Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 66

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201966 Sjávarútvegurinn er burðarás í íslensku efnahagslífi. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki kaupa árlega afurðir af íslenskum tækni- og þjónustufyrirtækj- um fyrir milljarða króna. Sjávarútvegurinn er mikil- vægur mörgum samfélögum á landsbyggðinni. Um 79% atvinnutekna í fiskveiðum og vinnslu kemur frá launafólki á landsbyggðinni. Ég hef lagt áherslu á þetta í mínum mál- flutningi á Alþingi. Ég hef auk þess talað fyrir því að stjórn- völd tryggi góð rekstrarskilyrði greinarinnar og horfi ekki fram- hjá þeim miklu útflutningshags- munum sem eru í sjávarútvegi. Um veiðigjaldið hef ég sagt að það þurfi að vera sjálfbært til framtíðar. Það megi ekki koma í veg fyrir eðlilegar fjárfestingar í greininni og taka ætti til skoðun- ar að hluti þess rynni til upp- byggingar í heimabyggð, þeirra fyrirtækja sem greiða gjaldið. Umfjöllun fréttaskýringarþáttar- ins Kveiks um meinta viðskipta- hætti Samherja með veiðiheim- ildir í Namibíu setti mig hljóðan. Samherjamálið álitshnekkir Samherjamálið svokallaða er áfall fyrir íslenskt atvinnulíf. Það er einnig áfall fyrir litla þjóð í Norður-Atlantshafi, sem á mikið undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Í við- skiptum sem öðru skiptir orð- sporið miklu. Málið vekur upp margar spurningar, sem meðal annars lúta að ráðstöfun arðsins af okkar mikilvægustu auðlind, fiskinum í sjónum. Aflaheimildir eru verðmæti sem ganga kaupum og sölum. Ríkissjóður fær afgjald af nýtingu auðlindarinnar í formi veiðigjalds. Í greinargerð með lögunum um veiðigjald nr. 145 frá 2018, er rætt um sanngjarnt veiðigjald, en lögin voru sett í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hugtakið sanngjarnt kemur óneitanlega upp í hugann nú þegar sjávar- útvegsfyrirtækið Samherji hefur orðið uppvíst af meintum mútu- greiðslum við kaup á veiðiheim- ildum í Afríku. Ein af þeim spurn- ingum sem vakna, eftir umfjöll- unina, er hvort ríkissjóður fái eftir allt saman sanngjarna hlutdeild af sjávarauðlindinni okkar. Það er að minnsta kosti ljóst að stórt íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki var reiðubúið að greiða mun hærra verð fyrir aðgang að fiskveiði- auðlindinni við strendur Namibíu heldur en greiða þarf í íslenskri lögsögu og beita meintum ólög- legum viðskiptaháttum til þess að komast yfir veiðiheimildir. Samherjamálið verður að rann- saka til hlítar. Staðreyndir málsins verða að koma sem fyrst upp á yfirborðið, frá réttum og þar til bærum aðilum. Samfélagsleg ábyrgð og siðaðir viðskiptahættir Íslendingar eru fiskveiðiþjóð sem hefur orðið fyrir álitshnekki vegna þessa máls, framhjá því verður ekki litið. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að lágmarka skaðann með ábyrgum aðgerð- um og málflutningi, hér heima og erlendis. Fyrir aðgang að sameig- inlegri auðlind þjóðarinnar fylgir sú sjálfsagða krafa að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð og sið- aða viðskiptahætti ásamt virðingu fyrir lögum og mannréttindum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Þegar menn grípa penna á lofti öðrum til umvöndunar, þá er nú alltaf betra að fara rétt með