Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201946 Þórður Tómasson á Skógum hefur sent frá sér nýja bók þar sem hann fjallar um verkmenningu, mál- far og þjóðhætti sem tengjast kúabúskap og nautpeningi í gamla íslenska bændasamfé- laginu. Í bókinni nýtir Þórður viðamikið safn óbirtra heimilda um íslenska naut­ gripi sem hann hefur viðað að sér á langri starfsævi. Bókin er afar smekklega unnin, öll hin glæsileg­ asta og prýdd fjölda mynda. Útgefandi er Sæmundur. Í eftirfarandi kafla er fjallað um naut í leigum og landskuld­ um. „Í heimildum um leigur og landskuldir frá 19. öld fer mest fyrir gjaldtöku í smjöri og sauðfé. Í eldri heimildum er kvöð um kálfa og naut víða áberandi. Ég færi hér fram til dæmis skrár frá vísitasíum Brynjólfs Sveinssonar biskups á Kirkjubæjarklaustri 17. september 1641 og á Þykkvabæjarklaustri 22. september sama ár. Skrárnar eru prentaðar í hér­ aðsritinu Dynskógum 1999. Þær gera skil jarðeignum klaustranna; kúgildum og landskyldum. Leigumálar voru yfirleitt harðir, lágu í smjöri, vaðmáli og naut­ gripum. Nokkrir bændur á melsvæðum nærri sjó voru bundn­ ir skilum á lénum (melreiðingum). Fiskagjald fylgdi býlum í Mýrdal. Landsetar Kirkjubæjar­ klausturs, sem hér greinir, voru 31 árið 1641. Þeim bar að greiða ár hvert samtals 1655 kg af smjöri, 368 álnir af vaðmáli, 18 naut vetur­ gömul, 19 kálfa, 52 lénur og 260 fiska, sé miðað við stórt hundrað (120). Öllu meira var álagt á Þykkvabæjarklaustri, einkum í smjörgjaldi. Þar eru á skrá 46 býli. Vætt af smjöri var á 22 býlum, 4 voru með 2 vættir hvert og eitt (Dyrhólar í Mýrdal) með 3 vættir, 240 pund. Gegnir slíkt furðu og hlýt­ ur að benda á flæðilönd á engi sem síðar varð svartur sandur. Smjörgjald var sam­ tals 2160 kg, þrjátíu naut, veturgömul, voru í gjaldi og 8 kálfar, lénur 68 og 1740 fiskar miðað við stór hundruð. Alls 17 býli Þykkva­ bæjarklausturs voru með gjald í vaðmáli, 5 með álnatal samtals 38 álnir, 9 höfðu skilaskyldu í einni voð, eitt í tveimur voðum og eitt í hálfri voð metinni á 30 álnir. Lénur til afhendingar voru 68. Tvö eftirtektarverð orð koma fyrir í skrám, fjöru­ naut og fjörufóður. Skýring fylgir: „Fjögur fjörunaut er að skilja, að þeir á búa eignist 4 álna tré og minni en fóðri árlega fjögur naut eptir gömlu haldi hvört sem upp ber meira eða minna.“ Samkvæmt þessu hafa land­ setar klaustursins er bjuggu á rekafjörum fóstrað naut frá því upp á von og óvon hvað reka áhrærði.“ /VH Nú þegar jólamánuðurinn er hafinn eru margir farnir að huga að jólaundirbúningi. Eitt helsta jólablómið sem við þekkj- um er hýasinta (Hyacinthus ori- entalis), sem nefnist goðalilja á íslensku. Hýasintan er ilmsterk og er ilmur hennar gjarnan tengdur við jólin. Hýasintur eiga náttúruleg heimkynni í Litlu­Asíu þar sem samsvarar Asíuhluta Tyrklands. Þekktasta tegundin barst til Hollands í kringum 1550 og náði fljótt útbreiðslu í Evrópu sem garðplanta. Hýasintur mynda allstóran lauk með stökk, dökk­ leit hlífðarblöð. Laukarnir eru taldir eitraðir en þeir innihalda mikið af oxalsýru. Fullvaxin eru blöðin ljósgræn, 15­30 sentimetra löng og svipa til þykkblöðunga. Blómstilkurinn vex uppúr miðj­ um lauknum, um 20­30 sentimetra langur og á honum vex blómskip­ an með fjöldamörgum blómum. Þau geta verið bleik, blá, hvít, rauð eða fjólublá en bleikur litur