Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 39

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 39 Bændablaðið Auglýsingar 56-30-300 Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og öll lögbýli á Íslandi Við bjóðum úrval vefnaðar- og gjafavara með sterka tengingu við íslenska náttúru í vefverslun okkar Tilvaldar jólagjafir fyrir bændur og búalið Við rekum fjölskyldufyrirtæki í íslenskri sveit info@tundra.is, s. 893 0103 „Blómvöndurinn“ sem afhentur var þegar verðlaunin voru afhent var að þessu sinni samsettur úr íslensku grænmeti, að svo miklu leyti úr Þingeyj- arsýslum sem frekast var unnt. Á myndinni eru Jóhanna Katrín Þórhalls- dóttir, formaður umhverfisnefndar, Hjördís Finnbogadóttir og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Umhverfisverðlaun Skútustaðahrepps: Viðurkenning fyrir að hefta útbreiðslu ágengra plantna Umhverfisverðlaun Skútustaða­ hrepps voru afhent í fjórða sinn á dögunum. Umhverfisnefnd sveitar félagsins fékk það vanda­ verk að rýna í frambærilegar tilnefningar en niðurstaðan varð sú að veita verðlaunin Hjördísi Finnbogadóttur, sem hefur veitt umhverfismálum í sveitinni inn­ blástur með miklum eldmóði og öflugu starfi við að uppræta og hefta útbreiðslu framandi og ágengra plantna. Hjördís er afar læs á náttúr­ una, þar á meðal fugla og plöntur, og hefur mjög skarpa yfirsýn á útbreiðslu lúpínu og kerfils og þróun hennar á milli ára, segir í frétt á vefsíðu Skútustaðahrepps. Hjördís hefur unnið ómælt starf í sjálfboða­ vinnu, við að greina áskoranirnar og hreinlega framkvæma, ýmist ein og sér á vappi eða með Fjöreggi og ýmsum fleiri hópum sjálfboðaliða. Þá átti framlag Hjördísar undanfarin ár drjúgan þátt í vitundarvakningu sem leiddi til stofnunar starfshóps um heftingu á útbreiðslu framandi og ágengra tegunda, sem nú starfar á vegum Skútustaðahrepps í samvinnu við Fjöregg, Umhverfisstofnun, Landgræðsluna og RAMÝ, en starf­ semi hópsins hefur vakið athygli á landsvísu. /MÞÞ Blönduósbær gerir húsnæðisáætlun: Byggt á ný eftir 25 ára hlé Blönduósbær hefur á undan­ förnum mánuðum unnið að gerð húsnæðisáætlunar. Markmiðið er að skapa yfirsýn yfir húsnæðis­ mál sveitarfélagsins, meta þarfir ólíkra hópa og gera áætlun um uppbyggingu íbúða til næstu átta ára. Áætlunina má finna á vef Blönduósbæjar, en gert er ráð fyrir að fyrsta breyting á henni verði gerð í byrjun mars á næsta ári. Fram kemur í húsnæðisáætlun Blönduósbæjar að í lok liðins árs, 2018, hafi verið alls 382 íbúðir á Blönduósi, flest voru einbýlishúsin, eða 232 talsins, eða ríflega 60%. Þá voru íbúðir í fjölbýli 60, eða 16%, í parhúsum voru 48 íbúðir, eða 13% og 42 íbúðir voru í raðhúsum, eða 11%. Eftirspurn eftir leiguíbúðum Leiguíbúðir á Blönduósi voru 96 talsins í mars á þessu ári af þeim 382 íbúðum sem þar eru, eða um 25% allra íbúða. Alls voru 39 íbúðir í eigu sveitarfélagsins, 19 í eigu lögaðila og 31 í eigu einstaklinga. Frístundaíbúðir voru fimm og tvær íbúðir voru í Airbnb. Í mars var hafin bygging á tveimur einbýlishúsum og einu parhúsi, búið var að taka grunn fyrir þriggja íbúða raðhúsi og í vinnslu er fjögurra íbúða búsetu­ kjarni fyrir fatlaða einstaklinga. Þá er búið að sækja um byggingarleyfi fyrir 20 íbúða fjölbýlishús. Við gerð aðalskipulags Blöndu­ ósbæjar 2010–2030 var gerð áætlun um uppbyggingu nýrra íbúðasvæða og þéttingu eldri byggðar auk upp­ byggingar á gagnaverum sem er hafin. Eftirspurn er til staðar eftir leiguíbúðum á Blönduósi um þessar mundir og segir í húsnæðisáætlun að í ljósi þess sé eðlilegt að skoða vandlega þörf, eftirspurn og að gera áætlanir um byggingu leiguíbúða auk almennra íbúða. Ekkert byggt í 25 ár Bygging íbúða hófst á Blönduósi að nýju á árinu 2018 en ekki hafði verið byggt íbúðarhús frá árinu 2008. Nýbygging íbúðarhúsnæðis hefur að mestu legið niðri síðustu 25 ár, eða frá árinu 1993. Innviðir á Blönduósi miðast við stærra sam­ félag en nú er. Gert er ráð fyrir að nemendur í grunnskóla geti orðið allt að 240 án þess að stækka þurfi skólann frekar en nemendur eru um 150 í dag. Leikskólinn er rekinn á tveimur stöðum í dag og verður unnið að stækkun hans á næstu 5 árum til að koma honum fyrir á einum stað. Gert ráð fyrir að íbúum fjölgi næstu ár Fjöldi íbúa á Blönduósi hefur verið svipaður frá árinu 2006 til ársins 2016 og var meðalíbúafjöldi þessara ára um 884 íbúar miðað við 1. jan­ úar ár hvert. Frá árinu 2017 hefur íbúum fjölgað og voru íbúar orðnir 939 1. janúar 2019. Sú þróun hefur haldið áfram og voru íbúar þann 1. september 953. Gera má ráð fyrir að hæg aukning íbúa haldi áfram næstu ár enda verði framboð af hús­ næði fyrir nýja íbúa. Gera má ráð fyrir að fjölgunin sé um 15 íbúar á ári, eða um 1,5%, og að íbúar verði orðnir 1.000 eftir fjögur ár. Helsta breytan sem getur haft áhrif á þessa tölu er að það komi til sameiningar sveitarfélaga. Staða Blönduósbæjar sem þjónustukjarna ætti að styrkjast við þá breytingu. /MÞÞ Vélar, bátar, bílar, gámar eða vörur í lausu Það skiptir ekki máli hvað þú þarft að flytja, við getum flutt það fyrir þig landshorna á milli. Reglulegar ferðir á flesta staði á landinu. Hafðu samband og við finnum lausnina með þér. fraktlausnir@fraktlausnir.is Sími 519-2150 eða 773-1630
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.