staðreyndir. Mikill má máttur ritstjóra Bændablaðsins líka vera ef hann stýrir tilmælum Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) til þjóða heims um að þær stuðli að því að tryggja sitt fæðuöryggi. Það virðist samt vera skilningur Þrastar Ólafssonar sem lýsir í grein sinni mikilli gremju út í íslenska landbúnaðar framleiðslu. Þröstur gagnrýnir notkun á orðinu fæðuöryggi og segir að hugtakið sé afbakað „í þeim til- gangi að réttlæta stjórnlaust, en kerfislægt offramboð landbún- aðarafurða, einkum lambakjöts. Innflutningsbann og/eða ofur- tollar eru hluti af slagsíðunni“. Samhliða lofar hann mjög stöðu mála í Evrópusambandinu í land- búnaðarmálum. Þar er einmitt við lýði kerfi sem leitt hefur til gríðar- legrar samþjöppunar og ofnýtingar á landi nærri borgunum með hjálp gegndarlausrar notkunar á eiturefn- um. Þýskir bændur eru líka greini- lega orðnir þrælar risafyrirtækj- anna í efnaiðnaði. Það sýndi sig vel í mótmælum tíu þúsund bænda í Berlín í síðustu viku. Þar mótmæltu þeir áformum um að banna notkun á eiturefninu glyfosat. Eiturefnin eru nefnilega orðin forsenda þess að þeir geti framleitt „ódýra“ fæðu eins og Þröstur leggur mikið upp úr að við flytjum inn. Þresti þykir óeðlilegt að Íslendingar tryggi sína landbún- aðarframleiðslu með tollvernd eins og allar aðrar þjóðir. Hann gerir mikið úr útflutningi á íslenskum landbúnaðarafurðum á því sem hann kallar „hrakvirði“ og nefnir prósentutölur sem eru ekki réttar. Nýjustu tölur Búnaðarstofu MAST sýna t.d. 26,6% samdrátt á útflutn- ingi sauðfjárafurða á síðasta ári. Um leið og Þröstur gagnrýnir útflutning þykir honum eðlilegt að Íslendingar flytji inn allar þær landbúnaðarvörur sem mögulegt er. Hann sér þá ekkert óeðlilegt við það að Íslendingar fái stórlega borgað með þeim innflutningi úr vösum almennings í öðrum lönd- um. Sem dæmi greiddi ESB 58,5 milljarða evra með sínum landbún- aði á árinu 2018. Það er dapurlegt þegar fólk þykist ekki skilja tilgang tilmæla alþjóðastofnana um fæðuöryggi sem miða að því að þjóðir heims séu ekki algjörlega upp á náð og miskunn annarra ríkja komnar þegar einhver óáran kemur upp í heiminum. Nú er m.a. farið að reyna á þetta vegna afrísku svína- pestarinnar sem þegar hefur dregið úr heimsframleiðslu á svínakjöti um milljónir tonna. Ein birtingar- mynd fæðuóöryggis er m.a. fólks- flóttavandamál sem alþjóðastofn- anir hafa nú verulegar áhyggjur af. Virðingarfyllst, Hörður Kristjánsson Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 20,4% fólks á höfuðborgar- svæðinu les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára. LESENDABÁS Að ríða skakkt á skeiðinu Bændablaðið er mér ekki regluleg lesning. Missi því af efni þess alla jafnan. Af tilviljun sá ég blaðið sem kom út 10. okt. sl. Þar var grein sem vakti forvitni mína. Greinin fjallaði um fæðuöryggi, efni sem hlýtur að vekja okkur öll til umhugsunar. Hún var þess eðlis að hún þarfn- aðist umfjöllunar. Þeir pistlar ritstjórans, sem ég hef rekist á, virðast því miður ekki skrif- aðir í þeim tilgangi að upplýsa, heldur til að hafa áhrif á viðhorf og skoðanir. Það er tvennt ólíkt. Við vitum hvernig fer fyrir sannleikanum þegar hann verður áróðri að bráð. Hvað er fæðuöryggi? Í greininni fann ég enga skilgrein- ingu á