Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201950 LESENDABÁS Eru bændur ekki atvinnurekendur? Ég las grein eftir fram kvæmdas­ tjóra Félags atvinnu rekenda, sem svaraði forystugrein Morgun­ blaðsins um innflutning á ófrosnu hráu kjöti. Eftir lesturinn situr helst eftir að Ísland er ekki lengur fullvalda ríki. Framkvæmdastjórinn segir skylt að standa við það, sem stjórnmálamenn samþykktu án þess að snúið væri upp á höndina á þeim. Þarf nokkuð að snúa upp á höndina á þeim? Fá þeir ekki að finna fyrir því séu þeir með einhvern kjaft? Steingrímur flæmdi úr VG og ríkisstjórn þá, sem Jóhanna kallaði villiketti. Jón Bjarnason stóð á sannfæringu sinni og lét ekki einbeittan ESB vilja Jóhönnu og Steingrím beygja sig. Annars værum við kannski komin í ESB og ekki spurð um eitt eða neitt, ef hagsmunir þjóðar tækjust á hagsmuni ESB. Í dag eru á þingi ráðherrar, sem þekkja vána af fjölónæmum bakteríum. Vonandi stuðla þeir að því að þingið skoði málið faglega ofan í kjölinn og vandi sig betur, en með t.d. verðtrygginguna, gjafakvótann og Schengen. Póstlúgan ekki í réttri hæð samkvæmt ESB tilskipun Það að Íslandi beri skylda til að beygja sig undir lög EFTA, ESB og EES minnir mig á, að fyrir nokkrum árum fékk ég bréf frá póstinum um að hækka póstlúgu á útidyrahurð minni skv. ES eða ESB tilskipun. Ég ansaði því ekki og fékk þá hótunarbréf um að hætt yrði að bera út póst til mín. Því svaraði ég með grein í Mbl. Síðan hefi ég ekki heyrt frá póstinum. Ætli það sem nú er sagt, að okkur beri að standa við hafi fengið álíka skoðun hjá þinginu og hæð á póstlúgum. Það þyrfti að endurskoða allt það, sem ríkisstjórnin með einbeittan vilja að koma þjóðinni undir verndarvæng ESB samþykkti. Íslendingar gætu margt lært af Sviss sem er ekki í ESB Sviss er ekki í ESB og mun aldrei ganga í það. Svissneska ríkið var stofnað þannig að kantónurnar sameinuðust í fullvalda ríki með eigin stjórnarskrá. Grunnlögmálið er, að ríkisréttur sé æðri fylkis- eða kantónurétti (Bundes Gericht bricht Kantonal Recht). Þetta þekkja Svisslendingar og vita að ESB lög yrðu æðri þeirra eign lögum gangi þeir í bandalagið. Íslendingar gætu margt af Svisslendingum lært. Ekki bara í þessu sambandi, heldur líka í ótal mörgu öðru t.d., að hleypa ekki útlendingum eftirlitslaust inn í landið. Það er að segja sé einhver vilji til að halda í tunguna og menninguna, sem veitti okkur fyrst fullveldið fyrir 100 árum og svo lýðveldið. Er einhver ástæða til að treysta betur niðurstöðum vísindamanna ESB en íslenskum? Í viðbót við skuldbindingar ríkisins er rökstuðningurinn fyrir innflutningi á hráu ófrosnu kjöti: - Að lítil vörn sé í frystiskyldunni. Meiri hætta sé á smitunum frá ferðamönnum og þeim, sem farið hafa til útlanda. Réttlætir það, að opna fyrir allt hitt? - Að útlendar vísindaniðurstöður standi óhraktar. Hefur einhver lagt sig fram við að hrekja þær? Þær stangast á við rökstuddar niðurstöður innlendra vísindamanna með víðtæka þekkingu og heimsfrægð. Er einhver ástæða til að treysta betur (pöntuðum) niðurstöðum vísindamanna ESB? - Að „viðbótartryggingar séu minna íþyngjandi leið“ og að hin norrænu ríkin hafi náð í gegn, að sýni séu tekin af vörusendingum og vottað að varan sé ekki með salmonellu. EFTA hafi samþykkt þetta með salmonelluna. Hvað með kamfýlóbakter og fjölónæmar bakteríur? Er hægt að treysta svona eftirliti með tilliti til þess að nýlega var hrossakjötsblönduðu nautakjöti frá Póllandi dreift um ES svæðið. Búið var að éta nokkur hundruð kíló í Svíþjóð, þegar málið komst upp. Blaðamaður með falda myndavél kom upp um málið. Ekki eftirlitið. Að sýklalyfjaónæmar bakteríur hafa fundist í innlendu kjöti þannig að takmarkanir innflutnings útiloki ekki áhættu á að þær