Bændablaðið - 05.12.2019, Síða 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 65
Létt og fljótprjónað teppi, prjón-
aðir ferningar með gatamynstri.
Stykkið er prjónað úr 2 þráðum
Drops Alpaca en einnig er hægt
að nota 1 þráð af Drops Air eða
Drops Nepal.
Stærð: ca 96x128 cm.
Garn:
Drops Alpaca
- Rjómahvítur nr 0100: 400 g
- Ljósperlugrár nr 9020: 400 g
Prjónar: Hringprjónn 60 cm, nr 5 – eða þá stærð
sem þarf til að 17 lykkjur með gatamynstri með 2
þráðum verði 10 cm á breidd, 1 ferningur mælist
ca 32x32 cm.
Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1 til A.3.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri
séð frá réttu. A.4 sýnir hvernig ferningarnir eru
settir saman.
TEPPI: Teppið samanstendur af 12 ferningum
sem saumaðir eru saman í lokin.
Ferningur A: Fitjið upp 55 lykkjur með 1 þræði
af hvorum lit. Prjónið 6 umferðir garðaprjón (slétt
allar umferðir). Næsta umferð er prjónuð frá réttu
þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.1A
(= 12 lykkjur), prjónið A.1B yfir næstu 24 lykkjurnar
(= 2 mynstureiningar 12 lykkjur), prjónið A.1C (=
13 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með
garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur.
Þegar stykkið mælist ca 30 cm – endið eftir heila
eða hálfa mynstureiningu á hæðina, prjónið 6
umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af
með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4
ferninga.
Ferningur B: Fitjið upp 55 lykkjur með 2 þráðum
af rjómahvítum. Prjónið 6 umferðir garðaprjón.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3
kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.2A (=
3 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 42 lykkjur
(= 7 mynstureiningar 6 lykkjur), prjónið A.2C
(= 4 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með
garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur.
Þegar stykkið mælist ca 30 cm – endið eftir
heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina og
stillið málið eftir ferningi A, prjónið 6 umferðir
garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur.
Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið
alls 4 ferninga.
Ferningur C: Fitjið upp 55 lykkjur með 2 þráðum
af ljósperlugráum. Prjónið 6 umferðir garðaprjón.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kant-
lykkjur með garðaprjóni, prjónið A.3 yfir næstu 49
lykkjur (= 7 mynstureiningar 7 lykkjur) og endið
með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona
áfram með mynstur. Þegar mynstrið mælist ca 30
cm - endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu
á hæðina og stillið málið eftir ferning A og B,
prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka
yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum
frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
Frágangur: Leggið ferningana saman eins og
sýnt er í A.4. Saumið ferningana saman með 1
þræði af ljósperlugráum – saumið kant í kant
yst í lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur.
Passið uppá að saumarnir verði ekki stífir. Klippið alla
þræði og festið enda.
Teppið Tólf ský
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
5 7 1 6 4 2
4 7 5 8
2 1 6 3
8 3 4
4 2 8 6 7
1 9 5
9 7 8 6
2 9 1 3
4 1 6 8 9 7
Þyngst
5 2 1
3 7 6 8
6 7 2 4 5 3
2 9 7
3 4 5 6
8 1 3
2 3 4 8 6 9
5 2 9 1
9 8 4
5 1
7 8 6
2 3
7 4 9
6 4 5 3 1
2 3 6
5 8
1 5 6
9 7
2 4 1
5 6 2
6 1 3
8 3 2
6 7
8 1 9
4 3 2
9 7 1
5 4 7
Fór í risastóran rússíbana
úti í Þýskalandi
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Rakel Ýr er hress, ákveðin og
orkumikil 8 ára stúlka sem býr
á Grenivík í Eyjafirði ásamt
mömmu sinni, pabba og tveimur
yngri bræðrum. Hún er í 3. bekk
og þykir mjög gaman í skólanum,
sérstaklega skapandi fög, enda
stefnir hún á listræna framtíð.
Nafn: Rakel Ýr.
Aldur: Ég er 8 að verða 9 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Höfðagötu, Grenivík.
Skóli: Grenivíkurskóla.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Sund, handmennt, mynd-
mennt og smíðar.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Pandabirnir.
Uppáhaldsmatur: Tortilla.
Uppáhaldshljómsveit: Herra
Hnetusmjör.
Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter
og leyniklefinn.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fékk
fyrsta hjólið mitt þegar ég var 3 ára.
Ég fór og skipti á því og snuddunum
mínum í skíðaþjónustunni á Akureyri.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Bæði. Æfi fótbolta með
Magna og æfi á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Listakona.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Fór í risastóran rússíbana
úti í Þýskalandi.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
í vetur? Opna jólapakka, renna mér
á sleða, fara á skauta, eiga afmæli og
vonandi fara eitthvað á skíði.
Næst » Rakel skorar á Ágúst Hrafn
Guðjónsson að svara næst.