hugtakinu fæðuöryggi, að- eins að ekki megi blanda því saman við matvælaöryggi. Það þykir mér þunnur þrettándi. Orðið sjálft segir ekkert annað en að fæðuörygggi þýði tryggt og nægilegt framboð matvæla. Af texta ritstjórans má þó ráða, að hann barni hugtakið og gefi því merkinguna; stöðugt offramboð heimafenginna matvæla, því vissu- lega getur fæðuöryggi verið tryggt án þess að allur matur komi úr tún- inu heima. Þráin eftir endurvöktum sjálfsþurftarbúskap er ekki fjarri. Því miður er hugtakið fæðuöryggi afbakað í þeim tilgangi að réttlæta stjórnlaust en kerfislægt offramboð landbúnaðarafurða, einkum lamba- kjöts. Innflutningsbann og/eða of- urtollar eru hluti af slagsíðunni. Ritstjórinn gerir mikið mál úr gam- alli skýrslu FAO um að auka þurfi framleiðslu matvæla um einhver lif- andis býsn til að sjá fyrirsjáanlegri mannfjölgun fyrir fæðu. Sá sem þetta ritar las skýrslu, svipaðrar ættar, fyrir örfáum árum þar sem sagt var að þá- verandi matvælaframleiðsla heims- ins nægði til að fæða 13,5 milljarða íbúa.Um þessar mundir hreyfum við okkur í átt að 9 milljörðum. Vissulega er framleiðslan mjög ójöfn milli landsvæða og heimshluta. Einnig er miklu hent af mat bæði af neyt- endum, dreifingaraðiluwwm sem og framleiðendum. Við Íslendingar þurfum síst á fleiri tonnum af kjöti að halda. Útflutningur á um 40% af framleiðslunni á hrakvirði dugar mér sem rök. Ekki vænti ég að ritstjórinn sé að hvetja íslenska bændur til að sperra sig við að auka fæðuöryggið í Kína eða Indlandi! Nánari nálgun Þá er það rétt að enn viðgengst hungur í mannheimum, en það er ekki vegna þess, eins og ritstjórinn ályktar, að of lítið sé framleitt, heldur af því að of víða er fólk sárafátækt og hefur hrein- lega ekki efni á að kaupa sér mat. Svo einfalt er það. Aðflutningsbönn hafa m.a. þann tilgang að koma í veg fyrir ódýrara matvælaframboð sem auðvelda myndi fátæku fólki matar- innkaup.Hugleiðingar ritstjórans eru ótvíræðar um það hvernig það verði best tryggt. Gæta þurfi þess að ekki verði undir neinum kringumstæðum fluttar inn búvörur í samkeppni við íslensk matvæli. Litið er á innflutning sem ógnun við framleiðendur, ekki sem búbót fátæks fólks. Lambakjöt er flutt út í verulegu mæli. Þetta gerum við óháð stóru sótspori kjötsins, háum framleiðslukostnaði og myndarlegum meðgjöfum úr ríkissjóði. Engan inn- flutning má leyfa sem ógnað geti núverandi framleiðslu. Í því sé ör- yggið fólgið. Þetta er skýr afstaða en svikul, því enginn er eyland. Sótspor íslenska lambakjötsins er með því hæsta sem þekkist. Það er því algjör- lega óábyrgt og beinlínis skaðlegt að halda áfram óbreyttri kjötfram- leiðslu, hvað þá auka við. Feta þarf í fótspor ESB og borga bændum fyrir að draga úr framleiðslu og borga laun fyrir að verða landvættir umhverfis og gróðurs. Gagnkvæm viðskipti Við erum hluti af heimsviðskipta- kerfi þar sem þjóðir selja vörur sínar og kaupa á víxl. Við seljum fisk og sjávarafurðir til að tryggja fæðuör- yggi annarra, sem selja korn, ávexti eða aðrar landbúnaðarvörur í staðinn og tryggja þannig fæðuöryggi okkar. Öryggi okkar felst að hluta í eigin framleiðslu en ekki síður í góðum og tryggum samgöngum. Séu þær ekki til staðar getum við ekki selt fiskinn, fáum ekki tilbúinn áburð, hvað þá fóðurbæti