Bændablaðið - 05.12.2019, Page 50

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201950 Út er komin hjá Vest firska forlaginu Þorp verður til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur. Með þessari þriðju bók um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og mál- efnum á heimaslóðum í árdaga byggðar þar á mölinni. Flateyri varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, voru fiskveiðar og vinnsla aflans, ásamt þjón- ustu við nærliggjandi sveitir, grundvöllur byggðarinnar. Undirstaða verksins er fréttaefni úr sendibréfum sem rituð voru um aldamótin 1900. Þau eru hluti tveggja bréfasafna sem hafa legið í ferðakofforti og kommóðu- skúffu á Flateyri allar götur síðan. Í bókunum þremur er fjallað um mannlíf, menn- ingu og ýmsa aðra sögulega þætti á Flateyri og nágrenni á liðnum tímum. Margar teikningar eftir Freydísi Kristjánsdóttur prýða verkið og Ómar Smári Kristinsson kemur líka þar við sögu. Einnig ljósmyndir frá ýmsum tímum. Þess skal getið að Vestfirska forlagið gerir það ekki endasleppt við Flateyri í komandi jólabóka- flóði. Í nóvember mun nefnilega koma út hjá forlaginu bókin Er það hafið eða fjöllin? Um Flateyri og fólkið þar eftir Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Í henni er fjallað um Flateyri og íbúa þar frá ýmsum hliðum. Vestfirska forlagið, sem stofn að var á Hrafnseyri fyrir 25 árum, hefur nú gefið út yfir 400 bækur, án þess að nokkur maður hafi tekið eftir því, eins og Hallgrímur Sveinsson út- gefandi orðaði það af mikilli hógværð. Flestar fjalla þær um Vestfirði og það merkilega fólk sem þar hefur búið í tímans rás. Kennir þar margra grasa. Sumir myndu nú telja að nóg væri komið og lýsti forlagið því yfir fyrir nokkru að það væri hætt að gefa út bækur. Þær halda samt áfram koma út. Margir Íslendingar ganga með rithöfundinn í maganum og ofan í skúffum víða um land liggja óbirt handrit, sem mörg hver ættu fullt erindi á prent. Þannig er því einmitt varið með barna- bókina Sólskin eftir Guðríði Baldvinsdóttur, skógfræðing og sauðfjárbónda í Kelduhverfi. „Mig langaði til að skrifa bók sem fjallaði um sveitakrakka og reynsluheim þeirra. Það kemur afskaplega lítið út af slíkum bókum. Þær bækur sem á annað borð fjalla um sveitalífið eru yfirleitt skrifaðar útfrá augum gestkomandi. Krakkar í sveitum þurfa líka að geta lesið bækur þar sem þeir samsama sig sögusviðinu. Samband 11 ára stelpu og for- ystugimbrarinnar hennar er í for- grunni, en auðvita blandast ýmislegt annað við frásögnina; æsispennandi ævintýri sem tengist skítakjallara, hestatamningar með hjálp YouTube, upplifun krakka af fámennum skól- um og togsreitu vegna mögulegra flutninga aðalsöguhetjunnar úr sveitinni, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er mjög ánægð með að Bjarni Harðarson hjá Bókaútgáfunni Sæmundi var til í að gefa bókina mína út því útgáfa barnabóka er yfirleitt meira stunduð af hugsjón en með arðsemi í huga. Bókin er komin í verslanir og ég er mjög spennt yfir viðtökunum. Hver veit nema fleiri bækur úr sögusviði sveitanna líti dagsins ljós í framtíðinni. “ Texti á bókarkápu Sólskin með vanillubragði er saga um nútíma sveitakrakka. Lífið snýst um endalausa sumardaga, týndar hænur, óþæga heimalninga, snjalltæki og skítmokstur. Tindra Sól er tæplega ellefu ára stelpuskotta sem býr hjá ömmu sinni í sveitinni. Besti vinur hennar er uppátækjasöm og svolítið hrekkj- ótt forystugimbur. Hrekkjunum fær frændi Tindru að kynnast þegar hann kemur í sumardvöl, en saman lenda þau þrjú í ýmsum skondnum ævintýrum. Einn skugga ber þó á, Tindra á að flytja til mömmu sinnar í Svíþjóðar