berist hingað. Eru rökin hér að ofan nægileg til að taka sénsinn á og leyfa óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti? Ef allt er reiknað til enda Þeir sem styðja frjálsan innflutning landbúnaðarafurða hafa reiknað út að kostnaður heimila muni lækka verulega með innflutningnum. Ég efast um að svo verði, þegar dæmið er reiknað til enda. Kaupmennska byggist á mismun söluverðs og innkaupsverðs. Íslenskir kaupmenn eru snillingar í að halda birgjum á tánum og munu lækka innkaupsverð meir og meir. Það mun koma fram í lakari gæðum og óvíst að söluverðið lækki. Það er staðreynd að við eigum heilbrigðustu búfjárstofna í heimi Því hefur lengi verið haldið fram að hærra verð fáist fyrir íslenskan fisk vegna meiri gæða. Er hægt að standa á því að fiskurinn sem syndir í sjónum við Ísland sé eitthvað betri en sá við Noreg og í Barentshafi? Það er hins vegar staðreynd að við eigum auðlind, sem eru heil- brigðustu búfjárstofnar í heimi. Íbúar jarðar verða stöðugt með- vitaðri um, hvað þeir borða. Heilnæm matvara fær meira og meira pláss í verslunum. Þannig eru búfjárstofnarnir framtíðarlausn fyrir sjálfbæran landbúnað og útflutning landbúnaðarafurða með hagnaði. Samtök atvinnurekanda mega ekki og ótrúlegt er, að þeir skuli reyna að fórna þessu fyrir skammtímagróða nokkurra kaupmanna. Hefur framkvæmdastjórinn umboð atvinnurekenda til að höndla með lýðheilsu þjóðarinnar í þeirra nafni, sem hverja aðra verslunarvöru? Líklega hafa þeir ekkert verið spurðir. Sigurður Oddsson Sigurður Oddsson. Það er Íslandi í hag og til álitsauka að framleiðendur lífrænna afurða í landinu vinni í samræmi við reglur sem Evrópusambandið setur í stað þeirra sem Bandaríkin nota. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna lætur undan þrýstingi stórfyrirtækja á borð við Walmart, sem sækjast eftir því að auðvelda aðgang að lífræna vörumerkinu (vottun), um að draga úr kröfum til lífrænnar vottunar og framleiðslu. Stórir og valdamiklir aðilar grafa undan þeim náttúrulegu ferlum sem eru grundvöllur lífrænna aðferða um allan heim með því að þrýsta á um að notkun tilbúinna ónáttúrulegra aðfanga verði leyfð. Til dæmis vinna þeir að því að við framleiðslu á lífrænu kjöti, eggjum og mjólk sé leyft að ala búféð alfarið innandyra, eða á gróðurleysu í stað beitilands, sem hefur í för með sér bæta þarf fóðrið með amínósýrum (metíónín). Þeir vilja að staðlar leyfi vatnsræktun ávaxta og grænmetis, þ.e. í vökvakerfi tilbúinna áburðarefna, í stað ræktunar í næringarríku vistkerfi jarðvegs. Þeir vilja að hægt sé að merkja matvæli, þar með talið barnamat, sem lífræn, þótt þau séu hlaðin ónáttúrulegum vítamínum, steinefnum eða öðrum tilbúnum efnum. Erfðatækni er bönnuð í lífrænni ræktun Reglugerðir Evrópusambandsins eru byggðar á varúðarreglunni, ólíkt reglugerðum Bandaríkjanna. Þar sem vísindaheimurinn er ekki einhuga um hvort erfðabreyttar plöntur séu öruggar fyrir umhverfið eða heilsu manna og dýra, þá leyfa reglugerðir Evrópusambandsins ekki notkun erfðabreyttra lífvera í lífrænni framleiðslu. Árið 2013 gáfu Evrópusamtök vísindamanna um félagslega og umhverfislega ábyrgð (ENSSER) út yfirlýsingu sem 300 vísindamenn undirrituðu, þar sem staðfest er að vísindasamfélagið er klofið um öryggi erfðabreyttra lífvera. Jafnframt kemur þar fram að flestar heilsufarsrannsóknir sem „sanna“ öryggi erfðabreyttra plantna voru gerðar af sömu líftæknifyrirtækjum og selja erfðabreytt fræ. Rannsóknir gerðar af sjálfstæðum vísindamönnum sýndu aftur á móti að dýr fóðruð á erfðabreyttum afurðum sýndu eitrunaráhrif í mörgum helstu líffærum, einkum í nýrum og lifur. Erfðabreytt matvæli og heilsufarsáhætta Ræktun erfðabreyttra plantna hefur leitt til gríðarlegrar aukningar í notkun