Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201954 Nú kemur vorið sunnan að og sólin bræðir ís, orti Sigurður Óskar Pálsson sem lengi var skólastjóri á Borgarfirði eystri. Þeir áttu það sameinlegt, Sigurður og Kjarval, að alast upp á sömu slóðum hvar umhverfið er bæði fagurt og friðsælt. Náttúran getur ekki bara kveikt listrænan neista heldur líka þrá eftir því taó sem allir menn sækjast eftir, þó sumir leiti langt yfir skammt að því sem stendur okkur alltaf næst. Það sem stendur okkur næst og yfirgefur okkur aldrei hlýtur að vera vitund okkar, öðru nafni Sjálfið þó það taó sem um er talað sé auðvitað ekki taó, eins og sagt er frá í Bókinni um veginn. Hins vegar vill svo óheppilega til að hindurvitni kaldrar efnishyggju hafa að mestu úthýst þeirri „póetísku“ og hlýju stemningu sem ætti eða mætti svo gjarnan ráða för á okkar litla landi. Þessi stefna óyndis tekur sig mjög hátíðlega en hamlar flestu því sem við teljum mikilvægast í mannlífinu, og ekki síst heilsunni sem dafnar auðvitað best á húmor og himneskri upphafningu. Vedíska fræðasetrið á Borgarfirði eystri stendur fyrir 5 daga heilsuviku um páskana hvar þátttakendur geta dvalið á notalegu gistiheimili, borðað bragðgóðan og hollan mat, lært að elda slíkan mat, stundað útiveru ef vill og hlustað á sögur úr ævisögu Árna prófasts. Árni var vitur maður og gegn, hafði horn í síðu efnishyggjunnar en áhuga á öllum framfaramálum, þá ekki síst heilsufari sinna sóknarbarna og annarra. Á heilsuvikunni verður heilmikil fræðsla um skynsamlega lífshætti auðvitað ásamt tækifæri til að hvíla sig frá amstri hversdagsins. Þátttakendum stendur einnig til boða að læra vedíska hugleiðslu sem á sér þúsunda ára sögu og er auðlærð aðferð til að heilsa upp á Sjálfið í djúpri kyrrð. Þó ekki sé á vísan að róa hvað varðar íslenskt veðurfar þá má alltaf stóla á logn í dúpum hugans. Ekkert er jafn frískandi og slík reynsla. Við mannverur þurfum að starfa og starfsemi fylgir þreyta. Starfsemi og hvíld þurfa að fylgjast að í jafnvægi. Of mikill erill, streita, áhyggjur og óheilsusamlegir lífshættir taka sinn toll af heilsunni, hraða ferli öldrunar og skapa grundvöll fyrir ójafnvægi í líkamstarfseminni. Ójafnvægi getur svo þróast yfir í króniska sjúkdóma ef það fær nógu langan „útungunartíma“. Djúp og endurnærandi hvíld er nauðsynleg með reglulegu millibili því hún er tækifæri líkama og huga til að ná jafnvægi og endurnýja orkuna. Lífsvenjur og viðhorf ráða mestu um heilsufar og vellíðan. Mikilvægt er því að temja sér lífsvenjur og viðhorf fyrir lífstíð sem stuðla að góðri heilsu. Allir geta séð hvert stefnir með daglegar venjur sem endurteknar eru í áratugi ef þær venjur stuðla ekki að góðri heilsu fyrir viðkomandi einstakling. En hvar erum við flest stödd varðandi heilsuvernd? Jú, flest allir vilja skyndi- eða töfralausnir og sópa vandanum undir næsta teppi. Vanalega kemur hann svo þaðan aftur vegna þess að orsakavaldurinn, lífshættirnir og viðhorfin eru enn hin sömu. Rekja má nær alla sjúkdóma og nær allan heilsuvanda til óheilsusamlegra lífshátta. Elstu fræði mannkyns á sviði heilsuverndar eru jafnframt þau fræði sem breiðast nú hraðast út um heiminn á þessu sviði. Þau heita Ayurveda. Ayurveda er ein af 40 greinum vedískra fræða sem eru önnur af tveimur fræðahefðum mannkyns. Til að skilja fræðigrein þarf maður að nálgast hana á hennar eigin forsendum og spyrja kurteislega að nafni eins og alsiða er þegar við hittum fólk sem er okkur ókunnugt. Við getum ekki kallað Ayurveda óhefðbundnar lækningar því það heita fræðin ekki. Ayur kemur af orðstofninum Ajus sem þýðir líf og veda kemur af orðstofninum vid sem þýðir vit eða þekking. Ayurveda er því þekkingin um lífið. Ef einhverjum þykir það ekki nógu yfirgripsmikið má kalla Ayurveda þekkinguna um lífið og allífið. Og hvað er mikilvægt við þessi fræði? Jú, út frá sjónarhóli forvarna þá er það greining á ójafnvægi löngu áður en það fær að birtast sem krónískur sjúkdómur. Greining og einföld ráð um breyttan lífstíl til að afstýra sjúkdómi. Hversu