Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 2019 7 Margmenni sótti matvælasýninguna Local Food Festival sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á dögunum. Félagið Matur úr héraði á Norðurlandi stendur fyrir þessum viðburði annað hvert ár. Alls tóku 38 fyrirtæki þátt og kynntu matvæli af margvíslegu tagi og gáfu gestum að smakka. Markaðstorg var á svæðinu, vínsvæði og þá sýndi Iðnaðarsafnið alls kyns varning sem tengdist matvælaiðnaði fyrri tíðar. Viðburðir af ýmsu tagi voru í boði. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi stóð fyrir kokkakeppni og var hún þrískipt, forréttakeppni matreiðslunema, aðalréttakeppni matreiðslumanna og eftirréttakeppni bakara og matreiðslunema/- manna. Sigursælir frá Strikinu Í nemakeppninni var dagskipun sú að útbúa rétt úr bleikju og blómkáli sem aðalhráefni og setja saman á 30 mínútum fyrir framan áhorfendur. Sigurvegari í þeirri keppni varð Bjarni Þór Ævarsson hjá Strikinu. Í kokkakeppninni var markmiðið að elda lamb á tvo vegu og höfðu keppendur 30 mínútur til að skila af sér fullbúnum rétti til dómara. Árni Þór Árnason hjá Strikinu fór með sigur af hólmi í þeirri keppni. Loks var eftirréttakeppni þar sem kokkar og bakarar útbjuggu eftirrétt sem innihélt m.a. Ricotta ost og vanillu og höfðu líkt og hinir 30 mínútur til að setja réttinn saman. Sá sem vann til fyrstu verðlauna í þessum flokki var Jón Arnar Ómarsson hjá Strikinu. Málþing um matvælaframleiðslu og orkunýtingu Eimur sem er samstarfsverkefni um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpum í orkumálum á Norðurlandi eystra efndi til málþings í tengslum við sýninguna með yfirskriftinni „Tækifæri og takmarkanir“. Þar var fjallað um vaxandi þörf fyrir framleiðslu matvæla og möguleikana til nýtingar jarðhita við framleiðsluna og við frekari vinnslu matvæla. Snæbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eims, fjallaði um tækifæri í fjölnýtingu jarðhita og Sigurður Markússon, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, um orkufreka matvælaframleiðslu og hvort þar væri komin ný stoð í grænu hagkerfi. Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar, fjallað um landeldi á laxi í Öxarfirði með jarðhita og Christin Schröder, skordýrabóndi á Húsavík, ræddi um þá áskorun að byggja upp skordýraræktun á Norðurlandi. Loks hélt Rannveig Björnsdóttir, forseti Viðskipta- og r a u n v í s i n d a s v i ð s Háskólans á Akureyri, erindi sem nefndist; Verð mætasköpun úr hlið ar afurðum matvæla- framleiðslu, tækifæri og takmarkanir. Viðurkenningar Uppboð var haldið til styrktar Krabba- meinsfélagi Akureyrar og nágrennis og bauðst gestum þá að bjóða í ýmsa hluti, m.a. matarboð fyrir allt að 10 manns þar sem kokkar úr Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi sjá um veisluna. Um 250 þúsund krónur söfnuðust á uppboðinu. Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta og frumlegasta bás sýningarinnar og einnig verðlaun sem nefnast Frumkvöðull ársins í mat og matarmenningu. Matarkista Skagafjarðar þótti eiga fallegasta básinn, Milli fjöru og fjalla var með frumlegasta bás sýningarinnar og Norðlenska hreppti titilinn Frumkvöðull ársins. /MÞÞ LÍF&STARF Fyrst verða birtar lesendum þrjár vísur eftir Höskuld Einarsson frá Vatnshorni. Ekki man ég til þess að hafa séð þær fyrr. Þær rötuðu hingað norður, eftir eitt af ánægjufullum símtölum við Sigríði Höskuldsdóttur á Kagaðarhóli. Hún romsaði þeim upp úr sinni munnlegu geymd og vonandi hefur mér lánast að hafa þær réttar eftir dóttur skáldsins: Fyrsta vísan er ort eftir að Höskuldur flutti suður til Reykjavíkur: Ég er að skima allt um kring er einhver að kalla. Nú fer að grænka lauf og lyng í lautunum upp til fjalla. Landið mitt er lítið breytt líti ég til fjalla. Ég kannast við það kalt og heitt, kosti þess og galla. Hugurinn flýgur heim í sveit halli ég mér til náða, sé ég þá í sauðaleit „sóðana“ mína báða. Næsta vísa er haldin eftir Magnús Einarsson frá Hrófbergi við Steingrímsfjörð: Víninu hvolfdi korðatýr koks um foldar bekki. Pipruðu holdið pelar þrír, en pottinn þoldi hann ekki. Sr. Hallgrímur Pétursson orti svo til borgfirskrar bóndadóttur: Held ég nú í hendina á þér, hana ég fyrir mér virði. Engin er sú, sem af þér ber í öllum Borgarfirði. Jón R. Thorarensen, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps, sendi vísu þessa með skilagrein til Seðlabankans: Ég greiði öllum sem greiða ber og gjöri við alla kvitt, svo Drottinn fær það sem Drottins er þótt djöfullinn hafi sitt. Vigfús Þ. Jónsson á Vatnsenda í Eyjafirði kvað, er Ólöf Sigurðardóttir, síðar húsfreyja í Fjósakoti, var ung og ógefin heima í Leyningi: Ef ég skunda á Ólu fund, aðrir blund er fanga, halla mundi ég höfði um stund hennar undir vanga. Enn er tilefni til að birta illviðravísur þótt komið sé yfir sumarmál. Valdimar S. Long kvað: Dimmir höllum drafnar í, dynja fjöll af veðragný, sveiflast mjöllin, sorta ský, sveipa völlinn klæði ný. Eftir Guðmund Inga á Kirkjubóli er þessi: Víða grátt er veðurfar, varla dátt er gaman. Höfuðáttir heyja þar hríðarsláttinn saman. Inni er kalt en úti rok, ískrar hurð til gátta. Víst eru komin vökulok, við skulum fara að hátta. Jónas Jónsson frá Hörgsdal kvað, er leikrit Indriða Einarssonar „Skipið sekkur“ var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1903. Alls urðu sýningarnar níu: Allt má gera í einum svip, Indriði hefur smíðað skip. Aldrei fer það á saltan sjó, en sekkur á hverju kvöldi þó. Jón M. Pétursson í Hafnardal orti til stúlku einnar: Svo ei festi angurs ís inn við hjartarætur, vertu minna draumadís dimmar vetrarnætur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 222MÆLT AF MUNNI FRAM Local Food Festival haldinn í Hofi Akureyri: Margmenni á matvælasýningu Norðlenska hreppti titilinn Frumkvöðull ársins og greinilegt að starfsmenn eru kampakátir með þá viðurkenningu. Myndir / MÞÞ Matarkista Skagafjarðar þótti eiga fallegasta básinn. Milli fjöru & fjalla á Grenivík var með frumlegasta bás Local Food-sýningarinnar. Það var vinsælt að smakka á Fjallalambi frá Kópaskeri. Gestum og gangandi bauðst að smakka á kræsingum af ýmsu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.