Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201928
Ráðstefna haldin í tengslum við ársfund Bændasamtaka Íslands í Hveragerði:
Sérstaða og tækifæri
íslensks landbúnaðar
Á seinni helmingi ráðstefnunnar
Hver er sérstaða íslensks land
búnaðar?, sem haldin var í
tengslum við ársfund Bænda
samtaka Íslands á Hótel Örk í
Hveragerði 15. maí, var sjónum
beint að ýmsum tækifærum sem
eru í íslenskum landbúnaði.
Fjórir voru á mælendaskrá eftir
kaffihlé; Eygló Björk Ólafsdóttir,
formaður VOR, Verndun og ræktun
– félags framleiðenda í lífrænum
búskap, Örn Karlsson, bóndi á
Sandhóli í Meðallandi, Hulda
Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi
smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna
og Oddný Anna Björnsdóttir,
verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands.
Eygló gaf yfirlit yfir stöðu og
horfur lífrænnar ræktunar á Íslandi
og á heimsvísu. Hún sagði að tilurð
lífræns landbúnaðar sé sprottin úr
slæmu ástandi í Mið-Evrópu um
miðjan níunda áratug síðustu aldar;
vandamálum sem fylgdu mengun,
súru regni og verksmiðjubúskap.
Evrópusambandið lagði í kjölfarið
grunn að löggjöf um lífrænan
landbúnað og þar með vottunarkerfi
fyrir landbúnað sem gengur í
gagnstæða átt við þá þróun sem
hafði átt sér stað. Í Bandaríkjunum
var að sögn Eyglóar landbúnaður
og matvælaframleiðsla líka á
villigötum – sem fólst í þaulræktun
og erfðabreyttri ræktun – og hafði
í för með sér jarðvegseyðingu,
mengun og lífsstílssjúkdóma.
Danir leiðandi á heimsvísu
Eygló sagði að Evrópusambandið hafi
verið með markvissa aðgerðaráætlun
um lífrænan landbúnað frá 2004 en
Tún, íslenska vottunarstofan fyrir
lífrænar landbúnaðarvörur, var
stofnuð 1994. Undanfarin ár hafi
ríkt stöðnun, þegar mælt sé hlutfall
af ræktanlegu landi á Íslandi sem
sé lífrænt vottað – sem er í dag um
1,3 prósent. Tvenns konar vottuð
leyfi eru veitt hér á landi; fyrir
landbúnað og vinnslu – og eru um
þrjátíu aðilar sem hafa leyfi í hvorum
flokki. Sagði Eygló að viðvarandi
skortur væri á vissum tegundum
lífrænt vottaðra búvara, eins og til
dæmis á grænmeti, mjólk og egg –
auk þess sem í sumum vöruflokkum
væri einfaldlega engin framleiðsla
lífrænt vottuð, eins og í nautakjöti
og kjúklingum.
Eygló sagði að á heimsvísu væru
um 70 milljónir hektara lands undir
lífrænum landbúnaði og var um
20 prósent aukning milli áranna
2016 og 2017. Framleiðendum
hefði fjölgað um fimm prósent á
þessum tíma. Víða í fjölmennustu
löndum heimsins væri mikill vöxtur
í framleiðslu og metnaðarfullar
stefnumótunaráætlanir Evrópulanda
hafi komið fram á síðustu árum.
Danmörk kallar sig núna til dæmis
leiðandi þjóð í lífrænni framleiðslu
heimsins (world leading organinc
nation). Þeir séu nú með hæstu
markaðshlutdeild lífrænna vara á
matvörumarkaði, eða rúmlega 13
prósent. Til að ná markmiðum sínum
noti Danir opinber innkaup matvæla,
til dæmis geri þeir kröfu um að 60
prósent máltíða í eldhúsum ríkisins
séu úr lífrænt vottuðu hráefni.
Þörf á heildstæðu átaki
Næst ræddi Eygló um vottunarmerki
fyrir lífrænar vörur. Hún sagði
að á döfinni væri að svokallað
Evrópulauf verði nýtt merki fyrir
allar slíkar vörur í Evrópu og myndi
hafa alþjóðlegt gildi. Mikið hagræði
væri í því að sameina önnur merki
undir Evrópulaufinu og fækkaði
flækjustigum. Með þeirri breytingu
gefist tækifæri fyrir íslenska
framleiðendur og samkeppnisstaða
þeirra batni.
