Bændablaðið - 05.12.2019, Side 30

Bændablaðið - 05.12.2019, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201930 UTAN ÚR HEIMI Þjóðverjar taka upp hert landamæraeftirlit á landamærunum að Danmörku: Draumurinn um landamæralausa Evrópu sagður vera úr sögunni Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit á landamær- um Danmerkur og Þýskalands. Í danska blaðinu BT er sagt að draumurinn um opin landamæri og frjálst flæði fólks milli ESB landa sé þar með úr sögunni. Þjóðverjar hófu landamæraeftirlit á tveim stöðvum við dönsku landa- mærin fimmtudaginn 7. nóvember. Önnur stöðin er á þjóðveginum á milli Kupfermühle í Þýskalandi og Kruså í Danmörku, og hin er á leiðinni frá Harrislee til Padborg. Við Kupfermühle voru yfir 20 landamæraverðir samkvæmt frétt Jyske Vestkysten. Það var þýski innanríkisráðherr- ann, Horst Seehofer, sem fyrirskip- aði hert landamæraeftirlit og er það sagt vera tímabundið. Tímabundið landamæraeftirlit getur þó varað lengi að mati BT og bent er á að Danmörk hafi teklið upp tímabund- ið landamæraeftirlit við landamæri Þýskalands í janúar 2016 og það er enn í gildi. Þýskaland var helsta barátturíkið fyrir opnum landamærum „Það er algjört hrun svokall- aðrar landamæralausrar Evrópu og ESB, að Þýskaland tekur nú upp landamæraeftirlit við landamæri landsins,“ sagði talsmaður danska þjóðarflokksins, Peter Skaarup, í samtali við B.T. bendir hann á að Þýskaland hafi verið helsti and- stæðingurinn innan ESB gegn því að halda uppi eftirliti á innri landa- mærum ríkjanna. Segir Skaarup að hafi menn haft trú á hugmyndafræðinni landamæra- laust ESB með frjálsri för milli land- anna, þá sé sú trú algjörlega brostin eftir að fólk þarf nú að fara í gegnum landamæraeftirlit á innri landamær- unum. Danska löggæslan sem og yfir- völd víðar í ESB-ríkjunum hafa varið miklum fjármunum í landamæra- eftirlit á liðnum árum í kjölfar auk- ins straums flóttamanna og af ótta við hryðjuverk. Peter Skaarup segir þetta einfaldlega vera þann veruleika sem menn búi við í dag. Nú sé litið á landamæraeftirlit sem mikilvægan þátt í baráttunni gegn glæpum. Hælisumsóknarkerfi ESB talið vera í uppnámi Þýskaland hefur tekið upp hert landamæraeftirlit í kjölfar frétta af líbönskum glæpamanni sem, þrátt fyrir bann, hafði farið inn í Þýskaland, að því er fram kom í Jyllands Posten. Innanríkisráðherra Þýskalands hafði tjáð þýska fjölmiðlinum Bild að fólk væri að missa trúna á öllu hælisumsóknarkerfi ESB. Fulltrúi Venstre í útlendinga- og innflytjendamálum, Mads Fuglede, segist skilja vel að Þjóðverjar séu að herða stjórn á landamærum sínum að Danmörku. „Við lítum á það sem náttúrulegt. Að Þýskaland, eins og Danmörk, hafi áhuga á að fylgjast með því hver kemur inn og út úr landinu. Þetta er eitthvað sem við sjáum í mörgum löndum og hefur bakgrunn í hryðju- verkaógninni, “segir Mads Fuglede. /HKr Samkvæmt tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjálandi er um þriðjungur hennar frá búfjárrækt. Nýja-Sjáland: Metanfríar rollur Búvísindamenn á Nýja-Sjálandi hafa hafist handa við að kynbæta sauðfé í landinu í átt að því að vera