Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201938 LÍF&STARF Erlendis flysjar fólk gúrkurnar til að forðast eitrið Reynir nefnir dæmi úr einni af heimsóknum sínum til Evrópu. Þar var honum boðið að borða á heimili hjá einum garðyrkju- ráðunaut og konan sá um elda- mennskuna. „Ég sá að konan tekur upp ostaskera og sker hýðið utan af gúrkunni sem hún var með. Ég spurði hana af hverju hún gerði þetta. Hún svaraði að bragði; ég geri þetta alltaf þegar ég veit ekki hvaðan gúrkan kemur. Það er bara til að tryggja að við séum ekki að borða eitrið sem er á hýðinu. Ég vil vita hvaðan gúrkan kemur og hvort hún er úr garðyrkjustöð sem er ekki að nota eitur ef ég á að borða hýðið. Ég veit ekkert hvort þessi gúrka kemur frá Hollandi eða Spáni, sagði konan.“ Kolsýran er nauðsynleg svo grænmeti geti þrifist Reynir nefndi mikilvægi kol- sýrunnar í svona ræktun. Það er óneitanlega sérstakt þegar haft er í huga að vart er hægt að fletta blaði, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp öðruvísi en að þar yfir- gnæfi umræðan um loftslagsmál og neikvæð áhrif af losun gróð- urhúsalofttegunda eins og koltví- sýrings (CO2). Það lá því beinast við að spyrja Reyni hvað sé til ráða hjá garðyrkjubændum ef þeir fá ekki sína kolsýru til að fóðra plönturnar. „Það er bara ekkert hægt að gera. Slík staða er mjög slæm. Sumir reyna að brenna einhverju til að búa til koltvísýring, en það er ekki nærri eins áhrifaríkt og að vera með þessa hreinu kolsýru sem við notum. Það veldur því gríðarlegu tekjutapi fyrir okkur ef við fáum ekki kolsýru, jafnvel þótt hún sé okkur dýr. Án kolsýru verður vöxturinn um 30% hægari. Svona gróðurhús eins og hjá okkur er fljótt að klára alla kolsýru úr loftinu. Plönturnar éta upp alla kolsýru sem þeim býðst og ef kol- sýran klárast verður hlutfallslega of mikið súrefni. Þetta verður allt að vera í réttum hlutföllum.“ – Er viðhorfið hjá ykkur gagn- vart koltvísýringi þá annað en hjá þeim sem hafa hæst í umræðunni? „Já, við erum að binda koltví- sýring í plöntunum hjá okkur á hverjum degi og kolsýran er plöntunum lífsnauðsynleg. Með okkar ræktun erum við því að draga úr losun á kolsýru sem annars færi út í andrúmsloftið.“ Telur framtíð grænmetisræktunar felast í flotræktun Í Reykási vinna að jafnaði um tíu manns, að stærstum hluta er- lendir starfsmenn. Reynir segir að í þeim hópi sé samt fastur kjarni sem starfað hafi lengi hjá honum. Nýjasta framleiðslan hjá Reyni í Reykási er flotræktun á salati sem hann hefur verið að þróa í um eitt og hálft ár. „Þetta er það nýjasta í garð- yrkjuheiminum í dag. Tæknin hefur svo sem verið lengi þekkt, en hefur ekki verið þróuð almenni- lega fyrr en núna. Þetta er kallað „floting hydorphonic“ þar sem plönturnar vaxa alfarið í vatni sem í er næringarblanda. Ég reyndi að kaupa svona, en það var ekki fyrr en 2018 að fyrirtæki voru í stakk búin að afgreiða svona búnað sem heildstætt kerfi til mín úr almenni- legu efnum. Nú eru um fjögur til fimm fyrirtæki farin að framleiða svona plastflot.“ Þetta er ekki ósvipað annarri salatrækt, plantan látin róta sig í smá mold og svo sett á flot. Í Reykási eru plönturnar svo ræktaðar í tilbúnum tjörnum. Fer vatnið í hringrás í gegnum kassa eða „bíófilter“ með perlusteini og við það fær það súrefnismettun á ný. Vatnsskipti eiga sér þannig stað á um tveggja tíma fresti í karinu eða tjörninni. Í stað raf- eða hand- knúins færibands er vatnið sjálft látið virka sem færiband. Þegar ein fljótandi plastgróðureining er tekin upp hrekur straumurinn í vatninu þá næstu að bakkanum. Í þessu er enginn vélrænn búnaður sem getur bilað nema vatnsdælur. Svona framleiðsla útheimtir því mun minni vinnu en þekkist með hefðbundnum aðferðum. „Ég held að þetta sé framtíð- in í allri ræktun. Það eru sérstök fræ sem notuð eru í svona vatns- ræktun. Það er líka hægt að rækta hvítkál og tómata með þessari aðferð. Framtíðin er að flytja allt útiræktað grænmeti yfir í þessa aðferð. Ástæðan er að engin þörf er á notkun illgresiseyðis og í svona ræktun eru engin jarðvegs- vandamál.