Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201910 FRÉTTIR Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018. Mynd / Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Nautgriparækt til fyrirmyndar á Moldhaugum í Hörgársveit Þröstur Þorsteinsson og fjöl­ skylda hans á Moldhaugum í Hörgársveit hlutu nautgripa­ ræktarverðlaun BSE fyrir árið 2018 fyrir góðan árangur í greininni. Þröstur Þorsteinsson er fæddur á Moldhaugum og ólst þar upp en foreldrar hans keyptu jörðina 1947 og hóf hann búskap með þeim 1987. Frá árinu 1999 hefur Þröstur búið þar með konu sinni, Söru Saard Wijannarong, ásamt tveimur sonum þeirra hjóna. Í hópi afurðahæstu búanna Lengi hefur verið vel búið á Moldhaugum en nýtt fjós með mjaltaþjóni var tekið í notkun árið 2013 og í kjölfar þess hækkuðu afurðir búsins um nálægt 2000 kg af mjólk á hverja kú á tveimur árum. Síðustu fjögur ár hafa Moldhaugar verið í hópi 15 afurðahæstu kúabúa landsins. Árið 2016 skipuðu þau annað sæti listans með 8.274 kg af mjólk eftir 61 árskú. Á síðasta ári var bú þeirra hjóna í 7. sæti með 8.149 kg eftir tæplega 64 kýr. Á þessum árum hefur búið verið í fyrsta til fjórða sæti afurðahæstu búa á félagssvæði BSE. Einnig eru þau hjón með talsverða nautakjötsframleiðslu og á síðasta ári voru lögð inn nálægt 5 tonnum af 20 gripum. /MÞÞ Embluverðlaunin, sem eru norræn matarverðlaun, verða veitt í Hörpu í Reykjavík 1. júní næstkomandi í tengslum við norrænt kokka­ þing. Verðlaununum er ætlað að auka sýnileika og vekja áhuga almennings á norrænni matarhefð og matvælum sem framleidd eru á Norðurlöndunum. Embluverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti en þau voru fyrst afhent í Kaupmannahöfn árið 2017. Að verðlaununum standa norræn bændasamtök með stuðningi Norrænu ráðherra­ nefndarinnar. Tilnefningar til og með 31. mars Opnað var fyrir tilnefningar í byrjun mars á vefsíðunni www. emblafoodawards.com en frestur til að skrá tilnefningar er til og með 31. mars nk. Tilnefningum er safnað saman á öllum Norðurlöndunum en allir geta tilnefnt fulltrúa frá sínu landi. Þátttaka kostar ekkert. Þriggja manna dómnefnd í hverju landi fyrir sig ákveður hverjir verða tilnefndir sem fulltrúar hvers lands. Verðlaunaflokkar eru sjö talsins: Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019 Verðlaunin verða veitt bónda, sjómanni, veiðimanni, safnara o.s.frv. sem stendur fyrir hráefni af miklum gæðum. Sem nýtir menningarlegar og náttúrulegar rætur sínar á Norðurlöndum og sem sjálfur framleiðir, veiðir eða safnar hráefninu. Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019 Veitt einstaklingi, fyrirtæki eða stofnun sem hefur þróað nýja aðferð með breiða skírskotun og markaðsmöguleika og sem gjarnan er byggð á gömlum hefðum. Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019 Verðlaunin verða veitt matvælaiðnaðarmanni sem hefur þróað einstaka gæðaafurð sem byggist á norrænum hráefnum og aðferðum. Matarblaðamaður/Miðlun um mat 2019 Veitt einstaklingi, sögumanni, miðli eða útgáfu sem ber út hróður norrænnar matarmenningar. Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019 Veitt einstaklingi eða stofnun sem hefur unnið mikið starf til að auka gæði og efla norræna matarmenningu í opinberum máltíðum. Mataráfangastaður Norðurlanda 2019 Veitt samtökum, stofnun eða samfélagi sem hefur sameinað hráefnisframleiðendur, veitingastaði og aðra viðkomandi í að efla tiltekinn stað með matarmenningu, samstarfi og samvinnu. Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019 Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa þróað hugmynd eða hugmyndafræði sem stuðlar með marktækum hætti að því að auka þekkingu og kunnáttu komandi kynslóða hvað norræn matvæli og matarmenningu varðar. Skráning til og með 31. mars Hægt er að skrá þátttakendur í Emblu til og með 31. mars. Skráningin er einföld og fljótleg á vefsíðunni www.emblafoodawards.com. Þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra. /TB Óskað er eftir tilnefningum til Embluverðlaunanna Fulltrúar sveitarfélaga, fjarskiptasjóðs og ráðuneytisins við undirritun samninga við sveitarfélög um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli: Samið við 23 sveitarfélög um styrki Samningar um ljósleiðaravæðingu gefa 23 sveitar félögum kost á samtals um 1.475 milljónum króna í styrki á árunum 2019 til 2021 til þess að tengja með ljósleiðara allt að 1.700 styrkhæfa staði auk fjölda annarra bygginga samhliða sem ekki hljóta styrk. Eigið framlag sveitarfélags og íbúa er umtalsvert og að lágmarki 500.000 kr. fyrir hvern tengdan styrkhæfan stað. Samningar árin 2020 og 2021 eru með fyrirvara um fjárlög. