Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 31

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 31 Akureyri · Sími 465 1332 www.buvis.is H ér að sp re nt Framúrskarandi áburðardreifarar frá RAUCH Sérstök tilboðsverð ef pantað er fyrir áramót Eitt fullkomnasta alsjálfvirka mælikerfi sem völ er á - EMC hárnákvæm magnmæling 200 sinnum á sekúndu. Eini dreifarinn sem stjórnar og leiðréttir flæði áburðar aðskilið á sitt hvora skífu. Stöðug leiðrétting á flæði áburðar allan tímann sem dreift er, enn meiri nákvæmni á fyrstu metrum dreifingar. Hristingur og halli hefur ekki áhrif á EMC. Sjálfvirk aðlögun vinnslubreiddar að lögun túnsins. Beggja megin í einu eða öðru megin. Afburða dreifigæði, einfalt og þægilegt viðmót, stór skjár þar sem gott er að fylgjast með dreifingu. Vinnslubreidd frá 12- 42 metrar - allt að 3200 kg. burðargeta. Drif í lokuðu olíubaði sem eykur endingu og er viðhaldsfrítt. Tvöföld pólýhúðun sem eykur endingu dreifara og viðheldur glæsilegu útliti. www.rauch.de Gerir þú kröfu um nákvæmni í dreifingu? - Aukin nákvæmni felur í sér sparnað til lengri tíma, betri nýtingu af hverjum hektara og betri hey. Farallon-eyjar: Innrás músanna Vistkerfi Farallon-eyja, sem liggur við norðanverða strönd Kaliforníu, er sagt vera í bráðri hættu vegna mikillar fjölgunar músa. Eyjarnar eru sagðar ríkar af líffræðilegri fjölbreytni en líf- fræðingar segja að það geti breyst hratt verði ekkert að gert til að hefta fjölgun músanna. Farallon-eyjar liggja um 48 kíló- metra út af borginni San Francisco og þar verpa um 300 þúsund sjó- fuglar af ýmsum tegundum, auk þess sem selir og sæljón eru algeng á eyjunum. Líffræðingar sem hafa verið að kanna hegðun hákarla við eyjarn- ar og far fugla segja að undanfarin ár hafi músum á eyjunni fjölgað gríðarlega og nú sé svo komið að þær ógni öðrum lífverum þar með afráni. Mýsnar á eyjunum eiga sér enga náttúrulega óvini og fjölga sér því hratt. Éta allt sem að kjafti kemur Ekki er nóg með að mýsnar éti fræ þeirra plantna sem á eyjunni eru og dragi þannig úr vexti heldur grafa þær holur og taka yfir holur varp- fugla og hrekja fuglana á brott. Sprenging í fjölda Talið er að mýs hafi borist til eyjanna á seinni hluta nítjándu aldar með sjómönnum sem heimsóttu þær til að safna eggjum. Fjölgun músanna var takmörkuð þar til fyrir nokkrum árum þegar spenging varð í fjölda þeirra og nú er svo komið að þær eru um allt eins og plága. Fjöldi músa á eyjunni er sagður vera sá mesti á hektara í heiminum og varla hægt að þverfóta fyrir þeim og stundum sagt að yfirborð eyjanna líti út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda þeirra. Gildrur eða eitur Að sögn þeirra sem láta sér málið varða verður að gera eitthvað rót- tækt til að draga úr fjölda músanna áður en þær valda enn meiri skaða á lífríki eyjanna. Langt er frá að allir séu sammála um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fljótlegasta og ör- uggasta leiðin er sögð að eitra fyrir músunum en aðrir segja að eitrunin muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á annað dýralíf á eyjunum og í sjónum í kringum þær. Andstæðingar eitr- unar segja að betra sé að leggja fyrir mýsnar gildrur. /VH Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.