Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201946 Brimborg afhjúpaði nýjan Citroën C5 Aircross 23. febrúar síðastliðinn, í kynningu fyrir frumsýninguna var talað um að þetta væri jeppi. Það að Citroën væri að koma með jeppa vakti forvitni mína á bílnum þar sem að mér er minnisstætt þegar finnski rallíkappinn Ari Vatanen vann sinn fjórða sigur í röð, þá á nýjum framúrstefnulegum og fjórhjóladrifnum Citroën í Paris- Dakarrallíinu 1991. Alltaf fundist framsætin í Citroën-bílnum þægileg, en í þessum eru þau æði Ég skoðaði bílinn nokkrum dögum eftir frumsýninguna og varð fyrir smá vonbrigðum því að bíllinn var alls ekki fjórhjóladrifinn, ekki í fyrsta sinn sem ég hef lesið eitthvað sem var ekki alveg heilagur sannleikur við lestur á DV. Ég fékk bílinn til prufuaksturs helgina 16. til 17. mars og tók góðan bíltúr á bílnum. Marga bíla hef ég prófað í gegnum árin og bílarnir misgóðir, eitt af því sem þarf að vera sérstaklega gott er ökumannssætið, í Citroën C5 eru einhver albestu framsæti í bíl sem ég hef prófað um ævina. Að keyra bíl og láta nudda á sér bakið í leiðinni er bara til þess að bíltúrinn verður aðeins lengri. Séu sæti góð í bílum er sá sem bílinn keyrir ánægður jafnvel þó að bíllinn sé algjört flak. Síðastliðin 30 ár hefur einn fjölskyldumeðlimur næstum alltaf átt góða Citroën-bíla og í þeim öllum hefur mér fundist framsætin það besta við Citroën. Nokkrar misdýrar útgáfur af C5 Bíllinn sem var prófaður er sá næstdýrasti, nefnist Shine og kostar 5.630.000, með 180 hestafla bensínvél, sjálfskiptur með átta þrepa sjálfskiptingu. Uppgefin eyðsla í prufubílnum er 5,7 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri, en ég var töluvert fyrir ofan það því að ég var ekkert að spara hægri fótinn, enda skemmtileg snerpa og viðbragð í 180 hestafla mótornum. Ódýrasti C5 nefnist Live og kostar beinskiptur frá 3.890.000, en miðbíllinn nefnist Feel og er á verði frá 4.190.000. Live kemur á 17 tommu felgum og er með varadekk. Feel kemur á 18 tommu felgum og er líka með varadekk, en Shine-bílarnir eru á 19 tommu felgum og hafa ekkert varadekk. Svolítið undarlegt að maður borgar mikið og fær minna með dýrasta bílnum. Nítján tommu felgurnar eru ekki skemmtilegar á malarvegi og á hraðahindrunum sem kallast „hattar“. Hins vegar skemmtilega mjúkur á hefðbundnum hraða- hindrunum. Á móti kemur að 19 tommu felgurnar eru æðislegar á góðu malbiki, sérstaklega í beygjum. Prufuaksturinn Fyrst var bíllinn prófaður í innanbæjarakstri og var lipur við þröngar aðstæður, snöggur af stað og þægilegur sem „borgarbíll“. Næst var það hringur í kringum Hafravatn þar sem er holóttur malarvegur. Hörð 19 tommu dekkin gefa litla sem enga fjöðrun á holóttum malarveginum og bíllinn jós drullunni full mikið upp á afturhlerann. Þá var bíllinn að höggva leiðinlega mikið í dæmigerðum holum á malarveginum. Í þessu tilfelli hefði ég frekar viljað vera á ódýrasta C5 bílnum sem að mínu mati hentar betur á malarvegum þar sem hann er á 17 tommu felgum með dekk með hærri prófíl sem gefa betur eftir á malarvegi. Sennilega er það að hluta til vegna harðra dekkjanna að bíllinn var aðeins laus að aftan á malarveginum, en að öðru leyti virkaði fjöðrunin vel á möl. Margir góðir punktar og fáir mínusar Af því góða í bílnum eru framsætin númer 1, einfaldlega slá öllum öðrum framsætum við. Mikið vildi ég að vinnubíllinn minn væri með svona sæti. Hægt er að stilla sjálfskiptinguna á fjóra mismunandi vegu, venjulegan akstur, snjó, sand og drullu. Eina stillingin sem ég fann mun á var snjóstillingin þar sem að bíllinn tók mýkra á í snjónum með þá stillingu. Blindhornsvarinn í speglunum er með rautt ljós þegar bíll er á blinda horninu sem mér finnst betra heldur en guli liturinn sem er í flestum öðrum bílum. Akreinalesarinn les ótrúlega ógreinilegar línur í vegköntunum og ef maður er að nálgast aðra hvora línuna beygir bíllinn sjálfkrafa inn á miðju vegarins. Næstum hægt að láta bílinn stýra sjálfan með því að sleppa stýrinu, en strax og stýrinu er sleppt kvartar mælaborðið með ljósi og hljóði. Eftir því sem leið á prufuaksturinn var ég alltaf sáttari og sáttari við bílinn og eftir 135 km akstur á bílnum var ég orðinn nokkuð sáttur við bílinn, fyrir utan 19 tommu felgustærðina sem höggva leiðinlega mikið við hverja holu og malbiksskemmd. Eini mínusinn er að ekkert varadekk er í bílnum, tjakkur eða felgulykill þannig að á dýrustu útgáfunni er maður algjörlega bjargarlaus ef maður heggur í sundur dekk í dæmigerðri malbiksskemmd sem eru svo algengar á þessum tíma árs. Persónulega hefði dugað mér ódýrasti bíllinn, sex gíra beinskiptur, 130 hestöfl, svo lengi sem að framsætin séu þau sömu og í bílnum sem ég prófaði, og kostar ekki nema 3.890.000 og kemur á felgum og dekkjum sem fjaðra betur og varadekki í skottinu. Ég verð að bíða eitthvað eftir fjórhjóladrifnum Citroën-jeppling, en þó að þessi C5 líkist jeppling er hann fólksbíll í mínum skilningi. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Framdrifinn nýr Citroën C5 Citroën C5, flott litasamsetning. Myndir / HLJ Svolítill sóði á sjálfan sig á möl. Tuttugu og þrír sentímetrar upp í lægsta punkt. Gerir bíltúrinn enn unaðslegri að vera með baknudd í framsætunum. Sætið góða með öllum sínum unaðslegu tökkum. Tvískipt bakkmyndavélin, sniðugt fyrirkomulag. Hægt að hlaða vissa síma án snúru á þar til gerðum stað. Lengd 4.500 mm Hæð 1.689 mm Breidd 2.090 mm Hæ undir lægsta punkt 230 mm Helstu mál og upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.