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, Páll Jóhann Pálsson, formaður fjarskiptasjóðs, og forsvarsmenn sveitarfélaga, hafa skrifað undir samninga um samvinnustyrki frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Fjórtán sveitarfélög eiga að þessu sinni kost á byggðastyrk á grundvelli byggðaáætlunar og 22 sveitarfélög eiga kost á samvinnustyrk. Ísland ljóstengt Styrkveitingarnar miðast við að tryggja verklok hjá allflestum sveitarfélögum sem um ræðir og þar með að náð verði að mestu leyti markmiði ríkisstjórnarinnar um ljósleiðaravætt dreifbýli landsins. Stefnt er að því að lokaúthlutun á grundvelli Ísland ljóstengt verði á næsta ári með það að markmiði að öll áhugasöm sveitarfélög ljúki lagningu ljósleiðara í dreifbýli fyrir árslok 2021 hið síðasta. Verkefnið Ísland ljóstengt hófst formlega vorið 2016. Er þetta því fjórða úthlutun fjarskiptasjóðs og jafnframt þriðja úthlutun ráðuneytisins á grundvelli byggða- áætlunar á jafn mörgum árum. Um sex þúsund styrkhæfir staðir Útlit er fyrir að verkefnið nái þegar upp er staðið til um það bil 5.850– 6.000 styrkhæfra staða um allt land. Með þessum og fyrri samningum er þegar búið að semja um 5.750 staði. Hlutfall styrkhæfra staða sem tengdir verða í verkefninu öllu stefnir í að verða vel yfir 90%. /VH Framleiðnisjóður landbúnaðarins: Sigríður Bjarnadóttir ráðin framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Fram­ leiðni sjóðs landbúnaðarins var auglýst laust til umsóknar um miðjan janúar. Stjórn Fram­ leiðnisjóðs fékk ráðningar fyrir­ tækið Hagvang í lið með sér og höfðu starfsmenn þess umsjón með ráðningarferlinu. Nú hefur verið gengið frá ráðningu Sigríðar Bjarnadóttur í starfið, en Sigríður var valin úr hópi margra hæfra umsækjenda. Sigríður er fædd 1967 og hefur lokið fjölbreyttri menntun og á að baki margvíslega starfsreynslu. Hún hefur lokið meistaragráðu í búfjárrækt frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi, BS-gráðu í hestafræði frá Háskólanum á Hólum, auk búfræðináms og diplóma- náms í ferða- m á l a f r æ ð i frá Hólum. Hún hefur jafnframt lokið kennslu réttinda- námi á framhaldsskólastigi frá Háskólanum á Akureyri. Sigríður starfaði sem ráðunautur um árabil, m.a. í ýmsum rekstrar- tengdum verkefnum. Hún hefur einnig starfað við bókhald og við mjólkureftirlit hjá MS. Þá hefur hún starfað sem tilraunastjóri og sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og hjá Norræna búfjárgenabankanum á Ási í Noregi. Sigríður stundar auk þess búrekstur í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit og hefur unnið með útgáfu- og kynningarsviði Bændasamtaka Íslands að verkefninu Dagur með bónda. Þá er Sigríður sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar. Sigríður Bjarnadóttir tekur við starfinu um mitt sumar en mun sinna afmörkuðum verkefnum fyrir sjóðinn fram að þeim tíma. Sigríður Bjarnadóttir. Ráðstefna Matvælalandsins Íslands: Hvað má bjóða þér að borða? Samstarfsvettvangur um Mat­ væla landið Ísland efnir til ráð­ stefnu um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu mið viku­ daginn 10. apríl kl. 10–12 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskriftin er „Hvað má bjóða þér að borða? – Sérstaða og samkeppnisforskot í matvæla framleiðslu“. Gildi sérstöðunnar Á ráðstefnunni verður fjallað um gildi sérstöðunnar og þær áskoranir sem margar þjóðir standa frammi fyrir í sinni matvælaframleiðslu. Kröfur um örugg matvæli, fá sótspor, virðingu fyrir umhverfinu og auðlindum, bætta lýðheilsu og heilbrigt búfé munu hafa mikil áhrif á matvælaframleiðslu um heim allan á komandi árum. Fyrirlesari frá FAO Henk Jan Ormel, ráðgjafi í dýrasjúkdómum hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), fjallar um tengsl milli matvælaöryggis og sjúkdóma í mönnum og dýrum og hvernig haga má baráttu gegn matarbornum sjúkdómum. Þá verður fjallað um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu og hvernig á að sýna fram á hana og gefin dæmi um hvernig sérstaða er nýtt í markaðssetningu. Í lokin verða pallborðsumræður. Fundarstjóri verður Erna Bjarna- dóttir, hagfræðingur og aðstoðar- framkvæmdastjóri Bænda sam- takanna. Að Matvælalandinu standa Samtök iðnaðarins, Bændasamtök Íslands, Matís, Íslandsstofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Matar- auður Íslands og Háskóli Íslands. Þetta er sjöunda árið í röð sem Matvælalandið boðar til ráðstefnu um þau mál sem eru efst á baugi í matvælageiranum. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Nánari dagskrá og skráningu er að finna á vef Samtaka iðnaðarins, si.is. /TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.