Bændablaðið - 05.12.2019, Side 57

Bændablaðið - 05.12.2019, Side 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 57 Kerckhaert býður upp á mikið úrval af skeifum fyrir öll hestakyn en DF skeifurnar sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn eru til í tveimur breiddum; 20mm og 22mm, og þremur þykktum; 6mm, 8mm og 10mm. Ekki láta hestinn þinn vera í krummafót – notaðu Kerckhaert! Verslun Breidd afgreiðslutími Virkir dagar 08:00 - 18:30 Laugardagar 10:00 - 18:00 Sunnudagar 11:00 - 17:00 LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Efling starfsemi Jarðræktarmiðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands – Fjölgun starfsmanna og nýr tækjakostur Nýverið fékk Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands styrk frá Innviðasjóði Rannís til kaupa á fullkominni tilrauna- þreskivél til nota við jarðræktar- rannsóknir. Vélin er nauðsyn- legur grunnbúnaður og síðasti hlekkurinn í keðju vélbúnaðar sem keyptur hefur verið á undan- förnum árum til að færa aðstöðu jarðræktarrannsókna á Íslandi til nútímans, en sá búnaður sem unnið var með var löngu úreltur. „Tilraunaþreskivél sú sem hér er til umræðu fullkomnar þennan búnað og getur margfaldað umfang þeirra tilrauna sem hægt verður að takast á hendur við LbhÍ,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri. Nýja vélin er af gerðinni Haldrup C-70 og er tilraunaþreskivél sem ræður við fræ af öllum stærðum frá örsmáu grasfræi upp í korn og baunir og getur með nákvæmum hætti skorið upp, þreskt, vegið og metið fræuppskeru úr einstökum tilraunareitum eða smáreitum. Með vélinni fylgir NIRS (Near Infrared Reflectance Spectroscopy) sem mælir þurrefni uppskerunnar, vatns- leysanleg kolvetni og hráprótein. Þannig fæst reiknað fóðurgildi upp- skerunnar. Þannig fást ekki aðeins uppskerutölur úr tilraunareitunum heldur einnig upplýsingar um gæði uppskerunnar. Nýja vélin var að stórum hluta fjármögnuð með styrk úr innviða- sjóði Rannís en hlutverk hans er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi og efla þar með innlendar vísindarannsóknir með aðstoð við fjármögnun. Þessir styrkir gera skól- anum kleift að eflast til muna og rímar vel við stefnu skólans til fram- tíðar um aukna áherslu á rannsóknir, nýsköpun og kennslu. Góð aðstaða og afkastamik- ill tækjabúnaður á tilraunastöð er grunnur undir tilraunir af þessu tagi og önnur fræðistörf vísinda- manna LbhÍ, og ekki síður grunnur undir fræðastarf skólans, sem æðri menntastofnunar, og ráðgjafar- starfsemi RML. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að stórefla aðstöðu LbhÍ til jarðræktartilrauna með kaupum á nákvæmum vélbún- aði og má í því sambandi nefna frætalningarvél, borðþreskivél, reitaáburðardreifara, reitasáningar- vél og reitasláttuvél sem leysir af hendi tímafreka vinnu sem áður var að miklu leyti handunnin. Lífland aðstoðaði við kaupin á reitasáðvél- inni sem tekin var í notkun í vor. Einnig kom styrkur frá fyrrum búfræðingum sem brautskráðust 1968 og héldu því upp á 50 ára afmæli 2018. Þeim er sérstaklega þakkað fyrir sitt framlag. „Með þessum nýja tækjabúnaði stóreflum við gæði rannsókna og nákvæmni vinnunnar“ segir Jónína Svavarsdóttir starfsmaður hjá Jarðræktarmiðstöðinni. Áður til að mynda voru fræ handtalin en með betri búnaði aukast afköstin til muna og þar með gæði vinnunnar. Efling mannafla við skólann Erla Sturludóttir var ráðin sem lektor í jarðrækt og hóf störf nú í haust. Erla lauk námi í umhverfis og náttúrufræði frá LBHÍ árið 2008. Hún fór þá í masternám í tölfræði við HÍ en vann verkefnið hjá LBHÍ sem snéri að uppskeru og fóður- gæðum í grasa og smárablöndum. Eftir masternámið hélt hún áfram í doktornám í tölfræði og var rannsóknarefnið nú tengt náttúru og umhverfisfræðum. Þar þróaði hún tölfræðiaðferðir til að greina breytingar í vöktunarmælingum. Hún kannaði hvernig mengun hefur verið að breytast í hafinu í kringum Ísland undanfarna áratugi og svo þróaði hún stofnlíkan fyrir rjúpnastofninn og skoðað hvernig breytt veiðstjórnun hefur haft áhrif á stofninn. Áður en hún hóf störf við LbHÍ hafði hún stöðu nýdoktors við HÍ þar sem hún vann að Evrópuverkefnum tengdri vistfræðilegri nálgun við fiskveiðistjórnun. Hennar helsta hlutverk í þeim verkefnu var að gera vistkerfislíkan af hafinu í kringum Ísland. Erla hefur því breiðan bakgrunn á sviði náttúru og umhverfisfræða og landbúnaðar. Þekking hennar á tölfræði á eftir að nýtast einstaklega vel við hin ýmsu rannsóknarverk- efni sem skólinn kemur að. Hún er spennt fyrir nýja starfinu enda mörg spennandi verkefni framund- an bæði í jarðræktinni þar sem nýr tækjakostur gefur tækifæri á öflugri rannsóknum á því sviði og einnig í umhverfisfræðum. Rósa Björk Jónsdóttir markaðs- & kynningarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands ATH Van tar mynd irRósa Björk Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri LbhÍ. Nýverið fékk Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands styrk frá Innviðasjóði Rannís til kaupa á fullkominni tilraunaþreskivél til nota við jarðræktarrannsóknir. Tilraunareitur í kornrækt á Hvanneyri. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að stórefla aðstöðu LbhÍ til jarð- ræktartilrauna með kaupum á nákvæmum vélbúnaði og má í því sambandi nefna frætalningarvél, borðþreskivél, reitaáburðardreifara, reitasáningarvél og reitasláttuvél sem leysir af hendi tímafreka vinnu sem áður var að miklu leyti handunnin. Sögur útgáfa: Bók um bý Bókin Bók um bý minnir okkur á hversu mikilvægar býflugur eru í hringrás náttúr- unnar og hversu stóru hlutverki þær gegna í fæðuframleiðslu heimsins. Bókin er í stóru broti og njóta því einstakar og glæsilegar myndir hennar sér vel. Í bók- inni er að finna haf- sjó af skemmtilegum fróðleik um býflugur og blómin og lífríkið. Rakin er saga býflugna og hunangs- framleiðslu og sagt frá býflugnabúum, vinnusemi flugnanna, dansi og mörgu öðru áhugaverðu. Bók um bý er eftir sömu höfunda, Piotr Socha og Wojciech Grajkowski, og Bók um tré sem kom út hjá Sögur útgáfu á síðasta ári og vakti mikla athygli. Ljóst er að nýja bókin mun ekki síður vekja athygli þeirra sem heilluðust af fyrri bók höfundar. /VH BÆKUR & MENNING

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.