metangaslaust. Verkefnið, sem kallast Global first, er sagt skref í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Samkvæmt tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjálandi er um 1/3 hennar frá búfjárrækt. Fyrstu skrefin í þessa átt eru að sögn vísindamanna að finna fé sem framleiðir minna metan en almennt gerist með sauðfé í landinu og vita hvort greina megi erfðamengi eða mengi sem valda metanframleiðsl- unni. Metanlosun fjár verður mælt í tvö ár og síðan gripir sem minnst losa teknir til nánari rannsókna og hugsanlega undaneldis. /VH Afríska svínapestin: Hefur áhrif á framleiðslu blóðþynningarlyfja Þótt vírusinn sem veldur hinni skæðu afrísku svínapest (ASF) sem nú breiðist ört um heiminn hafi ekki áhrif á menn, þá hefur svínapestin samt óbein áhrif á heilsu manna. Stór hluti af blóðþynningar lyfjum fyrir menn sem framleidd eru í heim- inum, eins og Heparin, eru unnin úr innyflum svína sem alin eru í Kína. Þessi lyf eru m.a. nauðsynleg til að kljást við blóðgjafir, blóð- tappamyndun og kransæðastíflur í mannfólkinu. Vissulega er víðar leitað fanga fyrir lyfjaiðnaðinn en í Kína, en svínarækt er samt hvergi öflugri en þar. Engin mótefni hafa fundist til að stöðva útbreiðslu ASF og smit- uð svín hafa verið felld í milljóna- tali í Kína og hefur veikin verið að breiðast út til nágrannaríkjanna. Þetta hefur þegar haft áhrif á lyfja- framleiðendur samkvæmt frétt Star online síðastliðinn þriðjudag. Lyfjaframleiðendur eru farnir að huga að öðrum leiðum til að fram- leiða blóðþynningarlyf. Notkun á innyflum úr nautgripum var hætt á tíunda áratug síðustu aldar af ótta við að kúariða gæti borist í fólk. Þessi staða er nokkuð kaldhæðn- isleg þar sem eitt helsta sjáanlega einkenni AFS svínapestarinnar er blæðandi húð sýktra svína. Þannig virðist vírusinn valda blóðþynningu hjá dýrunum sem sýkjast jafnframt því að æðar gefa sig. /HKr. HAUGSUGURNAR & KEÐJUDREIFARARNIR FRÁ BELMAC HAFA SANNAÐ SIG SEM ÖFLUG GÆÐATÆKI Á ÍSLANDI. HAUGSUGUR ERU Í BOÐI FRÁ 5.000-16.000L VALBÚNAÐUR: Drifsaftsknúin eða vökva- knúin dæla, sjálfvirkur áfyllingarbúnaður, ýmsir litir eða gavanisering. KEÐJUDREIFARAR ERU Í STÆRÐUM: 1cu - 12cu VALLARBRAUT.IS Trönuhrauni 5 Hafnarfirði S-8411200 &-8417300 FRÁ ÍRLANDI HAUGSUGUR KOMA Á BKT DEKKJUM, ERU MEÐ FJAÐRANDI BEISLI OG 6MM ÞYKKU STÁLI Í BELG GOTT VERÐ ST UTTU R AFG REIÐS LUTÍM I 2019 þriðja heitasta ár frá því að mælingar hófust Samkvæmt því sem segir í orðsendingu frá Alþjóðlegu veðurathug- unarmiðstöðinni bendir allt til að árið 2019 verði þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust. Þar segir einnig að síð- asti áratugur hafi einnig verið óvenju heitur og sá heitasti sem mælst hefur. Meðaltalshiti áranna 2010 til 2019 er um 1,1° á Celsíus hærri en fyrir upphaf iðnbyltingarinnar og sýnir að hlýnunin nálg- ast hratt þær 1,5° á Celsíus sem margir vísindamenn segja að muni hafa gríðar- leg áhrif á lífríkið. Auk þess sem talið er að hlýn- uninni muni fylgja meiri breytingar í átt til öfga í veðri, hitabylgja, flóða og þurrka, í öllum heimsálf- um. /VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.