Í samantekt hennar kom fram
að meta verði lífrænan landbúnað
út frá markmiðum hans og vaxandi
útbreiðslu í heiminum. Umfram
eftirspurn væri á Íslandi eftir
slíkum vörum og til að hægt sé
að ná góðum árangri hér þurfi að
setja einhvers konar stefnu sem
hrindi af stað heildstæðu átaki með
aðkomu stofnana, stjórnvalda og
hagsmunaaðila.
Ný tækifæri í sölu
á afurðum bænda
Örn Karlsson tók næstur til máls
og ræddi um ný tækifæri í sölu á
afurðum bænda. Hann byrjaði á því
að segja að bærinn sinn, Sandhóll í
Meðallandi, nyti mjög góðra skilyrða
til ræktunar. Þrjú lögbýli væru í
samstarfi um nautgriparæktunina og
þá jarðrækt sem þar væri; aðallega
hafra, bygg og repju.
Síðan fór Örn yfir þær vörur sem
væru í raun framleiddar úr hráefninu.
Vörur sem framleiddar eru úr
repjunni (sem er reyndar vornepja)
væru matarolía, sápur, smurolía
fyrir línurnar í línubáta, repjuhrat
sem próteingjafi í nautgripaeldi og
svo væri hálmurinn notaður fyrir
undirburð fyrir skepnur. Byggkornið
væri notað til bruggunar á viskíi, gini
og fleiri áfengistegundum (sem að
langmestu leyti sé flutt út), það væri
orkuríkt fóður í nautgripaeldi og svo
væri hálmurinn notaður í undirburð.
Hafrar er svo það sem er nýjast í
ræktun á Sandhóli. Þeir eru seldir
bæði sem tröllahafrar og haframjöl
í verslunum á Íslandi, hýðið notað
sem heilfóður í nautgripaeldi,
hálmurinn í undirburð. Sagði Örn
að hafrarnir hafi selst svo vel frá
því að byrjað var að markaðssetja
þá í haust, að líklega yrði farið í
að tvöfalda framleiðsluna – en það
sennilega dygði ekki til.
Ekki til nægur hálmur á Íslandi
Sjálfir nota bændurnir á Sandhóli
hálm sem undirburð í sínum fjósum,
en þeir komust að þeirri niðurstöðu
eftir vettvangsferðir um Evrópu að
nautgripum líður best við slíkar
aðstæður. Ástæðuna fyrir því að
ekki fleiri nautgripabændur noti
hálm sem undirburð á Íslandi, segir
Örn að það sé einfaldlega ekki til
nóg af honum.
Næst vék Örn tali sínu að
fyrirkomulagi á sölu afurða bænda.
Hann sagði að flestir bændur hefðu
þann háttinn á að senda sínar afurðir
til afurðastöðvar – og hugsi síðan
ekkert meira um sölu þeirra. Hann
teldi hins vegar að aðaltækifærin
fyrir bændur fælust í því að komast
nær neytendum, til dæmis með
því að búa til vörumerki og nota
leiðir í gegnum heildsala, verslanir,
netið, Beint frá býli eða REKO. En
ekki einblína bara á afurðastöðvar
og fóðursala. Illa hafi gengið hjá
þeim að markaðssetja í gegnum
heildsala, en þegar bændurnir
nálguðust verslanirnar sjálfir
hafi þeir fengið góð viðbrögð.
Það geti einnig falist tækifæri
fyrir markaðssetningu í gegnum
vöruþróun með samstarfsaðila
og nefndi Örn dæmi af aðila sem
hefur sýnt áhuga á því að framleiða
vörur úr höfrunum þeirra. Að lokum
nefndi hann möguleika á útflutningi
og tók dæmi af vel heppnaðri
markaðssetningu þeirra á áfenginu
og sápunum í fríhöfninni.
Facebook og Google
gagnleg markaðstól
Örn sagði að þeirra kynningar-
starfsemi færi mest fram í gegnum
Facebook, en einnig væri þess
virði að sækjast eftir umfjöllunum
í fjölmiðlum. Einnig sé gagnlegt
að nota áhrifavalda og auglýsingar
í gegnum Google til að ná í tiltekna
markhópa.
Hann sagði að endingu að
heilmörg tækifæri væru í framleiðslu
og sölu á afurðum bænda, stundum
þyrfti bara einfaldlega að hugsa
aðeins út fyrir boxið.
Íslenska ullin er vannýtt auðlind
Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur
Sveinsson eiga og reka Uppspuna,
fyrstu smáspunaverksmiðjuna á
Íslandi, sem er staðsett í Lækjartúni
rétt austan við Þjórsárbrú.
