Bændablaðið - 05.12.2019, Page 60

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 Ánauð manns á jörðinni er skelfi- leg, tegundir deyja út á degi hverj- um! Þegar ég var að alast upp á árunum milli 1950–60 sá ég oft á vorin endur með unga í skurðum og á tjörnum sem er falleg sjón. Í sveitinni minni á Fljótsdalshéraði var sérstaklega mikið fuglalíf og þegar ég fór um móana þá flugu upp rjúpur með stór- an ungahóp sem er yndisleg sjón og ég sakna hennar. Fyrir nokkrum árum ræddi ég við kunningja sem eru veiðimenn um fækkun í andastofninum sem þeir neituðu í fyrstu en viðurkenndu svo, að hér áður fyrr þegar þeir fóru um landið til að veiða, þá hafi þeir alltaf séð eitt par í hverjum skurði en það væri ekki lengur, þeir sögðu það sama eiga við um þegar þeir færu til veiða á kajaknum sínum í sefgrasinu. Hér áður fyrr fóru rjúpnaveiðimenn úr Reykjavík í Heiðmörkina eða upp á Hellisheiði en nú þurfa þeir að fara þvert yfir landið til þess! Ég skrifa þessar línur ekki síst fyrir hvatningu áhyggjufulls vinar, sem sér hversu fuglalífi hefur hrak- að á æskustöðvum sínum undir Eyjafjöllunum. Hann segir það mun fátækara í dag, því þá hafi verið um 150 andapör í landi jarðarinnar. Við vinirnir teljum að banna eigi veiði á fleiri fuglategundum Við teljum að bændur sem vilja stuðla að fjölbreyttu fuglalíf í landi sínu eigi að banna veiði á bæði and- fuglum og rjúpu núna strax, þar til að það verði bannað með lögum! Bændur eigi að moka ofan í, óþarfa skurði, sem nú er mögulegt með til- komu Votlendissjóðs. En þangað til að stífla þá með ónýtum heyrúllum. Með þessu væru þeir að endurheimta búsvæði fugla, auk þess að leggja mikilvægt framlag til loftslagsmála í heiminum! Já ég segi í heiminum „því rotnun jurtaleifa, þegar súrefni kemst að þurrum mýrum (hægur bruni) er stærsti mengunarvaldur heimsins! Við teljum að banna eigi veiði lunda og annarra sjófugla núna strax! Það sé til skammar að auglýsa erlend- is veiðiferðir til landsins. Því vegna hlýnunar, súrnunar sjávar og breyttra lífs- skilyrða eiga sjófuglar nú þegar erfitt uppdráttar. Á Íslandi verði aðeins leyft að veiða gæsir auk hreindýra, ásamt stangveiði í ám og vötnum. Við teljum það nægilega fjölbreytta bráð fyrir veiðimenn. Þessu fylgja svo óskir um góða veiðisiðfræði „að fella ekki kú frá hreindýrskálfi“ því kálfurinn nýtur góðs af móður sinni, eins og allir hljóta að sjá! Græðgi sumra veiðimanna hefur lítil takmörk Sú græðgi mun þurrka upp fuglastofna hér á landi að miklu leyti, ef fram fer sem horfir. Eitt sinn heyrði ég mann lýsa því þegar hann skaut um eina helgi fulla kerru af gæsum, alls 120 fugla, og mér skilst það sé alls ekki einsdæmi. En líf sumra veiðimanna virðist ekki vera hamingjuríkt nú til dags, nema geta farið á veiðar og veytt fjölda dýra: anda-, gæsa-, rjúpna- og hreindýra, auk silungs- og laxveiði sama árið! Við teljum að banna eigi veiði áðurnefndra tegunda, og síðan setja kvóta á fjölda fugla hvers veiði- manns eftir það! Ég tel þar að auki að réttur okkar sem ekki förum til veiða, en eigum landið líf þess og gæði, sé að „sjá fugl á flugi – endur með unga á tjörnum og rjúpur með stóran unga- hóp“. Siðferðilega eiga dýr af öllum tegundum rétt til lífs á jörðinni eins og maðurinn, við öll erum erfingjar jarðarinnar! Fátt hneykslar mann meira en veiðimaður sem stendur gleiður yfir bráð sinni, sem þegar er í útrýmingarhættu! Tökum höndum saman – drögum úr ánauð á dýrastofna og endur- heimtum búsvæði þeirra strax! Skilum landinu í sama ástandi og foreldar okkar þáðu það, SKYLDAN er okkar! Ábyrgð Íslands Við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til að ábyrgjast 25 tegundir fugla. Það er hlutverk sem skapast ef 20% Evrópustofns viðkomandi tegundar heldur líka til á Íslandi. Þetta á við um alla fugla, til lands og sjávar! Örn Þorvaldsson Komin er út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin „Það eru ekki svellin“ – sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri, í sam- antekt Gunnars Finnssonar sem lengi var skólastjóri þar. Hér á eftir