eða pappír til að prenta Bændablaðið. Íslenska krónan er þó vissulega áhættufaktor en jafnframt hentugt tæki til að styðja einangrun og halda launum fátækra í skefjum. Fæðuöryggi er ekki lengur bundið við einangruð býli, hvað þá einstök lönd, heldur viðskiptasvæði. Grípum niður í söguna. Snemma á miðöldum hélt sjálfsþurftarbúskapurinn inn- reið sína hérlendis. Hann miðaðist við að hver bújörð væri sjálfri sér næg um matvæli. Við það drógust samskiptin við útlönd enn frekar saman. Landið einangraðist. Gróður landsins hafði spillst. Til að auka fæðuframboð þurfti að fjölga fé með tilheyrandi afleiðingum fyrir gróðurinn. Fæðuöryggi sjálfsþurft- arinnar byggðist á einangrun og var í senn algjört en jafnframt ekkert, því framleiðslan var bæði léleg og ónóg. Þetta var sambærilegt kerfi í land- búnaði sem einokunin var í verslun. Afleiðingin var fátækt, örbirgð og vergangur. Ritstjórinn virðist vilja stika fastan þúfnagang til baka á formyrkvaðar slóðir. Úr sjálfsþurft til velmegunar Það voru og eru margþætt samskipti okkar við útlönd sem áttu stóran þátt í endurreisn landsins. Það er ekkert ljótt eða hættulegt við að kaupa er- lend matvæli ekki frekar en að kaupa erlend vín og selja útlendingum fisk. Því má ekki gleyma að hér, eins og erlendis, eru of margir sem ekki hafa efni á að kaupa dýran íslenskan mat. Landbúnaðarframleiðsla er ekki tilgangur í sjálfu sér, heldur hefur það markmið að fæða bæði ríka og fátæka. Geti íslenskir bændur ekki tryggt þeim fátæku fæði á viðráð- anlegu verði, getur innflutningur landbúnaðarafurða trauðla verið illa þefjandi bannorð. Þetta kallar ritstjórinn „kalda og sálarlausa pen- ingjahyggju“ sem ekkert sjái nema arðsemi fjámagnsins!! Fæðuöryggi fyrir alla verður ekki tryggt nema með inn- og útflutningi matvæla. Það voru og eru margþætt samskipti okkar við útlönd sem áttu stóran þátt í endurreisn landsins. Það er ekkert ljótt eða hættulegt við að kaupa erlend matvæli, ekki frekar en að kaupa er- lenda tómata, hveiti eða vín, hvað þá að selja útlendingum fisk, þótt fiskur sé vissulega veiddur í löndum sem við flytjum hann til. Reynsla hefur kennt heimsbygginni – einnig okkur – að verkaskipting og viðskipti með þann varning sem úr henni kemur, hefur reynst affarasælast í tímans rás. Arfur íslenskrar sögu er greyptur í hugarheim og mótar afstöðu til at- burða nútímans. Sjálfsþurftarbúskapur og einokun, markaðsfjandsemi og haftabúskapur eru ávísanir á afturför og almenna fátækt. Framtíðarsýn Íslenskt landbúnaðarkerfi byltist um í fjötrum hugmyndafræði sem að lokum mun leiða það í hagleysu. Þetta er engin buslubæn. Meginstef núverandi kerfis eru markaðshindrun og markaðsstjórn ásamt hvötum til offramleiðslu. Látum heimamarkað duga. Enn gildir hið fornkveðna að happadrýgst sé gamla heilræðið að sníða sér stakk eftir vexti, annars muni bændur ríða skakkt á skeiðinu. Mikil er sú glapsýn að ætla að gera eitt erfiðasta landbúnaðarland heims að matvælabúri hans. Það minnir óþægi- lega á þá alheimsfjármálamiðstöð sem landið átti að verða á árunum fyrir hrun. Dramb er falli næst. Þröstur Ólafsson Athugasemd vegna dapurlegrar afstöðu til fæðuöryggis Auðlindanýting og ábyrgð Birgir Þórarinsson. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.