eiturefna í Bandaríkjunum, einkum illgresiseitursins glýfosats, sem bændum er selt í sama pakka og erfðabreytt fræ. Árið 2012 birti Charles Benbrook niðurstöður, byggðar á opinberum gögnum bandaríska landbúnaðar ráðuneyt i s ins , sem sýndu 15-falda aukningu illgresiseiturs frá því að ræktun erfðabreyttra plantna hófst árið 1996, sem orsakað hefur lífshættuleg heilsuvandamál þeirra sem starfa í landbúnaði. Fyrir skömmu vann bóndi í Kaliforníu, DeWayne Lee Johnson, mál sitt (og 78 m dollara bætur) fyrir rétti gegn Monsanto þar sem hann gat sýnt fram á að eiturefnið glýfosat, sem fyrirtækið framleiðir, var orsök eitlakrabbameins sem hann greindist með, og að Monsanto hafi reynt að fela niðurstöður eigin rannsókna sem sýndu tengsl milli glýfosats og krabbameins. Nú bíða allt að 9000 önnur fórnarlömb krabbameins þess að leggja viðlíka mál gegn Monsanto fyrir rétt. Ein tegund erfðabreyttra plantna eru sn. Bt-plöntur sem erfðabreytt var til að þær innihaldi skordýraeitrið Bt. Líftæknifyrirtækin fullyrða að Bt-eitur í plöntum hafi enga áhættu í för með sér fyrir menn eða dýr sem neyta slíkra plantna þar sem meltingarkerfi spendýra sundri próteinum (DNA) í fóðri og matvælum. Kanadísk rannsókn (Aziz Aris et al 2016) sýndi engu að síður að Bt-eitrið fannst í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddra fóstra þeirra. Tilraunir Monsanto sýndu að Bt-eitur í plöntum veldur eitrun í lifur og nýrum í rottum (Séralini et al 2009). Nýleg tilraun sýndi sömuleiðis að erfðabreytt Bt-eitur skaði ónæmiskerfið, valdi ofnæmi og valdi forstigs- frumubreytingum í þörmum í rottum (Santos-Vigil et al 2018). Matvæli framleidd í tilraunastofum Matvæli eru stærsti vöruflokkur heimsins og hafa þar af leiðandi orðið tilefni alls kyns róttækra viðskiptatilrauna. Á tíunda áratugnum voru erfðabreyttar plöntur kynntar sem kostur í stað venjulegra nytjajurta. Um þessar mundir gerir Kísildalurinn tilraun til að flytja fæðuframleiðslu af bújörðum yfir í tilraunastofuna. Vísindamenn vinna að því að taka við af bændum. Bandarískt fyrirtæki (Impossible Food Co.) hefur fundið upp gervikjöt, sem það vinnur og selur í formi hamborgara (Impossible Burger), og framleitt er á tilraunastofu úr erfðabreyttu geri. Annað fyrirtæki (Perfect Day Co.) vinnur að því að fjarlægja kýr úr mjólkurbúskapnum með framleiðslu á mjólk á tilraunastofu úr erfðabreyttu geri og prentuðum mjólkurpróteinum. Þessar róttæku nýju matvörur hafa ekki undirgengist öryggisprófanir, þótt vísindin hafi sýnt fram á að erfðabreytingar valdi óþekktum og óvæntum breytingum á genamengi erðabreyttra plantna og matvæla úr þeim. Þar til sýnt hefur verið fram á öryggi erfðabreyttra lífvera og matvæla sem framleidd eru á tilraunastofum eiga þau sér engan stað í lífrænni framleiðslu. Hvorutveggja ber fremur vott um áhuga á að stjórna matvælaframleiðslunni í stað þess að bæta hana. Lífræn framleiðsla og heilsa þjóðarinnar Ný rannsókn sem gerð var í Frakklandi sýndi að þeir sem neyta reglulega lífrænna matvæla eru mun ólíklegri til að fá krabbamein en þeir sem neyta lítillar eða engrar lífrænnar fæðu. Önnur ritrýnd rannsókn mældi eiturefnaleifar í þvagi bandarískra neytenda og sýndi að þær lækkuðu um 95% eftir að viðkomandi höfðu eingöngu neytt lífrænna matvæla í eina viku. Íslenskur landbúnaður er, ólíkt þeim bandaríska, tiltölulega laus við eiturefnanotkun. Við getum varið og styrkt lýðheilsu þjóðarinnar með því að standa gegn innflutningi gervifæðu og afurða efnavædds búskapar, og með því að framleiða meira sjálf með lífrænum aðferðum. Sandra B. Jónsdóttir sjálfstæður ráðgjafi Lífræn ræktun – vörn gegn hættum ónáttúrulegs fæðis Sandra B. Jónsdóttir. Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.