verður gripið niður í bókina: Helgi Hlynur Ásgrímsson á Svalbarði og Hvannstóðsmaðurinn Jón Sveinsson á Grund voru ásamt fleiri gangnamönnum við smalamennsku í Loðmundarfirði. Þegar þeir eru að búa sig undir að fara heim bregður Jón sér upp fyrir réttarvegginn til að ganga örna sinna. Þegar hann er nýbúinn að hysja upp um sig kemur hundur Helga Hlyns og byrjar að velta sér upp úr afurðunum. Helgi tekur hundinn útkámugan og illa þefj- andi og hendir honum í ána, trekk í trekk þangað til rakkinn neitar að koma til hans. Endar það með því að þeir taka hann með í bíl- inn. Þegar hundurinn er rétt kom- inn inn í bílinn hristir hann sig allan og stendur ýringurinn yfir þá Jón og Helga og lyktin engu betri en fyrir baðið. Helgi Hlynur varð alveg brjálaður en Jóni var skemmt og hann ætlaði alveg að kafna úr hlátri alla leiðina heim. Eftir þetta voru þeir „félagar“, Jón og hundurinn, aldrei kallaðir annað en Nonni og Manni! Hundurinn átti sér ekki við- reisnar von því að Helgi Hlynur leit hann aldrei réttu auga eftir þetta og lét lóga honum stuttu síðar. – – – Sveinbjörn á Dallandsparti var sérdeilis skemmtilegur náungi og eru margar sögur sagðar af honum. Eitt sinn kleif hann Álftavíkurtindinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert nema fyrir þaulvana fjallgöngumenn að klífa tinda. Þeir yrðu að æfa sig að ganga á snúrustaurunum heima hjá sér áður en þeir legðu í hann. Sveinbirni sagðist svo frá við komuna á tindinn: „Það voru svo mikil veðra- brigði þarna uppi að ég sólbrann á annarri kinninni en mig kól á hinni!“ – – – Ingimundur Magnússon hét at- vinnuráðgjafi á Héraði. Hann var glaðbeittur og kotroskinn og gerði sér far um að kynnast bændum og búaliði í efra og neðra. Eitt sinn heimsótti hann Magnús Þorsteinsson í Höfn, sem lengi var oddviti og síðar sveitar- stjóri í Borgarfjarðarhreppi. Þegar Ingimundur kemur í fjárhúsið blasir við honum stólpagripur og hann segir: „Það leynir sér ekki að hérna er göfug ættmóðir margra myndar- legra lamba.“ „Ja, það er einn hængur á,“ segir Magnús þá. „Nú? Hver er hann?“ spyr Ingimundur. „Það er pungurinn,“ svarar Magnús. LESENDABÁS Gamansögur af Borgfirðingum eystri Ánauð mannsins á jörðinni! Örn Þorvaldsson. Stokkandarmóðir með unga BÆKUR & MENNING Sveitarstjórn Húnaþings vestra: Brýnt að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveg HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar því að framkvæmdir við veg 711, Vatnsnesveg, sé að finna í fimmtán ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034. Tekið er tillit til áherslu sveit- arstjórnar Húnaþings vestra að vegurinn sé ekki fjármagnaður úr tengivegapotti enda hefði það líklega seinkað öðrum nauðsyn- legum tengi- vegabótum á svæðinu. Ferðatími í skólabíl hefur lengst Sveitarstjórn H ú n a þ i n g s vestra ítrekar nauðsyn þess að f ram- kvæmdir við skólaakstursleiðir verði settar í forgang innan samgönguáætlunar. Grunnskólabörn sem búa við veg 711 þurfa að fara í skólabíl um veg- inn tvisvar á dag, hvern virkan dag, níu mánuði ársins, í tíu ár. Þannig velkjast börnin á vondum vegi, á lágmarkshraða, með tilheyrandi óþægindum og nú í haust hefur daglegur ferðatími skólabíla lengst um 40 mínútur vegna óviðunandi ástands vegarins. Aukin umferð um veg 711 Mælingar sýna að veruleg umferð- araukning hefur orðið um veg 711 og telur sveitar- stjórn varhuga- vert að slá af öryggiskröfum á þeim köflum vegarins þar sem umferð skólabíla er enda hefur aukin umferð haft í för með sér aukna slysatíðni, s.s. útafakstur og bílveltur. Það veldur sve i t a r s t jó rn H ú n a þ i n g s vestra veruleg- um vonbrigðum að framkvæmdir við veg 711 séu ekki fyrirhugaðar fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, á árunum 2029–2034. Sveitarstjórn telur afar brýnt að framkvæmdinni verði flýtt og sett á fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2020–2024 þannig að vinna við hönnun og framkvæmdir hefjist tafarlaust. /MÞÞ Gunnar Finnsson er til vinstri á myndinni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.