Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201930 UTAN ÚR HEIMI Þjóðverjar taka upp hert landamæraeftirlit á landamærunum að Danmörku: Draumurinn um landamæralausa Evrópu sagður vera úr sögunni Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit á landamær- um Danmerkur og Þýskalands. Í danska blaðinu BT er sagt að draumurinn um opin landamæri og frjálst flæði fólks milli ESB landa sé þar með úr sögunni. Þjóðverjar hófu landamæraeftirlit á tveim stöðvum við dönsku landa- mærin fimmtudaginn 7. nóvember. Önnur stöðin er á þjóðveginum á milli Kupfermühle í Þýskalandi og Kruså í Danmörku, og hin er á leiðinni frá Harrislee til Padborg. Við Kupfermühle voru yfir 20 landamæraverðir samkvæmt frétt Jyske Vestkysten. Það var þýski innanríkisráðherr- ann, Horst Seehofer, sem fyrirskip- aði hert landamæraeftirlit og er það sagt vera tímabundið. Tímabundið landamæraeftirlit getur þó varað lengi að mati BT og bent er á að Danmörk hafi teklið upp tímabund- ið landamæraeftirlit við landamæri Þýskalands í janúar 2016 og það er enn í gildi. Þýskaland var helsta barátturíkið fyrir opnum landamærum „Það er algjört hrun svokall- aðrar landamæralausrar Evrópu og ESB, að Þýskaland tekur nú upp landamæraeftirlit við landamæri landsins,“ sagði talsmaður danska þjóðarflokksins, Peter Skaarup, í samtali við B.T. bendir hann á að Þýskaland hafi verið helsti and- stæðingurinn innan ESB gegn því að halda uppi eftirliti á innri landa- mærum ríkjanna. Segir Skaarup að hafi menn haft trú á hugmyndafræðinni landamæra- laust ESB með frjálsri för milli land- anna, þá sé sú trú algjörlega brostin eftir að fólk þarf nú að fara í gegnum landamæraeftirlit á innri landamær- unum. Danska löggæslan sem og yfir- völd víðar í ESB-ríkjunum hafa varið miklum fjármunum í landamæra- eftirlit á liðnum árum í kjölfar auk- ins straums flóttamanna og af ótta við hryðjuverk. Peter Skaarup segir þetta einfaldlega vera þann veruleika sem menn búi við í dag. Nú sé litið á landamæraeftirlit sem mikilvægan þátt í baráttunni gegn glæpum. Hælisumsóknarkerfi ESB talið vera í uppnámi Þýskaland hefur tekið upp hert landamæraeftirlit í kjölfar frétta af líbönskum glæpamanni sem, þrátt fyrir bann, hafði farið inn í Þýskaland, að því er fram kom í Jyllands Posten. Innanríkisráðherra Þýskalands hafði tjáð þýska fjölmiðlinum Bild að fólk væri að missa trúna á öllu hælisumsóknarkerfi ESB. Fulltrúi Venstre í útlendinga- og innflytjendamálum, Mads Fuglede, segist skilja vel að Þjóðverjar séu að herða stjórn á landamærum sínum að Danmörku. „Við lítum á það sem náttúrulegt. Að Þýskaland, eins og Danmörk, hafi áhuga á að fylgjast með því hver kemur inn og út úr landinu. Þetta er eitthvað sem við sjáum í mörgum löndum og hefur bakgrunn í hryðju- verkaógninni, “segir Mads Fuglede. /HKr Samkvæmt tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjálandi er um þriðjungur hennar frá búfjárrækt. Nýja-Sjáland: Metanfríar rollur Búvísindamenn á Nýja-Sjálandi hafa hafist handa við að kynbæta sauðfé í landinu í átt að því að vera metangaslaust. Verkefnið, sem kallast