Bændablaðið - 05.12.2019, Side 48

Bændablaðið - 05.12.2019, Side 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201948 Agave, eða þyrnililja eins og plantan kallast á íslensku, á sér aldalanga nytjasögu í Mexíkó, suðurríkjum Norður-Ameríku og norðurríkjum Suður-Ameríku. Úr plöntum ættkvíslarinnar eru unnar trefjar til vefnaðar en hér á landi er hún líklega þekktust fyrir að vera plantan sem tekíla er unnið úr. Þrátt fyrir að ekki hafi fundist marktækar tölur um heimsfram- leiðslu eða ræktun á Agave er ljóst að ræktunin er mest í Mexíkó og í ríkjum Mið-Ameríku. Auk þess sem talsvert er ræktað af plöntunni á þurr- um svæðum í Afríku og Ástralíu. Ættkvíslin Agave Ekki eru allir á sama máli um fjölda tegunda innan ættkvíslarinnar Agave og hleypur fjöldinn frá 160 í 300. Allar tegundirnar eru sígrænir ein- kím blöðungar og eru upprunaleg heimkynni þeirra á heitum og þurrum svæðum í suðurríkjum Norður- Ameríku, Mið-Ameríku og norð- urhluta Suður-Ameríku. Einstaka tegundir finnast á hitabeltissvæðum í Suður-Ameríku. Agave-tegundir flokkast sem þykkblöðungar þar sem plönturnar safna í sig vatni til að nota á þurrkatímum. Blöðin eru yfirleitt stór og gróf- tennt og eru tennur þeirra beittar, þau eru sterk, safarík og trefjarík. Blöðin eru með stuttan og nánast ósýni- lega stilk og mynda saman rósettu. Plönturnar eru með grunnt liggj- andi rótarhnýði sem fremur gegna því hlutverki að safna sem mestu af vatni úr dögg og regni þegar rignir en að leita að vatni neðanjarðar. Langflestar plöntur innan ætt- kvíslarinnar eru einblómstrandi eða monocarpic sem þýðir að þær blómstra einu sinni og síðan drepst sú rósetta sem blómstraði. Rósettur sumra tegunda geta þrátt fyrir það lifað lengi þar sem það tekur þær mörg ár og jafnvel marga áratugi að blómstra og mynda fræ. Sumar tegundir mynda margar rósettur og getur plantan lifað áfram þrátt fyrir að ein eða fleiri rósettur blómstri og drep- ist. Einnig eru til tegundir sem mynda rósettur á blómstönglinum sem festa rætur eftir að hann fell- ur. Fáeinar undantekningar eru frá þessu og því til agave-tegundir sem blómstra og mynda fræ oftar en einu sinni. Við blómgun vex langur blóm- stöngull, eða quiote, sem þýðir mastur í Mexíkó, upp úr miðri rósettunni. Stöngullinn sem getur orðið rúmlega níu metra hár ber mörg stutt rörlaga blóm á löng- um blómstilk sem geta verið blá, rauð, gul og hvít. Tegundirnar eiga flestar það sameiginlegt að vaxa hægt og algengustu tegundir í ræktun eru A. americana, A. tequilana og A. attenuata. Helstu tegundir í ræktun A. attenuata er upprunnin í Mexíkó en fremur sjaldgæf í náttúrunni. Blöðin hálfur til einn og hálfur metri að lengd og ólík flestum agave-tegundum þyrnalaus. Ljósgræn og stundum gulleit. Blómstilkurinn 2,5 til 3 metra að hæð og sveigður og plantan stundum kölluð svanaháls-, ljóns- eða refahala- agave. Blómin gulgræn. A. tequilana eða blátt Agave er aðallega notað til að framleiða tekíla. Plantan er upprunnin í Mexíkó og dafnar best í sendinni jörð í yfir fimmtán hundruð metra hæð. Blöðin gráblá og um tveir metrar að lengd. Blómin gul á allt að fimm metra háu mastri. Leðurblökur sjá um frjóvgun þeirra. A. americana er algengasta tegundin innan ættkvíslarinnar og finnst hún villt víða í Mexíkó og suðurríkjum Norður-Ameríku. Kjörlendi hennar er sandlendi í 500 til 1300 metra hæð og í fullri sól og vaxa plönturnar iðulega margar saman á litlu svæði sem þær taka yfir. Blöðin blá- eða grágræn og stund- um fölgul á jöðrunum, einn til einn og hálfur metri að lengd og með hvössum þyrnum. Ummál rósett- HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Agave er drottning eyðimerkurinnar Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Agave americana er algengasta tegund þyrnililja og finnst villt víða í Mexíkó og suðurríkjum Norður Ameríku. Agave americana í blóma. Blátt Agave tequilana á akri í Mexíkó.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.