“ Jarðvegur víða orðinn ónýtur til ræktunar grænmetis í Evrópu „Ég kom í stórt salathús í Hollandi þar sem bóndinn var að færa alla útiræktunina hjá sér í hús. Það var vegna sýkingar í jarðveginum, þannig að þar var ekki hægt lengur að rækta salat.“ Sagði Reynir að mengunin í jarðvegi í ræktunarstöðvum m.a. í Hollandi sé orðin geigvænleg. Nefndi hann að á einni sýningu þar í landi hafi honum og öðrum gestum verið gert að fara í sérstök stígvél. Fannst reyni þetta frábært og til vitnis um að bændurnir vildu ekki að gestirnir væru að bera smit inn í garðyrkjustöðvarnar með skóbúnaði sínum. „Nei, það var ekki ástæðan. Þeir vildu ekki að við værum að bera smit út af svæðinu hjá þeim þar sem jarðvegurinn var allur gegn- sýrður af smiti. Þarna voru gulræt- urnar t.d. hreint út sagt ógeðslegar. Þetta er vandamálið sem bændur eru að kljást við í Evrópu í dag. Jarðvegurinn er gjörsamlega ónýt- ur vegna eiturefnanotkunar og úr slíkri framleiðslu eru menn m.a. að flytja inn grænmeti til Íslands. Nú eru menn að reyna að finna nýjar leiðir og er flotræktun ein þeirra,“ segir Reynir. „Þeir hafa reyndar ekki sömu möguleika og við sem erum með allt þetta hreina vatn.“ Með heitt vatn úr eigin borholu „Við byrjuðum að bora eftir heitu vatni fyrir fimm árum. Erum með borholu í aðeins 350 metra fjar- lægð frá gróðurhúsinu. Hún er með 73 gráðu heitu vatni og er senni- lega ein besta borhola landsins þótt ég segi sjálfur frá. Þar erum við að taka upp heitt vatn á að- eins 120 metra dýpi. Við vorum eiginlega í vandræðum með að bora þetta því það kom strax upp svo mikið af 20–30 gráðu heitu vatni sem hefði sjálfsagt dugað til að hita upp mörg þúsund fer- metra með gólfhitalögnum. Við boruðum samt lengra, eða niður á 120 metra. Þá var vatnið orðið 73 gráðu heitt sem dugði okkur vel og ég vildi ekki fara neðar af ótta við að missa það kannski út í sprungur. Svo fóðruðum við holuna niður á um 90 metra dýpi. Ég var svo að bora hér við hliðina á gróðurhúsinu eftir köldu vatni, þegar ég var að setja upp pollana fyrir vatnsræktunina. Þegar við vorum komnir niður á 30 metra gáfumst við upp af því að það var svo mikill hiti á botni holunnar. – Höfðu menn þá ekkert borða á þessu svæði áður? „Það er ferskvatnsborhola hér uppi í hverfinu sem er um 350 metra djúp. Hún er með um 50 gráðu heitu vatni. Þar er um að ræða kalt vatn sem þá hitnar á klöpp, en ekki jarðhitavatn,“ segir Reynir Jónsson. /HK Flotræktun, eða „floting hydorphonic“, er framtíðin í grænmetisrækt að mati Reynis Jónssonar. Með því geta menn losnað við vandamál sem skapast af illgresi og bakteríusýkingum í jarðvegi. Þá er víða fátt annað í stöðunni í Evrópu þar sem búið er að eyðileggja jarðveginn með gegndarlausri eiturefnanotkun. Myndir / HKr. Horft yfir flotræktarskálann í gróðrarstöðinni Reykási. HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG HAGATORGI · SÍMI 588 9060 hib@hib.is · www.hib.is Í bókinni Send í sveit. Súrt, saltað og heimabakað er leitast við að kynna helstu niðurstöður á myndrænan hátt. Ummæli fyrrum sumardvalarbarna og heimafólks eru birt samhliða frumtextum, sendibréfum og bókmenntum sem endurspegla tíðarandann. SEND Í SVEIT Siðurinn að senda börn í sveit er margbrotinn og samofinn sögu íslenskrar æsku - hann var í þjóðarsálinni. Bókin kynnir fræðilega nálgun þessarar rannsóknar sem byggir m.a. á frásögnum sumardvalarbarna og heimafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.