Bændablaðið - 05.12.2019, Side 37

Bændablaðið - 05.12.2019, Side 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 37 í svona ræktun eins og gert er á Íslandi? „Það gerist hvergi annars staðar í heiminum. Yfirleitt er bændum í öðrum löndum ekki boðið upp á að nota annað en margendurnýtt vatn frá hreinsistöðvum. Það er vatn sem við myndum í besta falli telja annars flokks. Það er alveg einstakt að geta drukkið sama vatnið og við erum að vökva plönturnar með og notum til að þrífa bílana okkar. Svona þekkist hvergi annars staðar í heiminum og er gríðarlega mikils virði.“ Íslensku gúrkurnar standa vel gagnvart innflutningi – Hvernig standið þið þá í samkeppni við innflutning? „Það er nánast enginn innflutn- ingur á gúrkum þrátt fyrir að engir tollar séu á þeim og tómötum. Þegar einhverjar sveiflur eru í íslensku framleiðslunni hafa menn verið að reyna að flytja inn gúrkur en maður sér að þær seljast illa og eru dýrar.“ Framleiðsla á íslenskum tómötum hefur gefið eftir „Að öllum líkindum hefur íslenska tómataframleiðslan eitthvað minnkað og því hefur meira verið flutt inn,“ segir Reynir. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur tómata framleiðslan hér á landi verið að dragast saman ár frá ári, eða úr 1.652 tonnum árið 2010 í 1.213 tonn árið 2018. Á sama tíma hefur innflutningur aukist úr 583 tonnum í 1.549 tonn. „Það dugar að það komi lélegt sumar hér til að öll framleiðsla dragist saman. Í fyrra bilaði kolsýruverksmiðjan auk þess sem það var mjög skýjað og dimmt yfir. Því minnkaði framleiðslan. Nú er búið að vera gott sumar og framleiðslan því góð. Við erum að framleiða hér um eitt til eitt og hálft tonn af tómötum á viku. Það er rólegra yfir þeirri framleiðslu en í gúrkunum og aðeins verið að tína þrisvar í viku og frí um helgar. Líftími plantnanna í framleiðslu er líka lengri en í gúrkunum. Við erum að skipta tómataplöntunum út á sex mánaða fresti. Það er því mun minni vinna við tómataræktina en gúrkuframleiðsluna.“ Engin eiturefnanotkun við framleiðsluna Reynir segir að mikið sé lagt upp úr heilnæmi grænmetisins sem ræktað er í Reykási. Því séu eingöngu notaðar lífrænar varnir með skordýrum til að eyða óværu sem upp getur komið. „Við höfum ekki notað eitur af neinu tagi í þessari stöð síðan 2007. Við notum lífrænar varnir, og síðan klór, vetnisperoxíð (sem notað er til sótthreinsunar) og sápur ef þess þarf. Við getum einfaldlega ekki notað eitur þegar við erum með lífrænar varnir, því það drepur þær líka. Ef menn nota eitur til að losna við óværu, þá eru menn komnir í vítahring eiturefnanotkunar. Bændur velja því hvort þeir noti lífrænar varnir eða eitur, þar er ekki til nein málamiðlun. Eitur er bara liðin tíð í svona framleiðslu. Lífrænar varnir er stór liður í að skapa íslenskri ylrækt sérstöðu. Þótt menn noti líka lífrænar varnir í útlöndum er það miklu erfiðara, því stöðugt koma nýjar og nýjar plágur sem ekki er hægt að fá lífrænar varnir við. Við erum laus við slíkt hér. Ef við tölum um eiturnotkun þá getum við svo sem valið hér á landi um fimm tegundir eiturefna á meðan kollegar okkar í Evrópu geta valið úr um 30 tegundum efna. Þeir geta líka keyrt milli Þýskalands, Hollands, Belgíu, Frakklands og Spánar og alltaf sótt sér eiturefni þótt þau séu bönnuð í heimalandinu. Þetta eru staðreyndir sem menn vita af og ekkert er gert í að stoppa. Auk þess þá vita neytendur í Evrópu sjaldnast hvaðan grænmetið eða aðrar landbúnaðarafurðir eins og kjúklingar koma. Kjúklingar í dönskum umbúðum geta allt eins verið upprunnir í Asíu,“ segir Reynir. Segir Evrópusambandinu stjórnað af stórfyrirtækjum Reynir liggur svo sem ekki á skoðunum sínum gagnvart Evrópu sambandinu og bendir á að grunnurinn að stofnun þess hafi verið viðskiptabandalag í verslun með stál. Að grunni til byggist Evrópusambandið enn á sömu lögmálum sem snúast fyrst og síðast um að tryggja frelsi athafnamanna til að hafa viðskipti án nokkurra hindrana. „Evrópusambandinu er stjórnað af stórfyrirtækjum. Ríkum pótintátum þar sem gróðahyggjumenn eru oft og tíðum við stjórnvölinn. Þess vegna fá menn að vaða uppi og selja krabbameinsvaldandi efni eins og Roundup. Þetta vita allir, en Evrópusambandið lokar bara augunum þar sem stóru fyrirtækin greiða þeim bara nógu mikinn pening svo enginn segi neitt. Við höfum verið að selja hér í gegnum fyrirtæki okkar NPK áburð sem heitir Potassium Phosphite sem nú er búið að taka af markaðnum í ESB-ríkjunum. Ástæðan er að Potassium Phosphite hefur þá aukaeiginleika að geta drepið sveppasýkingar í plöntum. Þá komu stóru efnafyrirtækin sem eru að framleiða sveppaeitur og komu því þannig fyrir að settar voru reglur hjá ESB um að banna notkun á Potassium Phosphite. Þannig fengu þeir frið til að selja sitt eiturefni til grænmetisræktarinnar í Evrópu. Potassium Phosphite er hins vegar þannig efni að því má úða vatnsþynntu á plöntur án þess að það valdi skaða hjá fólki eða náttúru. Með því að banna þetta er verið að nota eiturefni sem hefur mikil áhrif á lífríkið í kringum sig. Nú er mikið rætt um að skordýrum fari ört fækkandi í Evrópu og víðar, halda menn að það sé einhver tilviljun? – Það er ekkert annað en eitur sem er að drepa þessi dýr. Menn verða því að finna aðrar lausnir en að nota eiturefni í matvælaframleiðslu. Það eru þegar á boðstólum margvíslegar lausnir sem hægt er að nota í ræktun sem hafa engin eituráhrif. Það hentar bara ekki stóru eiturefnaframleiðendunum Ræktun á tómötum á Íslandi hefur verið að gefa eftir á síðustu árum, allavega hvað magn snertir. Framleiðsla á smátómötum hefur þó verið að aukast verulega en dugar skammt til að halda uppi markaðshlutdeildinni. – Framhald á næstu síðu VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Ifor Willams Kerrur í öllum stærðum og útfærslum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.