er sá vinsælasti. Hýasinta getur staðið stök í vasa en á aðventunni er hún gjarnan höfð í vasa eða potti með fallegum jólaskreytingum. Ræktunarferli Þó svo að hýasintur séu aðeins al­ gengar hér á landi yfir jólatímann eru þær í boði fram á vor erlendis og eru vinsælar í görðum, en al­ mennt blómstra þær í mars­apríl. Til að laukarnir verði tilbúnir til blómgunar um jólin hjá okkur þarf að hraða þroskunarferlinu. Laukarnir eru framleiddir þar sem hægt er að hefja ræktunina snemma og myndast blómvísarnir inni í lauknuum á meðan þeir þroskast á akrinum. Laukarnir eru teknir upp seinnipart júní eða nokkru síðar. Á því stigi er blómmyndun inni í lauknum hafin en ekki að fullu lokið og þurfa laukarnir því viðbótar kælimeð­ höndlun til að blóm­ og blaðvísar nái fullum þroska. Laukarnir koma svo í íslenskar gróðrarstöðvar í september. Garðyrkjubændur koma þeim fyrir í pottum sem raðað er í kassa og þeir kældir áfram í 10­13 vikur. Um miðjan nóvember er byrjað að taka fyrstu laukakassana í gróð­ urhús en þar hefst vöxtur blaða og blóma, í birtu og yl. Dvölin í gróðurhúsinu er aðeins um 12­17 dagar og sölutímabilið er stutt. Hýasinturnar eru söluhæfar þegar farið er að glitta í litina á blómun­ um. Má ekki standa í vatni Algengt er að hafa hýasintu­ laukana í sérstökum glervösum þar sem þeim er tyllt í vasann en ekki látnir standa í vatni. Þá eru vasarnir gjarnan belgmiklir að neðan, þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo efst. Vatn skal fylla upp að þrengingunni svo að vatnið nái upp að neðri hluta lauksins. Ræturnar ná niður í vatnið en laukurinn sjálfur helst þurr. Liggi vatn að lauknum getur hann fúnað. Sé þess konar gler­ vasi ekki notaður skal passa að aðeins sé vökvað á skálina undir lauknum eða í moldina, en ekki yfir blóm og blöð. Þegar hýasin­ tan er komin inn á heimili við stofuhita þroskast blómin hratt. Einkennandi ilmurinn er sterkur í fyrstu en dofnar þegar blómin eru fullþroskuð. Hýasintur geymast mun lengur ef hægt er að velja þeim svalan stað. Nefnd í höfuðið á grísku goði Hýasinta dregur nafn sitt af gríska prinsinum Hyasintus. Samkvæmt grískum goðsögum kenndi guðinn Apollo Hyasinthusi kringlukast. Apollo kastaði fyrst og náði glæsi­ legu kasti upp í himininn. En er Hyasinthus ætlaði að reyna að ná jafn glæsilegu kasti lenti kringla hans í jörðinni og kastaðist til baka í hann, sem varð honum að falli. Upp af blóði Hyasintusar uxu þessi blóm sem síðan eru við hann kennd. Linda María Traustadóttir, garðyrkjunemi hjá LBHÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Hýasinta – Goðalilja Blóm hýasinta geta verið bleik, blá, hvít, rauð eða fjólublá. BÆKUR - TÓNLIST& MENNING Mjólkað á stöðli í Vatnsdal. Þórður Tómasson á Skógum. Auðhumla eftir Þórð á Skógum: Málfar og þjóðhættir tengd ís- lenskum kúm og nautpeningi Stásslegur norðanmaður með myndarlegan bola. Myndin er tekin á Akureyri laust fyrir miðja 20. öld. Ólafur Ögmundsson með kostagripinn Skautu við gamla íbúðarhúsið á Hjálmholti í Flóa. Myndin er tekin árið 1970. Hýasintur eiga náttúruleg heim- kynni í Litlu-Asíu þar sem sam- svarar Asíuhluta Tyrklands. Hýasintur eru algengar hér á landi yfir jólatímann en í boði fram á vor erlendis. Hýasinta dregur nafn sitt af gríska prinsinum Hyasintus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.