um haustið! Guðríður Baldvinsdóttir er skógfræðingur og sauðfjárbóndi í Kelduhverfi. Sólskin með vanillu- bragði er hennar fyrsta bók. Hér fjallar hún um einstaka vináttu milli krakka og dýra sem fléttast saman við raunsæjar lýsingar á lífinu í sveitinni. Stutt kaflabrot En þar mátti þó sjá ummerki að eitthvað hefði gengið á. Það var búið að drekka alla mjólkina úr kattadallinum, sem ævinlega stóð hálf fullur. Draga brauðpok- ann út á gólf og dreifa úr honum út um allt, brauðsneiðarnar voru þó ósnertar, ja, eða því sem næst. Það var búið taka lítinn bita úr horninu á sumum og miðjunni á öðrum. Svört, ilmandi lamba- sparðaslóð lá eftir gólfinu og inn á gang þar sem hún endaði í litlum ljósgulum pissupolli. Nei, hugsaði Tindra, þetta er enginn ilmur, þetta skapaði bara réttan ilm úti í fjár- húsum. Hérna myndi amma kalla þetta fýlu – fjárhúsafýla átti ekki heima inni í íbúðarhúsi. Nógu oft var hún búin að skammast í Tindru fyrir að koma í fjárhúsafötunum inn í húsið. Tindra var núna farin að læð- ast, hún var ekki viss um að hún vildi kíkja inn í fleiri herbergi. Hún ákvað að fresta því að sjá fleiri skammarstrik Vanillu og náði sér í eldhúspappír og þreif upp spörðin og pissið eftir hana. Setti heilu brauðsneiðarnar aftur í pokann í þeirri von að amma tæki ekki eftir því að næstum helminginn vant- aði. Skipti svo þeim sem búið var að narta í milli hænsnadallsins og Lappa, sem lá hinn rólegasti á hlað- inu eins og honum gæti ekki verið meira sama um eyðilegginguna innandyra. Nú var ekki hægt að fresta þessu lengur. Tindra hafði heyrt svolítil læti innan af baði meðan hún var að taka til og setti nú örlitla rifu á dyrnar og kíkti inn. Hún byrj- aði að flissa, það heyrðist skrjáf, svo opnaði Tindra dyrnar upp á gátt og byrjaði að hlæja upphátt. Skrjáfið jókst og eftir dálitla stund og mikið brölt birtist höfuðið á Vanillu upp úr stórum haug af klósettpappír. Haugurinn af ljós- bleikum þriggjalaga dúnmjúkum klósettpappír náði frá klósettinu, alveg að baðkarinu og fram fyrir vaskamottuna. Vanillu hafði tekist á einhvern óskiljanlegan hátt að festa sig í klósettpappírnum og síðan í tilraun til að losa sig dregið hvert einasta snitti af heilli klósettrúllu út á gólf og í einn ristastóran haug þar sem hún var miðpunkturinn. Vanilla jarmaði með aumingjalegu, komdu og bjargaðu mér jarmi. Tindra var alveg magnvana af hlátri og hún lak niður á gólfið. Þar lá Tindra alveg jafn ósjálfbjarga og Vanilla þegar amma kom að þeim. Sólskin með vanillubragði – barnabók fyrir 6–10 ára Guðríður Baldvinsdóttir. Guðbrandur Gíslason hefur sent frá sér bókina Óbyrjur tímans. Undirtitill bókarinn- ar er: Um afskipti dauðans af ástinni. Bókin er ekki stór í sniðum, eða 96 síður, en er þó engin hrað- lestrarbók. Segir höfundur reyndar sjálfur að sumum þyki hún heldur ekki auðmelt og að hún krefjist talsverðar íhug- unar. Eða eins og segir í inngangi; „Sumt í þessari bók er satt. Það sem er logið er þó sannast sagna.“ Guðbrandur lauk MA prófi í almennum málvísindum og bók- menntafræði frá Kölnarháskóla í Þýskalandi 1974. Hann hefur starfað við blaðamennsku, m.a. við Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Sjómannablaðið Víking. Auk þýðinga liggja eftir hann ljóð og sögur sem birst hafa í tímaritum. Hann kenndi við Samvinnuskólann á Bifröst frá 1974-76 og setti síðar upp og stýrði Rekspalar námskeiðunum í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands, sem hartnær fjögur þúsund opinberir starfs- menn sóttu. Guðbrandur var einnig fyrsti fram- kvæmdast jór i Kvikmyndasjóðs. Auk fararstjórn- ar erlendis áður fyrr hefur hann