasar Johannessen og Einars Kárasonar svo nokkrir séu nefndir. Gunnar hefur þann hátt á að kryfja hverja tilgátu fyrir sig, greinir hvað er rétt, hvað er ólíklegt og hvað er líklegt. T.d. segir Einar Kárason að „verk eins og Njála er skrifuð af þrautþjálfuðu stórskáldi. Það er skrýtið, að þegar menn giska á höf­ unda fornritanna, þá er oftast leitað í smiðju viðvaninga ... Fullsannað þykir að Njála hafi ekki verið skrif­ uð fyrr en nálægt 1280 og hinn mikli rithöfundur þess tímaskeiðs er Sturla Þórðarson.“ Bókinni vindur fram með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. Vitaskuld lýkur leitinni að höfundi Njálu aldrei en það færir okkur nær uppruna og rótum þessa mikla meistaraverks að beita kenn­ ingum fræðanna til þess að leita hans. Engin bók hefur haft viðlíka áhrif á mótun og menningu landsins en sagan af vináttu, vonbrigðum, svikum og morðbrennunni miklu. Bók Gunnars um leitina að höfundi hennar færir okkur enn nær skilningi á verkinu og um leið þjóðarkjarnarn­ um. Dr. Haraldur Matthíasson var íslensku­ og sögukennari minn í Menntaskólanum að Laugarvatni. Dr. Haraldur fór með okkur í ferð á Njáluslóðir í einni af langferða­ bifreiðum Ólafs Ketilssonar og bíl­ stjórinn var Bjarni Sigurðsson frá Geysi. Þegar dr. Haraldur var í hlutverki fararstjór­ ans varð sagan ljóslif­ andi, enda greinilegt hve dr. Haraldi þótti vænt um þetta mikla ritverk. Dr. Haraldur var í yfir 20 ár fararstjóri í ferðum Ferðafélags Íslands á Njáluslóðir, enda fáir menn en hann fróðari um söguna af brennunni miklu. N i ð u r s t a ð a Gunnars er að Njá luhöfundur er í miklum tengslum við Þvottá í Álftafirði, fólkið á Keldum á Rangárvöllum og í þriðja lagi er kunn­ ugleiki hans í Vestur­Skaftafellssýslu slíkur að sá kunnugleiki byggist ekki á nokkrum ferðum, heldur hlýtur eitthvað meira að koma til. Getum við fundið mann sem sameinar þetta þrennt? er spurningin sem Gunnar varpar fram til lesenda eftir að hafa beitt sagnfræðilegum rökum. Hér er vel heppnuð bók sem allt áhugafólk um Njálu mun hafa bæði gagn og gaman af. Kannski munu þeir Gunnar frá Heiðarbrún, Einar Kárason og jafnvel Matthías Johannessen hittast á málþingi um höfund Njálu? Kristinn M. Bárðarson, kennari, Selfossi. Leitin að Njáluhöfundi GunnarsGuðmunds son frá Heiðarbrún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.