Bændablaðið - 05.12.2019, Side 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 43
hefur nýst ykkur vel er það ekki og
þið eruð að byggja við höllina?
„Já, Sleipnishöllin hefur nýst
það vel að við höfum getað selt
aðgang að henni til námskeiðahalds
og kennslu á hestabraut FSU, það
hefur tryggt rekstraröryggi þannig að
allir félagsmenn hafa fengið afnot af
höllinni innifalið í félagsgjaldi þegar
hún er ekki í útleigu. Það eru mikil
fríðindi fyrir félagsmenn og því ættu
allir hestamenn að vera í félaginu
til að styrkja starfsemi félagsins og
fá mikið í staðinn,“ segir Magnús.
– Barna- og ungmennastarf innan
Sleipnis er mjög öflugt, hvað er helst
verið að gera á þeim vettvangi?
„Það er rétt, æskulýðsstarf félags-
ins reis upp úr því að vera nánast
ekki neitt áður en höllin komst í
gagnið 2010 í að fá Æskulýðsbikar
LH 2012 fyrir mjög aukið og þrótt-
mikið starf í þágu barna sem hafa
hestamennsku að áhugamáli. Einnig
hefur verið hægt að teyma undir
börnum á hátíðisdögum svo sem 1.
maí, 17. júní og þegar meira er um
að vera.“
– Hvað með reiðleiðir í kringum
Selfoss og næsta nágrenni, hvernig
eru þær og eru hestamenn ánægðir
með þær?
„Reiðleiðir eru kannski það sem
okkur helst skortir og hefur skort
með aukinni umferð og lagningu
bundins slitlags. Það er stórhættu-
legt að vera á ferð með vegunum
og síðan er ekki gott að komast um
einkalönd þar sem hætta er á að hlið
séu skilin eftir opin. Reiðveganefnd
félagsins hefur unnið frábært starf að
nýta þá fjármuni sem hún hefur haft
til að opna nýjar leiðir utan umferðar
og náð samkomulagi við landeigend-
ur um að fá ræmur með jarðamörk-
um. Gott dæmi um slíka framkvæmd
er leiðin frá Gaulverjabæjarvegi
að Villingaholtsvegi en þar hefur
okkur tekist að opna fyrir ríðandi
umferð með landamörkum og góð-
vild landeigenda. Þar hefur Einar
Hermundsson farið fremstur í flokki
með reiðveganefnd sinni við að ná
samningum um aukið landrými
hestamönnum til heilla. Einnig
höfum við náð að auka við reiðleið
frá hverfinu í landi Laugardæla sem
Árborg eignaðist fyrir nokkrum
árum.“
Hefur haft hestamennsku til
hliðar á eftir fjölskyldu og vinnu
– Þú sjálfur, ert þú með mikið af
hestum og ríður þú mikið út og þín
fjölskylda?
„Já, ég hef alltaf haft hesta-
mennsku svona til hliðar á eftir fjöl-
skyldu og vinnu, hef því ekki haft
mikinn tíma í hestaferðir né ræktun
en ég er þó það heppinn að sonur
okkar er með mér í þessu sporti og
síðan á ég mikið af vinum og kunn-
ingjum sem ég hitti og á samvistir
með. Við feðgar erum með þetta á
bilinu 7–9 hross á öllum stigum en
flest þó reiðhross. Hestamennskan
gefur manni tilgang að sinna öðru en
vinnu og skapa sér skemmtun í góðra
vina hópi. Tala nú ekki um þegar
maður og hestur ná vel saman með
góðu samspili í góðum útreiðartúr.“
– Hvernig myndir þú lýsa
draumahestinum þínum, hvernig á
hann að vera?
Draumahesturinn er fjörmikill
og rúmur alhliða gæðingur. Fallegur
með góðan háls og fallega fram-
göngu. Um langa tíð hefur mig lang-
að í fallegan glófextan og blesóttan
gæðing en það hefur ekki enn orðið,
spurning hvað verður í framtíðinni,“
segir Magnús og brosir út í annað.
– Hvað með fjármál Sleipnis,
hvernig gengur ykkur þar, það hlýt-
ur að kosta töluvert að reka svona
öflugt hestamannafélag. Njótið þið
skilnings og fáið þið góðan stuðning
víða að, eða?