á undanförnum árum sýnt ferða- mönnum landið. Fyrst heyrist dynkurinn, svo stunan. Ungur drengur kemur í hvítt hús. Móðir hans flýr, faðirinn flæðir út í haf. Lík rekur á land. Í Bandaríkjunum kynnist hann ýmiskonar ást. Áþreifanlega. Heima á Íslandi veiðir prestur heilagfiski út af Arnarstapa. Í þessum samtengdu sögum lýsir höfundur því hvernig einstök atvik í æsku móta þann sem fyrir þeim verður. /HKr. Óbyrjur tímans Geisladiskurinn Áramóta- og þrettándagleði eflir sannar- lega áramótastemninguna á hverju heimili. Hann snýst um einstaka áramótamenn ingu okkar Íslendinga. Áramóta- geisladiskurinn er sá eini sem til er á Íslandi (jólaplötur eru til í tugum.) Þannig að útgáfan var tímamót. Fólk hefur tekið diskinum fagn- andi og með þakklæti og hefur hann fengið afar góða dóma. Því væri gaman að hann kæmist inn á sem flest heimili landsins. Úgáfan er algjört einkafram- tak Sigríðar Önnu Einarsdóttur og tilgangurinn var að halda áramóta- menningunni í heiðri. Hann er með tónlist, sögum, ljóðum, leikþætti og sögulegum fróðleik. Samtals tveir diskar í setti, alls 107 mínútur að lengd, að auki fylgir bæklingur með text- um og upplýsingum um flytjendur. Diskarnir hafa allt það að geyma sem skapar áramóta- og þrett- ándastemningu á hverju íslensku heimili. Á disknum eru 12 tónlistar atriði sem tengjast áramótunum og þrett- ánda, svo sem Máninn hátt á himni skín, Nú er glatt hjá álfum öllum, Ólafur liljurós, Nú er glatt í hverj- um hól, Stóð ég úti í tungsljósi, Nú árið er liðið o.fl. Allt efni var sérstaklega tekið upp í tilefni útgáfunnar nema 3 lög. Þeir sem koma að flutningi tónlistar eru Kór Neskirkju, Kór Áskirkju, Árneskórinn, Lúðrasveitin Svanur, Kynslóða- kórinn þ.e. kór elliheim- ilisins að Hrafnistu í Hafnafirði, félagar úr kór Neskirkju, nem- endur úr Söngskóla Sigurðar Demetz, ung- lingakór fyrrum bekkj- arfélagar úr Melaskóla, félagar úr barnakór Hafnafjarðarkirkju. Snorri Wium tenór, Guðbjörg R. Tryggva- dóttir sópran, Örn Magnússon píanó- leikari og organisti, Hólmfríður Sigurðardóttir píanó- leikari, Guðmundur Hafsteins son trompetleikari, Elísa Guðmars- dóttir trompetleikari, Jóhann Baldvinsson orgelleikari, Stein- grím ur Þórhallsson kórstjóri og Magnús Ragnarsson kórstjóri. Flutt eru sjö nýársljóð eftir sex höfunda, þá er að finna þjóðsögur sem tengjast áramótum og þrett- ánda, ein gerist á gamlárskvöld, þrjár á nýársnótt og þrjár á þrett- ándanum. Fjallað er um hvernig áramóta- hefðir hafa breyst í gegnum aldirn- ar og um sögu þrettándans. Einnig er fjallað um áramótabrennur og þjóðtrú sem tengist áramótum og þrettánda hér á landi. Loks hefur Áramóta- og þrett- ándagleðin að geyma leikþátt sem gerist á gamlárskvöld og nýársnótt. Leikþátturinn gerist í nútímanum en byggir á þjóð- trúnni. Þeir sem koma að þjóðlegum fróðleik og flutningi ljóða og gerð leikþáttar eru Árni Björnsson doktor í menningarsögu, Hjalti Rögnvaldsson leikari, Ragnheiður K. Steindórsdóttir leikari, Jón Hjartarson leikrita- skáld, Bryndís Petra Bragadóttir leikari, Jón Júlíusson leik- ari, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir leik- ari og Sigurþór A. Heimisson leikari. Páll Orri Pétursson sá um upptökur. Sigríður Anna Ein- ars dóttir er listrænn stjórnandi og framleið- andi diskanna. Áramótageisla disk- inn er hægt að panta í gegnum netfangið aramot- anna@gmail.com og einnig hjá 12 Tónum sem var valin besta plötu- og geisladiskabúð í heimi á síðasta ári. Áramótageisladiskur Sigríður Anna Einarsdóttir Þorp verður til á Flateyri – 3. bók BÆKUR - TÓNLIST& MENNING

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.