Global first, er sagt skref í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Samkvæmt tölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjálandi er um 1/3 hennar frá búfjárrækt. Fyrstu skrefin í þessa átt eru að sögn vísindamanna að finna fé sem framleiðir minna metan en almennt gerist með sauðfé í landinu og vita hvort greina megi erfðamengi eða mengi sem valda metanframleiðsl- unni. Metanlosun fjár verður mælt í tvö ár og síðan gripir sem minnst losa teknir til nánari rannsókna og hugsanlega undaneldis. /VH Afríska svínapestin: Hefur áhrif á framleiðslu blóðþynningarlyfja Þótt vírusinn sem veldur hinni skæðu afrísku svínapest (ASF) sem nú breiðist ört um heiminn hafi ekki áhrif á menn, þá hefur svínapestin samt óbein áhrif á heilsu manna. Stór hluti af blóðþynningar lyfjum fyrir menn sem framleidd eru í heim- inum, eins og Heparin, eru unnin úr innyflum svína sem alin eru í Kína. Þessi lyf eru m.a. nauðsynleg til að kljást við blóðgjafir, blóð- tappamyndun og kransæðastíflur í mannfólkinu. Vissulega er víðar leitað fanga fyrir lyfjaiðnaðinn en í Kína, en svínarækt er samt hvergi öflugri en þar. Engin mótefni hafa fundist til að stöðva útbreiðslu ASF og smit- uð svín hafa verið felld í milljóna- tali í Kína og hefur veikin verið að breiðast út til nágrannaríkjanna. Þetta hefur þegar haft áhrif á lyfja- framleiðendur samkvæmt frétt Star online síðastliðinn þriðjudag. Lyfjaframleiðendur eru farnir að huga að öðrum leiðum til að fram- leiða blóðþynningarlyf. Notkun á innyflum úr nautgripum var hætt á tíunda áratug síðustu aldar af ótta við að kúariða gæti borist í fólk. Þessi staða er nokkuð kaldhæðn- isleg þar sem eitt helsta sjáanlega einkenni AFS svínapestarinnar er blæðandi húð sýktra svína. Þannig virðist vírusinn valda blóðþynningu hjá dýrunum sem sýkjast jafnframt því að æðar gefa sig. /HKr. HAUGSUGURNAR & KEÐJUDREIFARARNIR FRÁ BELMAC HAFA SANNAÐ SIG SEM ÖFLUG GÆÐATÆKI Á ÍSLANDI. HAUGSUGUR ERU Í BOÐI FRÁ 5.000-16.000L VALBÚNAÐUR: Drifsaftsknúin eða vökva- knúin dæla, sjálfvirkur áfyllingarbúnaður, ýmsir litir eða gavanisering. KEÐJUDREIFARAR ERU Í STÆRÐUM: 1cu - 12cu VALLARBRAUT.IS Trönuhrauni 5 Hafnarfirði S-8411200 &-8417300 FRÁ ÍRLANDI HAUGSUGUR KOMA Á BKT DEKKJUM, ERU MEÐ FJAÐRANDI BEISLI OG 6MM ÞYKKU STÁLI Í BELG GOTT VERÐ ST UTTU R AFG REIÐS LUTÍM I 2019 þriðja heitasta ár frá því að mælingar hófust Samkvæmt því sem segir í orðsendingu frá Alþjóðlegu veðurathug- unarmiðstöðinni bendir allt til að árið 2019 verði þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust. Þar segir einnig að síð- asti áratugur hafi einnig verið óvenju heitur og sá heitasti sem mælst hefur. Meðaltalshiti áranna 2010 til 2019 er um 1,1° á Celsíus hærri en fyrir upphaf iðnbyltingarinnar og sýnir að hlýnunin nálg- ast hratt þær 1,5° á Celsíus sem margir vísindamenn segja að muni hafa gríðar- leg áhrif á lífríkið. Auk þess sem talið er að hlýn- uninni muni fylgja meiri breytingar í átt til öfga í veðri, hitabylgja, flóða og þurrka, í öllum heimsálf- um. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.