„Fjármál Sleipnis hafa tekið
miklum framförum með auknu
starfi og auknum tekjumöguleikum,
með tilliti til betra vallarsvæðis og
Sleipnishallarinnar þá getum við
sótt um styrki og selt auglýsingar.
Nú er svo komið að félagið og
Sleipnishöllin ehf. eru skuldlaus
og við eigum fyrir starti á nýrri
viðbyggingu við höllina en það
er, eins og áður hefur komið fram,
öflugum sjálfboðaliðum félags-
ins við móta- og námskeiðahald
að þakka. Við fáum einnig árlega
styrk frá Sveitarfélaginu Árborg
og Flóahrepp fyrir æskulýðsstarfi
félagsins.“
– Hvernig skýrir þú þennan mikla
áhuga á hestamennsku í landinu,
hvort sem það eru atvinnumenn eða
áhugafólk, af hverju þessi gríðarlegi
áhugi á íslenska hestinum?
„Hestamennskan er skemmtilegt
sport þar sem kraftmikið fólk kemur
saman og leiðir saman hesta sína.
Einnig skiptir máli að hestamennsku
fylgir mikil útivera og að njóta
íslenskrar náttúru. Hestamennskan er
okkur flestum í blóð borin og viljum
við halda í hefðir og sögu hestsins.“
– Hvernig hefur Sleipnir fagnað
90 ára afmælinu, hvað hafið þið helst
verið að gera og á eftir að gera eitt-
hvað meira?
„Sleipnir hélt afmælisárshátíð í
Hvíta húsinu á Selfossi 19. október
þar sem félagar og keppnisknap-
ar voru verðlaunaðir. Á hátíðinni
kynnti ég að við værum að hefja við-
byggingu á Sleipnishöllinni. Einnig
kynnti ég að Sveitarfélagið Árborg
væri að stækka svæði hestamanna á
Selfossi með kaupum á landi næst
hverfinu til suðurs sem nemur 6 hekt-
urum, sem er lífsnauðsynlegt starfinu
til að ramma betur inn starfsemina
og gefur okkur andrými til að ná
fram betra skipulagi og nýtingar til
framtíðar.“
– Hvernig sérðu félagið þró-
ast næstu árin og hver eru fram-
tíðarplönin hjá ykkur í stjórninni?
„Ég sé ekki fram á annað en að
félagið haldi áfram að dafna og
vaxa eins og það hefur gert undan-
farin ár, það er síðan næstu stjórn-
ar að ákveða næstu skref, en stóra
verkefnið hlýtur að vera að koma
viðbyggingunni upp og líta síðan
til að byggja upp nýtt félagsheim-
ili Sleipnis á Brávöllum,“ segir
Magnús.
– Er eitthvað að lokum sem þú
vilt koma á framfæri?
„Já, þar sem ég mun láta af störf-
um á næsta aðalfundi eftir 11 ára
stjórnarsetu, þar af 6 ár,sem formað-
ur, vil ég þakka öllu samstarfsfólki
mínu gott samstarf yfir þennan tíma.
Ég hef séð á þessum árum að fólk
gefur af sér til samfélagsins sem
kemur til starfa fyrir félagsskap sem
Sleipnir er. Það er gott og dugmikið
fólk,“ segir Magnús Ólafsson, for-
maður Sleipnis á Selfossi. /MHH
Uppsetning og viðhald á kælikerfum,
kæliklefum og frystiklefum.
Sala og uppsetning á varmadælum.
Freyjunesi 10, 603 Akureyri Sími 777 1800
ktak@ktak.is Erum einnig á Facebook
Sigurvegarar í A-flokki gæðinga á móti á Brávöllum hjá Sleipni. Mynd / Sigvaldi R. Hafsteinsson
Hestamenn eru sammála um að einn besti skeiðvöllur landsins sé á Brávöllum
á Selfossi hjá Sleipni. Hér er Hinrik Bragason á fljúgandi skeiði á vellinum.
Mikil einbeiting knapa og hests. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
DRIFSKÖFT
OG DRIFSKAFTAEFNI
Magnús er mjög stoltur af starfinu
hjá Sleipni enda má hann vera það,
krafturinn í félaginu hefur sjaldan
verið eins mikill og á 90 ára afmælis-
árinu. Hér er Sigursteinn Sumarliða-
son Selfyssingur að fagna sigri á
einu móti á Brávöllum. Mynd / MHH