mikilvægt er það? Ayurveda er ekki indversk fræði frekar en þyngdarlögmálið er breskt. Ayurveda fjallar um algild lögmál m.a. þau er varða heilsu, og er því ekki háð tíma eða staðsetningu á jarðkúlunni, Það breytir þó ekki því að fræðin voru rituð af þremur læknum sem uppi voru á Indlandi fyrir þúsundum ára og hétu þeir Vagbhatt, Charak og Sushrut. Iðkun Ayurveda skapar skilning og næmni fyrir því sem er fyrir bestu á hverjum tíma. Bent er á í fræðum Ayurveda að einstaklingar eru mismunandi og hafa því mismunandi þarfir. Þar að auki er loftslag, árstíðir, tími dags, aldur, og atvinna ásamt fjöldamörgu öðru breytileg atriði sem taka þarf með í reikninginn varðandi lífshætti. Fræðilegur bakgrunnur Ayurveda verður því fljótt að sjálfvirku vali í samræmi við það sem hentar á hverjum tíma. Það er bæði auðvelt og ánægjulegt að iðka Ayurveda vegna þess að árangur kemur fljótt í ljós og iðkunin verður sjálfsagður hlutur þegar við finnum vellíðan og ánægju sem afrakstur skynsamlegra lífshátta. Fræðin hafa ekki breytt um skoðun allt frá upphafi hver eru lögmál heilsuverndar. Óþarfi er að aðhyllast einhverja sérstaka stefnu varðandi fæðu eða lífstíl til að njóta góðs af námi eða námskeiði í Ayur veda. Fræðin eru fyrir alla jafnt. Málshátturinn, veldur hver á heldur gildir í Ayurveda sem og annars staðar hvað varðar árangur. Vedíska Fræðasetrið er að kenna Ayurveda í samstarfi við nokkra færustu Ayurveda lækna heims sem við eigum samtal við í gegnum fjarfundabúnað. Við sem kennum höfum jafnframt formlega menntun og langa reynslu af iðkun fræðanna. Okkar sérsvið er að leiðbeina um lífstíl og meðferðir sem hver og einn getur iðkað heima hjá sér eins og Árni prófastur og Ayurveda fræðin hafa kennt okkur. Myndu ekki allir samsinna því að þekking sé grundvöllur athafna? Athafnir okkar, atferli eða lífsstíll, til dæmis sem þjóðar skila af sér tölfræði sem á sviði heilsufars ratar í lýðheilsuvísa. Þessir vísar segja frekar óskemmtilega sögu og gefa til kynna að við þurfum að bæta við þekkingu okkar varðandi heilsu og endurhæfingu. Á meðan eitthvað ósýnilegt fyrirbæri sem nærist á ótta við breytingar og þar með framfarir, stendur heiðursvörð um stöðnun íslensks samfélags á öllum sviðum þá vinna lausnirnar sig,sem oftar en ekki búa í jaðarþekkingu, hægt og rólega inn í meginstraum fræðasamfélags eða þjóðfélags. Ayurveda, sem og aðrar greinar vedískra fræða, er sannarlega jaðarþekking í okkar samfélagi enn sem komið er, en ætti að verða ráðandi þekking í forvörnum. Viljum við bæta heilsufar eru merkimiðar eins og austrænt og vestrænt, hefðbundið og óhefðbundið, huglægt eða hlutlægt harla gagnslausir og eiga lítið skylt við vísindalega eða skynsama hugsun. Spurningin um hversu gagnleg tiltekin fræði eru til að bæta heilsu er hins vegar góð byrjun og svarið fæst auðvitað ekki nema með því að prófa. Björn Kristjánsson Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Hækkun gjaldskrár fyrir notendur skýrsluhaldskerfa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest hækkun gjaldskrár fyrir notendur skýrslu- haldskerfa sem notuð eru til að skila lögbundnum skýrsluhaldsupplýsingum í samræmi við ákvæði búvörusamninga. Hækkunin nemur 3,2% og tekur gildi 1. apríl nk. Gjaldskrá - árgjald: Fjárvís, Heiðrún og Huppa: 12.740 kr. m. vsk. Jörð: 10.298 kr. m. vsk. VW Crafter, 4x4, Achleitner Bíllinn er vel útbúinn með driflæsingu að aftan, hátt og lágt drif. Breyttur fyrir 35“ dekk. Búið að breytingarskoða bílinn. Árgerð 2014, ekinn 109.000 km. Verð 5.500.000 + vsk. Nánari upplýsingar á www.enta.is og í síma 897-6240 Til sölu Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings 2019 Aðalfundur BSK verður haldinn í gróðrastöðinni Lambhaga „Mýrarkoti“ miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00 Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár Reikningar félagsins Gestir fundarins frá BÍ og Bú- Vest Kosningar Önnur mál Stjórn BSK LESENDABÁS Það sem skiptir máli Björn Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.