Verksmiðjan var tekin í gagnið í júlí
2017 en þau reka líka sauðfjárbú
með 280 kindur og eru einnig með
holdakýr. Hulda sagði þeirra sögu;
um ástæður þess að þau ákváðu
að fara út í slíka fjárfestingu sem
smáspunaverksmiðja er. Ræturnar
liggi í félagsskapnum Spunasystur
sem sé starfandi í sveitinni. Mikil
hvatning sé að vera í slíkum hópi og
gott tengslanet hafi myndast.
Vélarnar eins og hannaðar
fyrir íslenska ull
Hulda sagði að við ástundun á
þessu áhugamáli sínu hafi hún
orðið vör við mikinn áhuga á
íslensku ullinni – ljóst væri að
Ísland sé í tísku. Einhver spurði
hana hvort hún hefði ekki áhuga á
því að setja upp svokallaða Mini-
Mill (smáspunaverksmiðju) og
eftir að hafa leitað sér upplýsinga
í gegnum netið gerðust hlutirnir
hratt. Ákvörðun var tekin í
desember 2016, vélarnar komnar
á hlaðið 16. júní 2017 og settar í
gang 1. júlí 2017. Vélarnar voru
keyptar af fyrirtæki í Kanada og
fóru þau Tyrfingur í kynnisferð til
þeirra áður en kom að kaupunum
til að ganga úr skugga um að þær
virkuðu fyrir íslensku ullina. Maður
á vegum fyrirtækisins kom svo í
Lækjartún til að fylgja sölunni eftir
með uppsetningu og stillingum.
Eftir fjóra mánuði kom svo annar
maður frá fyrirtækinu – öllu
reynslumeiri en hinn í ullarvinnslu
– og hann komst að þeirri niðurstöðu
að vélarnar væru eins og hannaðar
fyrir íslenska ull.
Næstu mánuðir fóru að
sögn Huldu í æfingar og þróun
á nokkrum vörum. Alltaf séu
einhverjar hliðarafurðir sem falli
til í slíkri vinnslu og alltaf sé reynt
að finna þeim hlutverk. Það sem
ekki sé nýtilegt vilji hún nota til
landgræðslu.
Garnið rifið úr höndunum á þeim
Mikill áhugi varð strax á starfseminni
og segir Hulda að garnið hafi nánast
verið rifið úr höndunum á þeim, um
leið og það var tilbúið – og eins sýndi
fólk strax mikinn áhuga á að hægt
væri að fá þjónustu í Uppspuna; að
þar væri hægt að láta vinna ull fyrir
sig. Auka þurfti við verslunar- og
sýningarrými og það var svo opnað
á efri hæð verksmiðjunnar 17. og
18. mars 2018.
Nokkrir styrkir fengust til
fjármögnunar á verkefninu;
framleiðnisjóður landbúnaðarins
og uppbyggingarsjóður Suðurlands
lögðu meðal annars til fjármagn,
auk þess sem styrkir fengust
með hópfjármögnun á netinu.
Svavar Halldórsson, þáverandi
framkvæmdastjóri Icelandic lamb,
hafi komið á hina formlega opnun
og afhent skjöld verkefnisins til
merkis um samstarf og stuðning um
ullarvinnslu og hönnun.
Hulda segist verða vör við að
fólki þyki heillandi að geta farið
í bíltúr upp í sveit til að kaupa
ullarvörur beint frá bónda – og er
gjarnan spurð að því hvort þetta sé
af hennar fé.
Hulda segir að ullin sé frábært
hráefni, nýtist bæði í margvíslegan
fatnað en einnig til listmunagerðar.
Það megi líka blanda henni við
allt mögulegt, til dæmis þara, sem
nokkuð hafi verið gert hjá þeim.
Geitabændur fá þjónustu í
Uppspuna með sínar afurðir.
Íslenska geitafiðan kallast kasmír
og er alveg sérstaklega mjúk. Hulda
sagði það hennar skoðun að verðið
á íslensku prjónagarni væri of lágt
miðað við það sem hún hafi skoðað
erlendis. Það skjóti skökku við að
Ráðstefnugestir á Hótel Örk. Myndir / HKr.
Örn Karlsson ræddi um ný tækifæri í sölu á afurðum bænda.
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður
framleiðenda í lífrænum búskap.
Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson eiga og reka Uppspuna, fyrstu
smáspunaverksmiðjuna á Íslandi.