Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 2019 49 Prjónuð peysa með laskaúrtöku, skemmtileg hreyfing kemur út með því að prjóna með 1 þræði af Drops Fabel og 1 þræði af Drops Delight. Veldu þína litasamsetningu en garn í peysuna er á 30% afslætti í mars og kostar því garn í þessa peysu frá 2.583 til 4.305 kr hjá Handverkskúnst – www.garn.is. Stærðir: 3/4 (5/6) 7/8 (9/10) ára Yfirvídd: 64 (68) 72 (76) cm Garn: Drops Fabel: Litur nr 522p túrkis/blár: 150 (200) 200 (250) g og Drops Delight: Litur nr 04, ljósblár: 150 (200) 200 (250) g Prjónar: Sokkar- og hringprjónn 60 cm nr 3,5 og 4,5 – eða sú stærð sem þarf til að 18L geri 10 cm með einum þræði af hvoru garni á prjóna nr 4,5. Úrtaka: Takið úr á réttu þannig: prjónið þar til það eru 5L að prjónamerki, prjónið 2 slétt saman, 2 br, 2 sl (prjónamerki er á milli þessar tveggja lykkja), 2 br, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 sl, lyftið óprjónuðu lykkjunni yfir. Bak- og framstykki Fitjið upp með einum þræði af hvorri tegund 128 (136) 144 (152) lykkjur á hringprjón nr 3,5. Tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið stroff, 2 sl, 2 br alls 5 cm. Skiftið yfir á prjón nr 4,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 50 (54) 58 (62) lykkjur slétt en fækkið lykkjum um 6 (6) 8 (8) lykkjur jafnt yfir um leið (= 44 (48) 50 (54) L slétt), prjónið næstu 14L stroff eins og áður, síðan 50 (54) 58 (62) lykkjur slétt en fækkið lykkjum um 6 (6) 8 (8) lykkjur jafnt yfir um leið (= 44 (48) 50 (54) L slétt), að lokum 14L stroff eins og áður. Það eru nú 116 (124) 128 (136) lykkjur á prjóninum. Haldið áfram að prjóna slétt prjón og stroff þar til stykkið mælist 10 (11) 12 (13) cm. Aukið nú út um 1L sitt hvoru megin við strofflykkjurnar 14 í hvorri hlið = aukið út um 4L, þessar nýju lykkjur eru prjónaðar slétt, endurtakið útaukninguna þegar stykkið mælist 18 (20) 22 (24) cm. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 26 (29) 32 (35) cm, fellið nú af 8L í miðju á strofflykkjunum í hvorri hlið fyrir handvegi (þ.e. 1 sl, 2 br, 2 sl, 2 br, 1 sl) = 108 (116) 120 (128) lykkjur á prjóninum. Geymið stykkið og prjónið ermar. Ermar: Fitjið upp 32 (36) 36 (40) lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 með 1 þræði af hvorri tegund. Tengið í hring og prjónið stroff, 2 sl, 2 br, alls 5 cm. Skiftið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og prjónið þannig: 18 (22) 22 (26) lykkjur slétt, og stroff eins og áður yfir næstu 14 lykkjur. Þegar ermin mælist 10 cm, er aukið út um 1L sitt hvoru megin við strofflykkjurnar, þessar nýju lykkjur eru prjónaðar slétt. Endurtakið útaukninguna með 3 (3½) 3 (3½) cm millibili alls 7 (7) 9 (9) sinnum = 46 (50) 54 (58) lykkjur. Þegar ermin mælist 30 (34) 37 (41) cm er felldar af 8L mitt undir ermi, í miðju á strofflykkjunum (þ.e.1 sl, 2 br, 2 sl, 2 br, 1 sl) = 38 (42) 46 (50) lykkjur á prjóninum. Leggið ermina til hliðar og prjónið aðra eins. Berustykki: Setjið ermarnar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184 (200) 212 (228) lykkjur. Setjið prjónamerki við öll samskeyti erma og bols = 4 merki. Haldið áfram að prjóna 2 br, 2 sl, 2 br á milli erma og bak- og framstykkis en slétt þar á milli. Prjónið 3 (1) 1 (1) umf og hefjið þá úrtöku fyrir laskalínu – sjá úrtaka. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 13 (15) 16 (18) sinnum. Jafnframt þegar stykkið mælist 36 (39) 42 (45) cm mælt frá miðju að framan, eru miðlykkjurnar 14 (14) 14 (14) settár á þráð/nælu. Prjónið áfram fram og til baka – samtímis er fellt af í byrjun hverrar umferðar: 1L tvisvar sinnum. Þegar öllum úrtökum er lokið eru 62 (62) 66 (66) lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og takið upp um 20-22 lykkjur meðfram hálsmáli að framan (lykkjur á nælu meðtaldar) = 82 til 92 lykkjur. Prjónið 1 umf slétt yfir sléttar lykkjur og stroff yfir strofflykkjur – og jafnið lykkjufjölda þannig að það verði 6L slétt á hvorri ermi, 26 (26) 30 (30) lykkjur á framstykki og 18 (18) 22 (22) lykkjur á bakstykki sem og 6 lykkjur í laskaúrtöku eins og áður. Það eru nú 80 (80) 88 (88) lykkjur á prjóninum. Prjónið stroff 2 sl, 2 br yfir allar lykkjur – lykkjur á laska eru áfram 2 br, 2 sl, 2 br, teljið út frá þeim hvernig prjóna á yfir sléttu lykkjurnar svo þær falli inn í stroffið. Prjónið um 5 (6) 7 (8) cm, fellið af í sléttum og brugðnum lykkjum. Saumið saman undir ermum, gangið frá endum. Þvoið flíkina og leggið til þerris. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst Litagleði HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 5 3 2 9 6 4 9 5 3 4 1 8 9 3 1 6 5 6 7 1 8 5 6 3 1 8 5 2 8 3 5 6 2 1 7 4 Þyngst 4 5 5 7 6 8 2 2 5 7 3 7 6 9 7 2 4 3 8 9 6 7 1 2 4 3 8 9 9 4 5 3 8 7 7 8 2 6 3 1 9 1 4 9 2 5 7 4 2 3 4 9 6 1 3 3 7 9 1 8 9 2 5 3 6 4 6 8 5 1 4 2 7 Góð pitsa í mestu uppáhaldi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Símon Snorri er 13 ára skagfirskur Skaftfellingur. Hann heldur mest upp á góða pitsu og hefur gaman af að spila tölvuleiki með vinum sínum. Nafn: Símon Snorri. Aldur: 13 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Kálfafelli 1b í Fljótshverfi. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Ég á enga uppáhaldshljómsveit en uppáhalds­ söngvarinn minn er Eminem. Uppáhaldskvikmynd: 22 Jump Street. Fyrsta minning þín? Ég er ekki alveg viss en ætli það sé ekki þegar ég var að hjálpa Daníel Smára, bróður mínum, að hjóla á þríhjóli. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei, er ekki að æfa neinar íþróttir núna í vetur. Kann pínulítið á gítar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki alveg ákveðinn í því. Ætli ég verði ekki bara stærri áður en ég ákveð það. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar við bræðurnir máluðum skottið á bílnum hennar mömmu með afgangsmálningunni frá grindverkinu. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt um páskana? Sofa út, borða páskaegg og hafa það kósí með fjölskyldunni. Næst » Símon Snorri skorar á Hrafntinnu Jónsdóttur, bekkjasystur sína, að svara næst. Vegg- og þakklæðningar | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | S t a n g a r h y l 7 | s í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Við finnum lausn sem hentar Þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.